Leita í fréttum mbl.is

Hvað eiga þau við? Málflutningurinn orðin algjör klisja!

Ég er kannski svona tregur en ég skil ekki svona orðalag eins og allir gleypa nú hver eftir öðrum:

Í tilkynningu frá Nýja Íslandi segir að ekki hafi tekið nema 15 mínútur að bjarga fjármagnseigendum í hruninu. Hins vegar hafi fólkið sem byggir landið verið skilið eftir með stökkbreyttan höfuðstól lána og óréttlætið haldi áfram.

Á hvaða 15 mínútum var fjármagnseigendum bjargað? Hverjir voru fjármagnseigendur? Voru það ekki nær allir landsmenn sem áttu fé í banka? Og miðað við að það voru rétt búin mánaðarmót í október 2008 þá hefði ég haldið að það hefðu verið flestir landsmenn. Eins ber að geta þess að margir áttu fé á t.d. skuldbréfabréfasjóðum og hlutabréfasjóðum og töpuðu 15 til 35% af sínu fé þar.

„Nýtt Ísland skorar á alþingismenn, ríkisstjórn og fjármagnsstofnanir að hlutskipti fólksins verði ekki bara að erfa skuldir útrásarvíkinga og tengdra aðila. Því vilja samtökin Nýtt Ísland bjóða þeim að koma með ný úrræði og leiðréttingar fyrir skuldsettar fjölskyldur.“

Hvað eru "tengdir aðilar"? Og hvað eiga þeir við með "ný úrræði"?

Jafnframt segir í tilkynningunni að landið sé nær stjórnlaust. Eignir fjölskyldna brenni upp og lánin hækki m.a. vegna stjórnleysisins. „Verði engin ný úrræði og/eða ný útspil ofangreindra aðila til leiðréttingar fyrir lántakendur munu samtökin herða mótmæli og kalla eftir frekari aðgerðum frá þjóðinni sem byggir þetta land.“

Og hvað vill þetta fólk að gert sé til að stoppa að "Eignir fjölskyldna brenni upp" ? Og hvða eiga þau við að það sé vegna stjórnleysis? Hvað vilja þau gera til að stoppa fall á verði fasteigna? Þegar þau vita að Icesave deilan m.a. er að koma í veg fyrir að hér sé hafin endurreisn.

Finnst þessi samtök flest vera orðin klisja. Ef eitthvað er gert þá finna þau því allt til foráttu. Bendi á að hér sl. vor voru flestir á því að 20% lækkun höfuðstóls mynd vera allra meina bót. Nú er verið að bjóða allt að 30% lækkun höfuðstóls og það finnst þeim allt of lítið. Það er verið að bjóða óverðtryggð lán en þá eru vextirnir alveg ómögulegir. Það er verið að bjóða fólki að fara úr gengistryggðum lánum en það er ómögulegt vegna þess að þá hækka vextirnir. Það er eins og fólk sé búið að gleyma að við búum í landi með lítið hagkerfi sem er ávísun á að erum og verðum hávaxtasvæði alltaf. Og þegar vertryggingu sleppir þá koma vextirnir til með að endurspegla vísitölu og sveiflast ótt og títt.


mbl.is 200-300 á útifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fjármagnseigendur ég verð víst að telja mig til þess hóps, enda hef ég verið að setja eitthvað smotterí inn á bók gegnum árin. En slíkt telst næstum vera föðurlandssvik í dag.

Finnur Bárðarson, 23.1.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Hvar eru þín úrræði úrtölumaður ? Kjörin sem bankarnir bjóða hækka endurgreiðsluhlutfall lána upp í 500% í sumum tilvikum.Því fá einstalkingar ekki sömu lánakjör og bankarnir? Hvar er réttlætið í því, svaraðu því ef þú getur.

Ég tek hattinn af fyrir fólki sem berst fyrir skoðunum sínum og mætir á útifundi til að reyna að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri.

Svo eru aðrir sem sitja heima og fljóta sofandi að feigðarósi og hafa ekkert nema útúrsnúninga sem rök, hafa enga eigin skoðun .

G

Árni Þór Björnsson, 23.1.2010 kl. 17:09

3 identicon

Siðblind og sjálfhverf klíka sjálfstæðismanna, nokkrir (ekki mjög klárir) framsóknarmenn og  fyrrverandi ráðherrar samfylkingar, sem geystust áfram og vildu  frelsa heiminn, bara rétt si sona hafa gert okkur svo illt.  Við treystum engum. Lái okkur hver sem vill.

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 17:23

4 identicon

Tek undir með þér Magnús. Þarna eru innan um og saman við fólk sem alls ekki vill að ábyrgðin hvíli á þeim sem hana eiga að bera. Sjálfstæðisflokkurinn er það fremstur í flokki og síðan stjórnendur bankanna og eigendur bankanna. Framsókn að sjálfsögðu og Samfylkingin að hluta. Nei þessir hafa fundið óvini í neytendasamtökum og stéttarfélögum og gott ef ekki lífeyrissjóðunum líka. Það gagnast bara þeim seku að dreifa athyglinni svona.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 17:46

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Nú er ég svo hjartanlega sammála þér. Þessi samtök (Hagsmunasamtök heimilanna eru að mínu mati íslenskuð útgáfa af hryðjuverkasamtökum) koma aldrei til með að vera sátt. Þau kvarta sama hvað gert er fyrir þau. Þetta er eins og óþægur krakki.

Það væri nú lítið ef að einstaklingar fengu sömu lánakjör og bankarnir. Afhverju erum við þá að hafa banka ef að inn- og útvextir eru þeir sömu?

Ólafur Guðmundsson, 23.1.2010 kl. 17:55

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er mitt álit að Hagsmunasamtök heimilanna hafi ekki gert rétt í því að  fara í samvinnu við hópinn Nýja Ísland.

Málflutningur þessara tveggja hópa hafa verið mjög ólíkir: HH hafa frá upphafi stundað vandaðann og vel rökstuddan málflutning og haldið á lofti leiðum sem raunverulega munu létta greiðslubyrgða heimilanna.

NÍ upplifi ég sem hóp reiðra einstaklinga sem nota stór orð um menn og málefni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 18:09

7 identicon

Skammastu þín , Ólafur Guðmundsson. Þú líkir "Hagsmunasamtökum heimilanna" við  hriðjuverkamenn. "Hagsmunasamtök heimilanna", er hópur einstaklinga, sem er að reyna að verja það það fólk, sem  hefur og mun á næstu dögum, flestir óverðskuldað, missa  heimili sín, vinnuna sína og jafnvel sjálfsvirðinguna. Sýndu smá hluttekningu, það er þé hollt, jafnvel þótt þú hafir það skítsæmilegt..

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 18:21

8 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Kolbrún Bára, já ég líki þá við hryðjuverkasamtök. Þeir nota kannski ekki sprengjur og þeirra markmið er ekki að drepa en „Hagsmuna“samtök Heimilanna eru að hvetja fólk til efnahagslegs sjálfsmorðs. Ég get ekki setið rólegur undir því að fólk sé kvatt til þess að fara í vanskil.

Að öðru leiti er ég algjörlega ósammála málflutningi þeirra í flestum atriðum. Ég get fyllilega sætt mig við það en ekki þegar samtök, sem fjölmiðlar vitna í, hvetja fólk í ógöngur.

Ólafur Guðmundsson, 23.1.2010 kl. 18:54

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Guðmundsson. Það þarf ekki hvatningu til. Það gerist án þess. Sumir geta farið úr landi til að bjarga sér og eru nú þegar farnir. Þeir sem verst eru staddir geta ekki farið, einungis lifað á ölmusu frá þeim sem eru aflögufærir. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 20:24

10 Smámynd: Billi bilaði

Ólafur Guðmundsson, skammastu þín!

Billi bilaði, 24.1.2010 kl. 04:41

11 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ólafur G. ég þú ert nú greinilega frekar illa að þér í íslensku. Hryðjuverkasamtök er hugtak sem er notað yfir allt annað en samtök eins og Hagsmunasamtök Heimilanna. HH er hópur sjálfboðaliða sem berst fyrir hagsmunum allra heimila í landinu með friðsömum hætti og hefur ekkert notað annað í þeirri baráttu en að leggja fram SANNLEIKANN.

Þú getur kallað HH það sem þú gerðir, eða nauðgara, eða morðingja eða hvað sem þú vilt en það áttar sig hver maður á því að ekki er mikil greind í skrifum þínum og tök þín á íslensku máli eru lítil. Fáðu þér orðabók og flettu upp hugtakinu hryðjuverk.

Svo mælir hver sem hann hefur vit til.

Baldvin Björgvinsson, 24.1.2010 kl. 09:49

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hólmfríður. Ef við berum saman 20% lækkun í vor og 30% lækkun í dag, hversu miklu munar að þinni hyggju á þeim reikningsdæmum?

Ég spyr nú vegna þess að ég hef ekki reiknað dæmið en mér sýnist þú hafa gert það.

Bankarnir fengu við einkavæðinguna óskilyrt veiðileyfi á íbúðaeigendur með einhliða lánasamningum þar sem lántakandinn tók alla áhættu.

Til að hagnast enn meira þá buðu þeir gengistryggð lán í erlendir mynt og tóku svo stöðu gegn krónunni á 6 mán. fresti; felldu gengið.

Bankarnir buðu viðskiptavinum sínum í spil og tóku sjálfir alla slagina með spil sín að sjálfsögðu á hvolfi.

Árni Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 18:44

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afsakaðu Hólmfríður. Nóg er nú samt þó ég sé ekki að rífast í þér vegna bloggfærslu annara manna. Þarna átti ég auðvitað að ávarpa Magnús Helga og geri það hér með.

Árni Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband