Leita í fréttum mbl.is

Af hverju stofna menn félög á Tortóla?

Sko eins og sumir láta í fjölmiðlum og á netinu þá tala þeir eins og það sé bara ósköp eðlilegt að stofna félög á Tortóla. Svona svipað og stofna bankareikning í banka.  Það getur náttúrulega ekki verið.

  • Ef svo væri þá mundu menn einmitt gera það stofna reikninga eða kaupa skuldabréf hér á lendi enda eru þau með miklu hærri vöxtum en almennt gerist í heiminum.
  • Menn stofna náttúrulega til félaga á Tortóla til að græða á.
  • Þeir stofna félag en flytja þangað enga peninga heldur fjárfesta þeim annarstaðar m.a. á Íslandi. Sbr fyrir hrun þegar þeir "lánuðu bönkunum peninga í gegnum þessi félög.
  • Staðreyndin er að menn stofna fyrirtæki í Tortóla yfirleitt til að fela peninga. Eða til að græða á óstöðugleika krónunnar, eða hvorutveggja. Og þegar menn segjast borga hér skatta af þessu þá er það brandari. Ef menn væru ekki að fela þar arðinn sinn og upphæðir þá mundu þeir bara stofna reikninga í Noregi eða Bretlandi. Það er auðséð að menn eru að stofna þessi fyrirtæki í löndum þar sem reglur eru litlar sem engar og eftirlit lítið sem ekkert.

Svo nær allir sem hafa komið að stofnun fyrirtækja á Tortóla er að því til að þurfa ekki að borga skatta af þeim á Íslandi. Og bankarnir héldu þessu að fólki. Hér áður faldi fólk svona peninga í Sviss og færðu þá úr landi með því sem var kallað "hækkun í hafi".

Ég er ekki að segja að það þurfi að upplýsa um alla þessa aðila sem við vitum þó að eru einhver þúsund (bara 600 í þessum leka frá einni lögfræðiskrifstofu í Panama), en það á að tryggja að svona geti ekki gerst aftur?  Það er hægt að setja lög og reglur sem taka á því að menn komist ekki upp með þetta.

Svo er rétt að benda á að margir þessara aðila eru ekki einu sinni með lögheimili á Íslandi og borga því engan tekjuskatt og útsvar hér sjálfir. En búa samt hér og þyggja hér þjónustu sveitarfélaga. Held að allir stærstu fjárfestar svei mér þá hafi lögheimili utan landsins.  Þannig að menn þurfa ekki að taka Dorrit  sérstaklega fyrir (samt óheppilegt)

P.s. smá viðbót:

„Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif. Það en nánast sama hvar drepið er niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif. Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum. Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast nú ítrustu próf lögfræðinna þótt þau séu ekki siðleg. Það þýðir þá auðvitað bara að þeir sem eru með breiðustu bökin þeir eru þá ekki að borga sinn skerf við að halda samfélaginu uppi. Það er auðvitað afleitt. Þeir sem lenda í því að þurfa að borga, venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með svona trikkum finna auðvitað fyrir því.“ Sjá hér eða hlusta http://ruv.is/frett/aflandsvaeding-og-helsjukt-samfelag


Bloggfærslur 28. apríl 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband