Leita í fréttum mbl.is

Mér leiðist svona léttvæg rök eins og Vilhjálmur notar!

Maðurinn ferlega barnalegur í sinni röksemdarfærslu. Hvað á hann t.d. við með IKEA? Nú ætti hann sem lögreglumaður fyrrverandi að vita að fólk má ekki fara með áfengi út af veitingastöðum. Og börn mega hvorki selja né kaupa áfengi. En held að í mörgum matvöruverslunum séu afgreiðslufólk sem er langt undir 20 ára aldri. Þau eru jafnvel að afgreiða sígarettur oft til einstaklinga sem eru félagar þeirra eða án þess að spyrja um skilríki. 

Ekki það að þetta kæmi til með að há mér að vín yrði til sölu út um allt. En held að margir gætu átt í erfiðleikum með það. Nokkur atriði:

  • - Vilhjálmur talar mikið um að nota eigi forvarnir til að draga úr hættu á aukningu á neyslu við þetta. Bendi á að árangur sem náðst hefur í t.d. tóbaki er einmitt að stórum hluta til fengin með að fela tóbak sem mest. Þannig má það ekki sjást. Það gæti orðið erfitt með áfengi út af því hvað fer mikið fyrir þeim pakkningum
  • - Vilhjámur virðist ekki gera sér grein fyrir því að stór hluti starfsmanna í verslunum er um eða undir 20 ára. Og af reynslu veit ég að þar geta krakkar keypt sér tóbak þó þau séu undir 18 ára aldri bæði af vinum og vegna þess að tóbakið er selt af krökkum sem eru ekki 20 ára og kunna ekki við að spyrja um skilríki. Eins held ég að búðir yrðu að hækka verð á matvöru ef þau þyrftu að tryggja að allir starfsmenn á kössum væru yfir 20 ára.
  • - Vilhjálmur talar stíft um að áfengi sé jú selt á veitingarhúsum. En skv. reglum má fólk ekki fara með það áfengi út af staðnum.
  • - Kári benti á að ef menn eru á móti því að ríkið reki ÁTVR þá sé þeim í lófalagið að selja það. Annað hvort einstakabúiðir eða í heilu lagi.
  • Svo talar hann um að áfram yrði bannað að auglýsa áfengi í búðum. Halló heldur hann að það yrði ekki farið framhjá því. Það er gert í dag og hvað heldur hann að verði þegar að eigendur verslana vilja eðlilega fá aukinn hagnað af vörum sem þeir selja.
  • - Það kom fram í máli Vilhjálms að þetta mál fyrir hann snýst helst um að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um að vera ekki að reka fyrirtæki eins og Isavia, RUV, ATVR og fleiri og þetta sé fyrstu skrefin. Og þar með snýst þetta ekki um hag fólksins heldur hag fjárfesta!
  • - Kári sagðist hafa fyrir því heimildir að Hagar hefðu samið frumvarpið fyrir Vilhjálm og hafði m.a. alþingismenn fyrir þeim upplýsingum.

mbl.is „Fara alkóhólistar ekki í IKEA?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband