Leita í fréttum mbl.is

Hvað kemur Sigmundi Davíð þetta við?

Nú býr Sigmundur Davíð í Garðabæ og er með lögheimili fyrir austan á eyðibýli þar í Fljótsdalshéraði. Svo hvað kemur honum þetta við? Hef ekki heyrt að hann væri spurður út þá fyrirtætlan Kópavogs að selja félagsheimilið þar og flytja bæjarskrifstofur í turnin við Smáralind. Heldur ekki heyrt hann tala um skipulagsmál t.d. í Garðabæ sem er farinn að teygja sig óþægilega í átt að Heiðmörk. Nú eða bara skipulagasmál á öðrum stöðum en þarna í miðbænum sem honum kemur bara ekkert við. Hann hvorki borgar skatta né skildur til Reykjavíkur.


mbl.is Ósammála sýn forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki ljóst að innan allra trúarbragða leynist illska og skepnuskapur og hefur gert um aldir

Svona í anda þeirra sem tala um múslima og að við eigum að loka landamærum fyrir þeim "skríl" þá væri kannski rétta að spyrja: Eigum við ekki að banna hér Kaþólsku fólki að búa eða flytja hingað? Þau aðhyllast trúarbrögð sem hafa orðið vís að stöðugum kynferðisbrotum og öðru ofbeldi bæði hér og svo miklu meira erlendis!

Í dag má finna þessa frétt á ruv.is og ég minni á Landakotsskóla og óhæfuverkin þar og svo gætum við kíkt á Þjóðkirkjuna. Eins höfum við heyrt sögur frá Vottum Jehóva og fleira og fleira.

Að minnsta kosti 231 barn í einum frægasta og elsta barnakór heims, var beitt ofbeldi. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu lögfræðings sem ráðinn hefur verið til að rannsaka ásakanir um ofbeldi innan kórsins og á heimavistarskóla honum tengdum. Sumir drengjanna voru barðir illa, aðrir sveltir og enn öðrum nauðgað. Flest brotin voru framin á seinni hluta áttunda áratugarins.

 Kórinn, Regensburger Domspatzen, á sér yfir þúsund ára langa sögu og er líklega þekktasti drengjakór Þýskalands.

Bróðir Benedikts páfa XIV, Georg Ratzinger, var kórstjóri Domspatzen í þrjá áratugi, frá 1964 til 1994. Það er á því tímabili sem meginhluti ofbeldisins átti sér stað, að því er fram kemur í fjölmiðlum. Ratzinger segir að meint kynferðisofbeldi hafi aldrei komið til umræðu, þann tíma sem hann stýrði kórnum.

Fyrrum nemandi í skólanum greindi frá því í viðtali við Der Spiegel, árið 2010, að í skólanum hafi tíðkast refsingar sem virtust tengjast kvalalosta. Fjölmörg hneykslismál hafa komið upp undanfarin ár innan kaþólsku kirkjunnar. Upplýst hefur verið um mikið og gróft kynferðisofbeldi af hálfu presta, meðal annars í jesúítaskóla í Berlín, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Fátítt er að ofbeldismennirnir þurfi að svara til saka, þar sem glæpirnir eru oftast fyrndir. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögum verði breytt og að kirkjan greiði þolendum ofbeldisins bætur.

Bloggfærslur 9. janúar 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband