Leita í fréttum mbl.is

Varðandi flugvöllinn (ætlar þessu aldrei að ljúka)

  • Fyrir það fyrsta er ekki mikill meiri hluti þingmanna sem nú leggja til þjóðaratkvæði um flugvöllinn, sama fólkið og hafði þjóaðratkæðagreiðsluna um stjórnarskrána að engu og fór ekki eftir því sem þar var samþykkt?
  • Ætli Reykjavíkurflugvöllur sé ekki eini flugvöllurinn þar sem aðflug og flugtak af braut liggur nærri beint yfir þingishúsi og stjórnarráð þjóðar?
  • Hafa menn á ákveðnum tímum reynt að spjalla saman í miðbænum þegar flugumferðinn er sem mest?
  • Ef að íbúar annarra sveitarfélaga eiga að ráða skipulagsmálum í Reykjavík og nágreni þar sem búa jú um 2/3 íbúa landisins. Eiga þá ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki sama rétt að skipta sér að skipulagsmálum annara sveitarfélaga. T.d. að heimta að það verði lögð við hlið Sjúkarhúsins á Akureyri og fleiri stöðum til að vera neyðarbraut.
  • Var að rifja það upp að það er sennilega um 15 ár síðan ég flaug síðast innanlands og þar áður var fyrir 25 árum. Og frá fólki í kring um mig heyri ég ekki oft af einhverjum sem nota flugið. Fólki finnst það dýrt og svo þegar það flýgur er það háð greiðum til að fara milli staða nema það þurfi að leigja bíl líka og þá er verið að tala um mun hærri kostnað en viku ferð til Kaupmannahafnar.
  • Er ekki full takmarkandi að spyrja hvort að völlurinn eigi að vera þarna eða ekki næstu áratugi. Hvað verður þá ef t.d. sjúkrhúsið verður flutt kannski til Hafnafjarðar eða upp í Mosfellsbæ? Nú það er hópur manna að berjast fyrir að það verði byggt á öðrum stað?
  • Nú ef að flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri er ekki eðlilegt að banna einkaflug og kennsluflug þar til að koma á móts við fólk sem ekki er hrifið af hávaðanum í þessum rellum?

Ekki er ég hrifinn af þessum bónusgreiðslum. En held að fólk sé aðeins að rugla

Fólk er eðlilega fúlt yfir því að þessa dagana er tilkynna bónusgreiðslur sem geta orðið gríðar háar á okkar mælikvarða. En fólk hleypur kannski aðeins á sig og Alþingismenn hjálpa þar til.

Það sem fólk ruglar með er eftirfarandi:

  • Þetta eru ekki starfsmenn banka sem eru að fá þessi kjör. Þetta eru starfsmenn þrotabúa gömlu bankana. Þ.e. starfsmenn kröfuhafa.
  • Við eigum ekki gömlu þrotabú bankana. Við eigum í dag Landsbankann nýja gamli heitir í dag LBI minnir mig honum eigum við ekkert í  við eigum  Íslandsbanka en Glitnir sem er þrotabú eigum við ekkert í! Kröfuhafar eiga í dag megnið af Arionabanka (þ.e. Kaupþing á hann)
  • Ef að bónusgreiðslurnar hefðu ekki komið til þá hefðu þessir peningar bara runnið til kröfuhafa þegar innlendar og erlendar eignir verða seldar.
  • Því er varla hægt að segja eins og ýmsir að það sé verið að ræna okkur og bankana okkar.

Ef við ætlum að skattleggja bónusgreiðslur þá verður það að vera gert þannig að það verði þá bara almenn skattalög og gilda fyrir alla. Ef það er hægt þá er ég bara fyljgandi því að þau lög verði sett. Og skilst að margar þjóðir skoði það því svona árangurstengdir bónusar í viðskiptalífinu kalla á ýmislegt miður fallegt eins og við kynntumst fyrir hrun.


Bloggfærslur 31. ágúst 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband