Leita í fréttum mbl.is

Hvenær ætlar fólk að ná þessu?

Birti hér fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar af www.eyjan.is

Innlent - mánudagur - 11.1 2010 - 16:33

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: Enginn vafi að innlán í útibúum erlendis eru á okkar ábyrgð

stjornarradid1.jpgRíkisstjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu. Er það hrakið það sem Evrópuþingmaðurinn Alain Lipietz hélt fram í þættinum Silfur Egils í gær að Ísland bæri engar ábyrgðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Tilkynningin er svohljóðandi: 

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

·        Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.
·        Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn.  Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum.

Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á öllum stigum Icesave-málsins haldið því fram gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun á lágmarkstryggingum innstæðueigenda. Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki. Þessi fyrirvari sem áréttaður er í 2. gr. l. nr. 1/2010 breytir þó engu um þá niðurstöðu að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga. 

 Held svo að við ættum að reyna að klára þetta núna heldur en að valda okkur en meiri skaða. 


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tálsýnin er lífseig. En auðvitað vildi maður að raunveruleikinn væri allt annar. Að við gætum sent þetta allt í fangið á Bretum og Hollendingum. Við efahyggjumenn erum stimplaið sem landráðamenn og hálfvitar. Ég kann þó betur við að lifa í raunveruleikanum en draumheimi.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 17:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er víst bannað að taka sér orðið landráðamaður í munn svo ég ætla ekki að gera það hér. Efahyggjumennirnir taka ekkert mark á prófessorum né doktorum í Evrópurétti  það gera aftur á móti þeir sem lifa í draumaheimi.  Efahyggjumennirnir taka hins vegar mikið mark á þingmönnum sérstaklega þingmönnum Samfylkingarinnar.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 17:35

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þið Magnús og Finnur lásuð hvorugir yfirlýsinguna til enda svo áfjáðir virðist þið vera að reyna að koma þessari byrði á almenning.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stendur þvert á móti að ágreiningur sé um þessi mál. Ég myndi ekki ábyrgjast að þið væruð ekki hálvitar.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott að vera í draumheimum og gleypa allt hrátt, spyrja einskis Sigurður og takk fyrir það sem þú ýjar að.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 17:42

5 identicon

Þótt lagalegum ágreiningi, þ.e. að innstæðutryggingin eigi ekki við þegar um kerfishrun er að ræða, sé réttilega haldið til haga með í lögum nr. 1/2010, þá snýst allt málið ekki nema að litlu leyti um lagalegar hliðar þess. Alþingi samþykkti þegar í desember 2008 að fara skyldi samningaleiðina, þ.e. leysa málið pólitískt og án þess að fara dómstólaleiðina.

Með réttu eða röngu þá var þetta leiðin sem var farin og ekki er hægt að taka upp - og ekki einu sinni þótt þjóðin felli lög nr. 1/2010 úr gildi. Áfram verður reynt að leita samninga.

Afleiðingarnar af frekari töfum geta hins vegar orðið erfðar fyrir íslenska efnahagslífið og mun verri en ef ríkisábyrgðin verður veitt að óbreyttum lögum. Samningsstaðan undir lok þessa árs verður alls ekki góð. Þá verða þungar greiðslur ríkisins á árinu 2011 yfirvofandi og knýjandi nauðsyn að fá aðgang að erlendum lánum til að létta afborganir.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eins og ég sagði, landráðamenn og hálfvitar, sem leyfa sér að velta hlutunum fyrir sér.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 17:54

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Finnur og takk fyrir hógværðina.

Margir málsmetandi hagfræðingar telja að Ísland muni sitja uppi með ósjálfbærar skuldir. Ef það gengur eftir  liggur fyrir þjóðinni þ.e. niðjum okkar  að verða efnahagsleg nýlenda Breta og Hollendinga. 

Ég hirði ekki um að gefa þeim nöfn eða einkunn sem ráðast eins og úlfar á þá sem af velvild taka upp hanskann fyrir Ísland. 

Ég bið þig og raunar alla aðra einmitt að lesa þér til og velta hlutum fyrir þér. Það er ekki endilega skemmtilegt en það er nauðsynlegt, ekki endilega fyrir okkur heldur börnin okkar. 

Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 18:56

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel mig vera nokkuð raunsæja manneskju og hef eftir bestu getu aðskilið tilfinningar og kalt mat í þessu máli. Ég er sammála Magnúsi Helga um að við gerum okkur mjög sennilega meira ógagn en gagn með þessu upphlaupi okkar í kjölfar neitunar forsetans á að undirrita lög 5 jan sl.

Það er sammerkt með lögum og kjarasamningum að hvorutveggja er hægt að toga og teya í allar áttir. Ásmundur Hilmarsson vann  um árabil hjá ASÍ og leiðbeindi   trúnaðarmönnum á vinnustöðum um túlkun kjarasamninga. Hann fékk fyrirspurn og svaraði henni á þann veg að túlkunin gæti verið svona eða hinsegin. Þá sagði einn neminn. Verður þá ekki að breyta orðalaginu svo það sé skýrar. Ásmundur svaraði og sagði "Það er aldrei hægt að orða neitt þannig að ekki megi túlka á fleiri en einn veg"

Þessi orða festust mér í minni og hafa komið oft í hugann nú á síðustu vikum. Lögfræðiálit vegna ICESAVE eru mörg og ámarga vegu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2010 kl. 21:24

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mismunurinn á þér og þjóðinni, er að þú trúir öllu sem frá stjórnarheimilinu kemur en þjóðin ekki. Ef þú vilt setja snöruna um hálsinn þá verður þú að eiga það við þig, en þú getur ekki verið hissa á að aðrir fylgi þér ekki.

Sigurður Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 22:19

10 identicon

Við áfall og ógnun taka grunnhvatir völdin, menn fyllast af adrenalíni og blóðið rennur niður til fóta. Öll hugsun ræðst af þessum sterku sjálfsbjargar hvötum.

Að hlaupa í öskrandi geðshræringu langt í burtu með Sigmundi Davíð virðist vera í tísku. Og á þessari vegferð upp í virki þar sem öllu skal skellt í lás er kallað að þeim sem vilja reyna að standa sig í samfélagi þjóðanna"aumingjar og landráðsmenn.

Banjó (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 22:34

11 Smámynd: Eygló

Þar sem mökkur af embættismönnum, stjórnmálamönnum; stjórnar- og andstöðu-; erlendum sem íslenskum, reglugerðarsamningamönnum, lögfræðingum og hagfræðingum GETUR EKKI FUNDIÐ HINA EINU OG SÖNNU  LAUSN ...

... hvernig í ósköpunum dettur fólki eins og okkur í hug við VITUM STÓRA SANNLEIK.  Ja, það er ekki minnimáttarkenndin þar.

Eygló, 12.1.2010 kl. 02:31

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Siguður ef að allir véfengja allt sem stjórnvöld gera þá verður hér aldrei sátt eða samstaða. Annars sagði ég s.l. Sunnudag:

"

Skipum þverpólítiska nefnd strax!

Sunnudagur, 10. janúar 2010

Ég persónulega tel að það eigi að ganga frá þessu Icesave máli hið fyrsta og að við komumst ekki hjá því að borga. En til að taka af allan vafa væri nú rétt að skipa þverpólitíska nefnd sem á næstu kannski  4vikum kanni möguleika okkar með færustu sérfræðingum hvaða möguleika við höfum á að ná nýjum samningi. Ekkert verði til sparað og einnig að rætt verði við viðsemjendur okkar til að kanna möguleikana.

Á meðan að þessi nefnd vinnur að málinu verði samkomulag hér meðal fjölmiðla og almennings að ræða þetta mál ekki, heldur að snúa sé að öðrum áríðandi málum. 

Síðan þegar þessi nefnd skilar af sér kannski eftir mánuð þá sameinumst við um niðurstöður hennar um möguleika í stöðunni. 

Orðinn þreyttur á að menn séu hér að tala um hluti sem enginn veit neitt um. Finnst sjálfum ótrúlegt að embættismenn og stjórnvöld hafi valið að fara út í að skuldbinda okkur fyrir gríðarlegum upphæðum ef að aðrir möguleikar voru raunhæfir í stöðunni.

 En ég að minnstakosti væri til í að halda kjafti um Icesave á meðan að færustu sérfræðingar greindu möguleika okkar. 

Ég held hvernig sem þetta mál færi væru alltaf einhverjir sem segðu eftir á að við hefðum átt að gera eitthvað annað. Og hér myndi þetta mál hvíla á okkur áfram "

Og það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið daginn eftir að skoða þetta þvi að þá hittust allir flokksformenn og eru að skoða samvinnu og samstarf.

Ég er á því í megin atriðum séu stjórnvöld að fara eftir því sem okkur var ráðlagt í upphafi og ég hef kosið að trúa á þá leið og styð hana innan skynsamlegra marka. Annars væri tilgangslaust að búa hér áfram ef menn væru vissir um að stjórnvöld vinni gegn fólkinu. Ef ég hugsað þannig myndi ég flytja héðan.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2010 kl. 13:38

13 identicon

Eygló.......Það var alls ekki hægt að orða þetta betur. Ég hins vegar set mikla fyrirvara á það sem kemur fá UPPHAFSMÖNNUM hrunsins númer 1 og skil ekki hvað fólk er duglegt að hlaupa á eftir yfirlýsingum þeirra. Ég óttast að það verði sömu aðilar sem skipuleggi hrun númer 2. Spurning já stór spurning hverjir sé LANDRÁÐAMENN.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband