Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki lögfróður en af hverju spyr engin að eftirfarandi?:

Hvernig stendur á því að þessi lög um innistæðutryggingarsjóð ættu ekki að gilda í þeirri stöðu sem er hér? Það er bara einn banki þar sem að reynir á innistæðutryggingarsjóð. Aðriri bankar annað hvort áttu eignir á móti innistæðum. Eða var bjargað á annan hátt.

Hélt að þessi rök um kerfishrun ættu þá aðeins við ef að flestir bankar væru í þeirri stöðu að geta ekki greitt út innistæður


mbl.is Lögin gilda ekki um kerfishrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru fín rök á móti íslenskum hagsmunum. Hefur þér dottið í hug að leita að rökum með íslenskum hagsmunum? Þau eru líka til.

Doddi D (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko mér sýnist þau aðallega vera að borga ekki skuldir óreiðumanna! Nú í gær var ég lesa á ýmsum erlendum miðlum að aðrar þjóðir Bretar og fleiri eru búnir að yfirtaka svo mikið af skuldugum bönkum sem er í raun það sama og við gerðum að þeir gætu lent í greiðsluvandamálum næstu árin.

Doddi það er óþarfi að líta svo á að við séum þau einu sem lentu í þessu. Aðrar þjóðir hafa bara tekið lán til að bjarga bönkum og dælt í þá peningum og haldið þeim gangandi. Þær eiga margar eftir að borga það næstu árin. VIð aftur á móti höfðum ekki gætt okkur á því að eiga sjóði eða aðgang að peningum og þurftum því að fara aðra leið. En staða okkar er held ég ekki miklu verri en annarra þjóða. Við erum bara svo viss um að við séum svo lítil að enginn megi vera vondur við okkur.

T.d. þetta sem ég var að lesa á ruv.is

Fallast ekki á lægri vexti

Ólíklegt er að breska stjórnin fallist á að lækka vexti á lánið, sem hún veitti Íslendingum vegna IceSave-reikninganna.

Lundúnablaðið Daily Telegraph hefur þetta eftir heimildarmanni í breska fjármálaráðuneytinu, sem segir að vextirnir séu aðeins örlítið hærri en fjármagnskostnaðurinn sem Bretar hafi af láninu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2010 kl. 09:15

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kerfishrun er þegar heilt bankakerfi lands hrynur að mestu leyti. Það er ekkert flóknara en það og þarf ekki annað til. En jafnvel þó lögin ættu við um kerfishrun kemur skýrt fram í þeim að hvers kyns ríkisábyrgðir séu með öllu bannaðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.1.2010 kl. 10:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En samt eru ríkisábyrgðir á innistæðutrygginarsjóðum í mörgum ESB löndum - Hjörtur.

Og ég hélt að lög um innistæðutrygginar hlytu að halda þegar það er bara innistæðueigendur í einum banka þurfa að ganga að þessum tryggingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2010 kl. 10:44

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Man t.d. eftir að Danmörk og Austuríki heimila ríkisábyrgð á lánum til sjóðana. Enda eru lög um þessa sjóði mismunandi eftir löndum. EES tilskipunin segir bara að til staðar eigi að vera eitt eða fleiri kerfi sem tryggi að lágmarki 20.880 evrur

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband