Leita í fréttum mbl.is

Helvítis rugl alltaf í þessari þjóð!

Núj skv. umræðu í Brussel eru líkur á því að innan ESB sé hafin umræða um að hafna viðræðum um inngöngu okkar í ESB! Nú hefur bölvaður áróðurinn, rangfærslur, trúgirni og vitleysisgangu Íslendinga kannski komið í veg fyrir að þjóðinn fái að kanna hvað möguleika við myndum fá í samningum við ESB. Mikið andskotans get ég stundum verið þreyttur á íhaldsemi Íslendinga. Fólk skildi átta sig á að næsti möguleiki okkar að ræða við ESB verður ekki fyrr en eftir mörg ár eða áratugi. Eða kannski að við neyðumst til þess eftir einhver ár vegna krónunar. Og þá þurfum við sennilega að koma skríðandi og taka hverju sem er.

Nú höfðum við tök á því að semja um berstu hugsanlega samninga og greiða atkvæði um þá. En vitleysan hér ríður ekki við einteyming. Fólk er ekki að sjá hversu gagnlegt okkur það er að taka þátt í samstarfi við um 80% af öllu Evrópuríkjum á jafnréttis grundvelli en vill frekar vera hér ein í hafsauga og taka reglur og lög ESB hér upp án þess að hafa áhrif á þau. Enda Íslenska þjóðin vön að láta taka sig ósmurt í ras............! Og eins að spara aurinn og henda krónunum.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins ætti að hafna tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um að gengið verði til aðildarviðræðna við Ísland. Ísland er ekki tilbúið til slíkra viðræðna og Evrópusambandið á ekki að þurfa að taka skellinn þegar Íslendingar hafna aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta segir einn þekktasti álitsgjafi um Evrópusambandið á meginlandinu, Jean Quatremer, á bloggi sínu.  Hann hefur verið Evrópusérfræðingur franska blaðsins La Libération frá árinu 1990 og heldur þar að auki úti margverðlaunaðri og áhrifamikilli vefsíðu, Coulisses de Bruxelles, þar sem hann fjallar um Evrópusambandið (ESB).  Hann er einn virtasti álitsgjafi um innri málefni Evrópusambandsins og er blogg hans lesið í höfuðstöðvum ESB í Brussel og í Evrópudeildum utanríkisráðuneyta um allan heim.

www.eyjan.is


mbl.is Finna ESB flest til foráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar 2/3 hluti þjóðarinnar tjáir sig er það rugl en ef 1/3 hluti tjáir sig er eins og guð hafi talað.

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2010 kl. 16:09

2 identicon

Hversu gagnleg er aðild fyrir okkur? Eða á ég bara að lesa í eldri blogg og ekki að eyða tíma þínum í að svara svona hverjum og einum?

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 16:22

3 identicon

Magnús Helgi: Þú lætur eins og viðræður við ESB séu samningaviðræður um það hvað við fáum og fáum ekki. Evrópusambandið hefur sitt eigið regluverk og frá því verður ekki samið. Hugsanlega fáum við aðlögunarfrest að einhverju en annað er ekki inn í myndinni. Ekkert ríki hefur fengið undanþágu frá fiskveiðistefnunni eða fjórfrelsinu. Þau sirka 10 prósent laga ESB sem Ísland hefur tekið upp eru öll án undantekninga og við höfum ekki getað samið okkur frá þeim. Ætlum við virkilega að fara að taka upp hin 90 prósentin og missa hér öll völd á okkar högum?

Vald á að vera dreift og miklu dreifðara en það er í dag. Aðilda að ESB væri því skref í ranga átt þar sem æðsta löggjafarvald, æðsta dómsvald og hluti framkvæmdarvalds flyst til Brussel. Ætlar nokkur maður að halda því fram að hagsmunum Íslands verði best gætt meðal embættismanna í Brussel?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 16:34

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Allar þjóðir sem gegnið hafa í ESB hafa fengið saminga um sérmálefnir sín. Aðildarsamningar eru síðan bornir undir allar þjóðir ESB og öðlast gildi eins og viðbótartilskipanir eða sem viðbót við grunnsáttmála ESB. Þannig fengu finnar sérákvæði varðandi Landbúnað á norðlægum slóðum og þvi þurfum við ekki að semja um það. Malta fékk sérákvæði varðandi veiðar í landhelgi sína innan ákveðin mörk. Og allar undanþágur og sérákvæði taka gildi á öllu ESB svæðinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.3.2010 kl. 17:05

5 identicon

Bæði tilvikin eru innan þeirra heimilda sem lög ESB leyfa. Malta fékk engan undanþágu heldur var sett sérregla frá 12 til 25 mílna um gerð báta sem meiga veiða á því svæði. Sú regla gildir um alla sem vilja veiða innan þess svæðis. Þá eru ekki veidd nema 800 tonn á ári á því svæði. Ætlar þú að halda því fram að Ísland sem veiðir nærri 2 milljón tonn af fisk fái slíka sérreglu?

Öllum aðildarríkjum er heimilt að veita aukinn styrk til landbúnaðar vegna sérstakra ástæðna, hvort sem það er uppskerubrestur, menningarleg sjónarmið eða annað. Heimskautalanbúnaður fellur því innan heimilda sem fyrir voru í lögum ESB.

Þá er verður aldrei samið frá fjórfrelsinu enda geta allir veitt á 12 til 25 mílum við Möltu uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Sama mun gilda um Ísland.

Samningaviðræður eru ekki raunverulega viðræður heldur aðlögunarferli ríkja sem vilja ganga í ESB. Ísland hefur ekkert að gera í ESB enda fáum við lítið sem ekkert út úr því að ganga í sambandið og missum gífurlega mikið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 17:26

6 identicon

Magnús: Hvorki Finnar né Maltverjar fengu sérsamninga um neitt.

Finnar fengu því framgengt að sérstaða landbúnaðar norðan 62. breiddargráðu var viðurkennd og því heimilt styrkja hann sérstaklega. Þetta er ekkert sérákvæði fyrir Finna heldur gildir það um Svía líka, sem og Norðmenn og Íslendinga gangi þessi lönd inn. M.ö.o er þetta breyting á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, ekki undanþága frá henni.

Maltverjar fengu því framgengt, á grundvelli umhverfissjónarmiða, að einungis smábátum er heimilt að veiða við eyjuna, sem þýðir það svo í raun að þeir sitja einir að þessum ca. 3500 tonna ársafla sínum. Þetta er innan ramma sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar enda fengu Maltverjar enga undanþágu frá henni. ESB hefur t.d samt sem áður endanlegt forræði um allt sem viðkemur sjávarútvegi á Möltu.

Ef Evrópusinnar vilja meina að það sé hægt að semja um mikilvæga hluti þá hljóta þeir að nefna dæmi um raunhæfa möguleika og svo metum við hvort að við gætum hugsað okkur að verða aðilar að sambandinu náist þau markmið fram.

Það sem liggur fyrir nú þegar, þættir sem bundnir eru í stofnsáttmála sambandsins, ,t.d að ESB myndi fara með endanlegt forræði sjávarútvegsmála á Íslandi eða að atkvæðavægi Íslands yrði mjög lítið (0,06% í ráðherraráðinu) er mörgum alveg nóg til þess að segja nei án þess að skoða málið frekar.

Núna þyrfti Samfylkingin að setja fram skýr og raunhæf samningsmarkmið og leita svo umboðs í þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að halda áfram með samningaferlið. Annars er þetta tóm vitleysa.

Það er einfaldlega dónaskapur að gera bjölluat.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 17:38

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Mikill er máttur þinn Magnús ef þú getur breytt ESB.  Ruglið er fyrst og fremst í ykkur 30% sem vilja gangast  ESB á hönd þetta bull ykkar um hvað er í boði.  Auðvitað er það ESB sem er í boði og ekkert annað.  Enda virðist þú lítið vita hvað þú ert að tala um þegar þú nefnir undanþágur til Finna og Maltverja uppfullur af rangfærslum frá samspillingunni.

Hreinn Sigurðsson, 9.3.2010 kl. 17:44

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Helvítis rugl alltaf í þessari þjóð!"

Þetta er eina þjóðin sem þér býðst Magnús minn. Talaðu því ekki svona illa um hana.  Það er þessi þjóð sem er þér í boði. Þessi þjóð sem byggði þann stökkpall sem þú stendur á núna.

Prófaðu þá einhverja aðra þjóð Magnús minn, til dæmis þær sem eru fátækari og liggja bráðnandi í svitaboði ESB. Það gera felstar þjóðir 27 landa ESB, svo eru öll þjóðarbrotin sem eiga um sárt að binda en fá ekkert sagt né að gert.  

Þetta er dæmigerður krata hroki. "Þjóðin passar mér ekki, skipta þarf því um þjóð."

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2010 kl. 18:15

9 identicon

Er þetta nú ekki alveg dæmigert fyrir umræðuna.

Þú Magnús greinilega enn í fýlukasti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar sem þjóðin hafnaði ICESAVE ruglinu með svo afgerandi hætti að nú ertu líka í fýlu yfir því að þessi meirihluti þjóðarinnar sem heldur vilja ekki að þjóð sín verði innlimuð í ESB Stórríkið séu bara tómir vitleysingar.

Alveg er það svo dæmigert að enginn hér í athugasemdunum á þinni eigin bloggsíðu tekur undir stóryrði þín og hástemmdar fullyrðingar um dásemdir ESB. Þvert á móti skrifar hér fullt af fólki mjög kurteislega úr öllum áttum og andmælir skrifum þínum með góðum og ígrunduðum rökum og staðreyndum.

Enginn ekki einn einasti tekur undir skrif þín um ESB rétttrúnaðinn. 

Ekkert á öllum lýðveldistímanum hefur eins sundrað og splundrað þessari þjóð en þessi ESB þráhyggja Samfylkingarinnar sem 2/3 þjóðarinnar eru algerlega á móti og það af mörgum og mismunandi ástæðum en allar byggðar á mjög sterkum efnahagslegum og tilfinningalegum rökum gegn þessu miðstýrða apparati.

Þess vegna er rétt að draga þessa ESB umsókn til baka sem allra fyrst, því fyrr því betra og því fyrr verður hægt að sameina þessa þjóð í að vinna sig útúr kreppunni.

Það verður aldrei gert með þessa ESB umsókn hangandi yfir þjóðinni sem er í algerri andstöðu við u.þ.b. 2/3 hluta þjóðarinnar. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 18:46

10 identicon

Vilhjálmur Andri - 10% laga. Forvitnilegt að vita hvaðan þú hefur þá tölu. Er það þá miðað við alla löggjöf frá því Kristnirétti Árna biskips Þorlákssonar frá 1275 eða miðaru þá við löggjöf frá þeim tíma sem EES-samningurinn (Óportó-samningurinn) tók gildi? Fólk þarf að passa sig á að henda fram ómarktækri tölfræði. Þá þarf líka að muna að Alþingi leggst ekki af þótt gengið verði í ESB. Þar geta lélegu pólitíkusarnir okkar haldið áfram að rífast.

Hans Haraldsson -Þú virðist eitthvað vera að rugla saman stofnunum innan ESB. Aðgát skal höfð við fullyrðingar af því tagi sem þú heldur fram, t.d. um að íslendingar myndu hafa 0.06 % atkvæðavægi innan ráðherraráðsins, sem er rangt. Ráðherraráðið er með einum ráðherra frá hverju ríki.

Fleygt hefur verið fram fullyrðingum um 0.06% atkvæðavægi Íslendinga á evrópuþinginu hins vegar. Á þinginu starfa stjórnmálaflokkar, líkt og hér á Íslandi. Flokkadrættir á þinginu eru eftir pólitískum stefnum og hugsjónum - ekki eftir þjóðerni! Þetta er svona eins og kjördæmin á Íslandi fá mismarga þingmenn - en fólk kýs ákveðinn flokk.

Svo þarf fólk að hætta að tengja ESB umræðuna endilega við Samfylkinguna. Það er stuðningur við ESB í hinum flokkunum líka - sem betur fer.

Frk. AN (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:13

11 identicon

Frk. AN: Hér er reiknivél á vefsíðu þýska utanríkisráðuneytisins til að reikna úrslit í atkvæðagreiðslum í ráðherraráðinu. Þótt ráðherrarnir séu einn frá hverju landi hafa þeir ekki sama atkvæðavægi.

Á þinginu, sem er mun valdaminna en ráðherraráðið, hefðu Íslendingar hinsvegar eitthvað í líkingu við 6 fulltrúa. Fulltrúar eru núna 736.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:46

12 identicon

Frk. An: Það er lítið um stuðning Íslendinga við inngöngu í ESB ríkið annar staðar en í Samfylkingunni. Þú vilt fá rök fyrir þeirri tölfræði sem ég kom með. Gjörðu svo vel:

http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf

Legg til að þið sem viljið framselja allt löggjafarvald til ESB farið að sjálf að koma með einhver rök.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:09

13 identicon

Sælir,

 Hans: Biðst velvirðingar á ásökunum um að þú værir að rugla saman stofnunum. Við þetta má bæta að með lisabon sáttmálanum var samþykkt að frá með með 1.nóvember 2014 verður fyrirkomulaginu við kosningar í ráðherraráðinu breytt. Þannig mun þurfa 55% aðildarríkja með 65% af samanlögðum fólksfjölda sambandsins til að samþykkja tillögu svo hún komist til framkvæmda.

Vilhjálmur: Þakka þér fyrir þessa einkar áhugaverðu samantekt. Frá 1992-2006 eru um 17,2% sem eiga beinan uppruna í aðild að EES samningnum og hlutfallið verður 21,6% þegar litið er til óbeinna áhrifa. Það væri áhugavert að kanna hvort fleiri lög eigi rætur að rekja til ESB, þar sem við höfum oft leitað fyrirmynda hjá norðurlöndunum og það eru nú einhver þeirra sem eru í ESB.

  •  "Ætlum við virkilega að fara að taka upp hin 90 prósentin og missa hér öll völd á okkar högum"

Ef þú heldur samt að Alþingi leggist af við inngöngu og við munum ekkert hafa að segja með löggjöf hér á landi þá virðist þú ekki alveg hafa skilning á því löggjafarvald ESB virkar. Það er nefnilega oftar en ekki lágmarksreglur sem ESB setur og það er síðan löggjafarþinga að útfæra þau nánar. Síðan geta löggjafaþingin sett löggjöf en líta verður til þess hvort skv. sáttmálunum sé exclusive competence, shared competence eða supporting competence hjá ESB í málunum.Engin hætta því á að við missum allt vald úr okkar högum. Þetta snýst því ekkert alveg um framsal löggjafarvalds, enda er mestur hluti þess löggjafarvalds sem framseldur er við inngöngu í ESB innifalinn í EES samningum.

og Vilhjálmur - auðvitað er stuðningur í öðrum flokkur. Samfylkingin er bara eini flokkurinn sem virðist algjörlega sammála varðandi inngöngu. Ljóst er að hluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, já og jafnvel nokkurra VG manna er fylgjandi aðild.

Frk. AN (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:38

14 identicon

Samfylkingin er sá flokkur sem mest skoðannakúgun ríkir í þessu máli. Þó fullyrði ég að fáa stuðingsmenn ESB sé að finna í öðrum flokkum. Það eru alltaf til undantekningar sem sanna regluna.

Eins og þú sérð á þessum skýrslum þá getur löggjöf esb sem við höfum tekið upp ekki verið meira en 10 prósent. Löggjafarvald fer allt úr landi, ég skal pósta sér póst úr greinum Lisabonsáttmálans hérna fyrir þig. Lög esb eru langt í frá bara rammlöggjöf, það er eftirá skýring þín þegar ljóst er hversu lítið Ísland hefur tekið upp. Sú fullyrðing að þetta sé mest megnis rammalöggjöf stendur ekki í ljósi þess að stærsti hluti laga esb eru reglugerðir sem hafa beina réttarverkan og aðildarríkjum er hreinlega meinað að veita einhverja þinglega meðferð. Allt til að tryggja samþættingu regluverks og réttaröryggis. Hvernig geta aðildarríki útfært slíkt lög? Ég er ekki að segja að rammalög séu ekki til innan ESB en þau eru langt um færri en þú vilt meina.

Ég legg til að fólk kynni sér Lisabonsáttmálan og spyrji sig eftir þann lestur hvaða vald situr eftir hjá aðildarríkjunum. Ég skal pósta hérna nokkrum greinum úr sáttmálanaum fólki til fróðleiks.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:58

15 identicon

1. When the Treaties confer on the Union exclusive competence

in a specific area, only the Union may legislate

and adopt legally binding acts, the Member States

being able to do so themselves only if so empowered

by the Union or for the implementation of

Union acts.

2. When the Treaties confer on the Union a competence

shared with the Member States in a specific area,

the Union and the Member States may legislate and

adopt legally binding acts in that area. The Member

States shall exercise their competence to the extent

that the Union has not exercised its competence. The

Member States shall again exercise their competence

to the extent that the Union has decided to cease

exercising its competence.

3. The Member States shall coordinate their economic

and employment policies within arrangements as

determined by the Treaties, which the Union shall

have competence to provide.

4. The Union shall have competence, in accordance with

the provisions of the Treaty on European Union, to

define and implement a common foreign and security

policy, including the progressive framing of a

common defence policy.

5. In certain areas and under the conditions laid down

in the Treaties, the Union shall have competence to

carry out actions to support, coordinate or supplement

the actions of the Member States, without thereby

superseding their competence in these areas.

Legally binding acts of the Union adopted on the

basis of the provisions of the Treaties relating to

these areas shall not entail harmonisation of Member

States' laws or regulations.

6. The scope of and arrangements for exercising the

Union's competences shall be determined by the provisions

of the Treaties relating to each area.

Article 3

1. The Union shall have exclusive competence in the

following areas:

(a) customs Union;

(b) the establishing of the competition rules necessary

for the functioning of the internal market;

(c) monetary policy for the Member States whose

currency is the euro;

(d) the conservation of marine biological resources

under the common fisheries policy;

(e) common commercial policy.

2. The Union shall also have exclusive competence for

the conclusion of an international agreement when

its conclusion is provided for in a legislative act of

the Union or is necessary to enable the Union to exercise

its internal competence, or insofar as its conclusion

may affect common rules or alter their scope.

Article 4

1. The Union shall share competence with the Member

States where the Treaties confer on it a competence

which does not relate to the areas referred to

in Articles 3 and 6.

2. Shared competence between the Union and the Member

States applies in the following principal areas:

(a) internal market;

(b) social policy, for the aspects defined in this Treaty;

(c) economic, social and territorial cohesion;

(d) agriculture and fisheries, excluding the conservation

of marine biological resources;

(e) environment;

(f) consumer protection;

(g) transport;

(h) trans-European networks;

(i) energy;

(j) area of freedom, security and justice;

(k) common safety concerns in public health matters,

for the aspects defined in this Treaty.

3. In the areas of research, technological development

and space, the Union shall have competence to carry

out activities, in particular to define and implement

programmes; however, the exercise of that competence

shall not result in Member States being prevented

from exercising theirs.

4. In the areas of development cooperation and humanitarian

aid, the Union shall have competence to

carry out activities and conduct a common policy;

however, the exercise of that competence shall not

result in Member States being prevented from exercising

theirs.

Article 5

1. The Member States shall coordinate their economic

policies within the Union. To this end, the Council

shall adopt measures, in particular broad guidelines

for these policies. Specific provisions shall apply to

those Member States whose currency is the euro.

2. The Union shall take measures to ensure coordination

of the employment policies of the Member States,

in particular by defining guidelines for these policies.

3. The Union may take initiatives to ensure coordination

of Member States' social policies.

Article 6

The Union shall have competence to carry out actions

to support, coordinate or supplement the actions of the

Member States. The areas of such action shall, at European

level, be:

(a) protection and improvement of human health;

(b) industry;

(c) culture;

(d) tourism;

(e) education, youth, sport and vocational training;

(f) civil protection;

(g) administrative cooperation.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:58

16 identicon

Þá er undirkafli sem fjallar um skiptingu á olíu frá Hollenskum eyjum til landa ESB. Hann er hins vegar margar blaðsíður og mun ég því ekki pósta honum. Legg þó til að fólk lesi þennan sáttmála.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 21:00

17 Smámynd: Fannar frá Rifi

það hefur alltaf verið mesta ógn við mögulega ESB aðild Íslands, fyrir ESB sinna hér á landi að flett yrði upp í því sem stendur í lögum ESB. að menn myndu benda á það sem virkilega stendur í þeim lögum í stað þess að taka háfleyg loforð manna eins Magga trúanleg.

þegar ESB sinnar kalla á aukna umræðu og málefnaleg rök um ESB þá eru þeir oftast að meina: "við viljum helst ekki tala um sannleikann þannig að við ætlum að hunsa ykkur". 

Fannar frá Rifi, 9.3.2010 kl. 22:14

18 identicon

Alls ekki Fannar frá Rifi, ég held að ef fólk myndi kynna sér stofnanir og uppbyggingu ESB, sem og löggjöfina og hvernig sambandi í raun starfar á myndi fólk átta sig á því að þetta er mjög góður samstarfsvettvangur þjóða og einkar hagkvæmt fyrir neytendur - sem við erum nú flest.

 Mæli eindregið með því að fólk skoði sér Lisabon sáttmálann og hina sáttmálana líka t.d. Rómarsáttmálann, þeir hafa ekki verið kynntir nógu mikið hér á landi.

Frk. AN (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 01:23

19 identicon

Úps, Mér sýnist ESB sinnarnir vera með allt niður um sig hérna.

Það má deila um tölfræði fram og til baka en staðreynd málsins er einfaldlega sú að áhrif Íslands innan ESB yrðu hverfandi lítil. Lisbon-sátmálinn er aukins heldur valdheimild sambandsins til að taka sér þau völd sem það vill. Nýja sáttmála þarf ekki lengur að bera undir aðildarþjóðir og getur sambandið því enn frekar aukið á völd sín sem eru mikil fyrir.

Versti óvinur ESB sinna á Íslandi er regluverk ESB, Fannar hittir naglann á höfuðið.

Landið (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 02:54

20 identicon

Frk. An gerir þú þér grein fyrir því að Ísland hefur aðgang að fleirri fríverslunarsamningum utan ESB en innan þess?

Leiða ekki líkur að því að neytendur hagnist á frjálsari viðskiptum við sem flestar þjóðir? Neytendur eru því betur settir utan en innan ESB. Má þá minna þig á hversu góður samstarfsvettvangur ESB er fyrir Grikki í augnablikinu. Nú eða Spánverja, Portúgali, Íra, Ítali, Eystrasaltsríkin og mörg austur evrópuríki.

Ég ætla ekki að segja að ég sé sérfræingur í sáttmálum ESB en vel þekki ég þá. Lisbon-sáttmálinn færir ESB gífurlegt vald til að hafa afskipti af aðildarríkjum sbr. Grikkland í dag. Þú ættir að lesa þær greinar sem Vilhjálmur setti hér inn. Evrópuskattur, sambandið þarf að fjármagna sig án fjárlaga frá aðildarríkjum og það verður gert með sérstökum skatt. Sameiginleg varnarmál, Þjóðverjar kalla nú eftir Evrópuher. Sameiginlegur fáni, þjóðsöngur og utanríkisstefna. Góður samstarfsvettvangur þjóða eða gott sambandsríki öllu heldur.

Landið (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 03:04

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Magnús tæki sennilega undir þessi orð úr ljóði eftir Berthold Brecht:

Would it not be easier
In that case for the government
To dissolve the people
And elect another?
Magnús ætti vel heima innan Evrópusambandsins með þennan hugsunarhátt. Almenningur er vitlaus og valdið á að koma að ofan. Athyglisvert...

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.3.2010 kl. 08:38

22 identicon

Ég held að ekki sé tímabært fyrir okkur að sækja um aðild að ESB. Við þurfum tíma til að vinna úr okkar málum hér heima. Ekki viljum við koma inn í þetta samband á hnjánum. Hér að framan hafa  komið fram góð og gild rök fyrir því að segja nei við aðild að ESB - hef ekki séð slík rök fyrir jáinu frá Evrópusinnum. Bara upphrópanir um hvað allt verði gott fyrir Íslendinga ef við komumst í ESB.

Soffía (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:18

23 identicon

  • Má þá minna þig á hversu góður samstarfsvettvangur ESB er fyrir Grikki í augnablikinu. Nú eða Spánverja, Portúgali, Íra, Ítali, Eystrasaltsríkin og mörg austur evrópuríki.

Þetta er einhver svona viðtekinn miskilningur að allt sem bjátar í þessum löndum sé ESB að kenna. Það er líklega vegna þess að fólk áttar sig ekki á að þetta er samstarfsvettvangur, en ekki eitt ríki sem um er að ræða. Þetta væri eins og að kenna íslensku ríkisstjórninni um að Álftanes sé farið á hausinn - þótt vissar reglur séu sameiginlegar þá getur ein eining alveg skitið í buxurnar og farið á hausinn og komið á erfiðri starfsmannalöggjöf sem orsakar atvinnuleysi. Það er ekki ESB að kenna.Eða er það kannski Sameinuðu þjóðunum að kenna? eða NATO - einhverjum öðrum samstarfsvettvangi?

Með Grikkina - þeir komu sér sjálfir í þennan vanda og það er auðvitað bara að bjarga þeim núna að vera innan ESB og evruna. Ef fólk heldur í ALVÖRUNNI að krónan sé góð ætti kannski að benda Grikkjum á að segja sig úr myntsamstarfinu og taka bara upp krónuna, nú eða bara benda ESB á að gera það :)

Hér hagnast útflytjendur en neytendum blæðir vegna ónýts gjaldmiðils og öllum þeim hryllingi sem því fylgir.

En kíktu betur á Lisabon sáttmálann - enn mikilvægara kíktu á Rómarsátmálann - því þá getur áttað þig betur á raunverulegum valdheimildum ESB- frekar heldur en kjánalegum bloggupphrópunum.

Auðvitað er mikilvægt að komast inn í ESB - þá getum við t.d. farið fyrir Evrópudómstólinn þegar upp kemur vafi um gildi regluverksins - væri það ekki frábært?  Svo ég tali nú ekki um aðgang að almennilegum gjaldmiðli á efnahagssvæði sem við erum með raunveruleg tengsl við.

Varðandi áhrif innan ESB - er ekki betra að hafa einhver áhrif á regluverkið sem mun gilda frekar en engin - eins og í núverandi ástandi innan EES? Til að átta sig á áhrifinunum er nauðsynlegt að kynna sér starfsemi framkvæmdarstjórnarinnar og þingsins!

Varðandi neytendurna má geta þess að næst sem öll íslensk neytendalöggjöf - utan reyndar þjónustukaupalaga - er fengin frá ESB. ESB eyðir miklu púðri í neytendavernd, bæði með löggjöf svo og í gegn um samkeppniseftirlit. 

Frk. AN (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 11:31

24 identicon

"Hér hagnast útflytjendur en neytendum blæðir vegna ónýts gjaldmiðils og öllum þeim hryllingi sem því fylgir"

Husmodurhagfraedin kennir ad ekki se haegt ad eyda ad stadaldri meira en aflad er, og er tvi gott ad sja ad vidskiptajofnudur se jakvaedur. Hann var ordinn neikvaedur jafnvel i hinni fölsku hakronu og thetta eru timburmennirnir af tvi. Krona eda annad, kaupgetan byggir a sölunni i raun og veru. Thad gleymdist hins vegar i veislunni, enda heyrdist oft nefnt hvilikur baggi utflutningsgrein no.1 vaeri a thjodinni.....

Jon Logi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:41

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, margt ruglið hjá sumum innbyggjurum þessa lands - eins og sést nú víða hér uppeftir þræði.  Meina, eins og einhver ársfundur rugludalla !

ESB eru einfaldlega kúl og töff samtök sem Ísland mun verða fullgildur aðili að fyrr eða síðar - vonandi fyrr.

Þessir rugludallar ættu að berjast fyrir því að ísland drægi sig úr EES - en því þora þeir eigi.  Hugrekkið og staðfestan nú ekki meiri hjá þessum vesalingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2010 kl. 14:43

26 Smámynd: Reputo

 Ég ætla að leyfa mér að linka á blogg hjá Mána Atlasyni.

Skrollið aðeins niður og sjáið stærðarmuninn á stjórnarskrám Íslands, Evrópu og Ameríkuhrepps.

http://maniatlason.wordpress.com/2009/03/05/ver%C3%B0ur-a%C3%B0-passa-a-eitt-bla%C3%B0/

Reputo, 10.3.2010 kl. 17:21

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús: Sem ígildi Homer Simpson á Íslandi, ættir þú að stofna samtök þín og þinna til að reyna að losna við þessa allt allt of sjálfráðu þjóð.  Auðveldara væri þó fyrir þig að flytja til Grikklands í sólina og ódýra bjórinn. Nei annars...hann er orðinn jafn dýr og her víst. Túrisminn er jú hruninn i þessum ferðamannaparadísum eftir að þeir gengu í sovétið.

Jæja...þú gætir altént reynt að stofna fríríki í Kolbeinsey.  Þá yrðir þú laus við okkur.  Það sem betra er...við yrðum laus við þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 18:26

28 identicon

Mér finnst að höfundur ætti að tala sem minnst um trúgirni fólks. Honum væri nær að líta í eigin barm í þeim efnum. Það er varla til bloggari sem ekki "trúaðri" í ESB ást en höfundur þessa blogs.

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:36

29 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Við meigum þakka fyrir það að vera ekki með evru í dag þá væri illa komið fyrir okkur.Ef Grikkland ,Spánn og aðrar þjóðir sem eiga í vanda innan ESB væru með sinn gjaldmiðil enn einsog við væri ekki svona slæmt ástandið hjá þeim,en þetta vill Magnús samfylkingarpenni ekki sjá eða hans líkir því það hentar ekki einu stefnu flokksins............

Marteinn Unnar Heiðarsson, 10.3.2010 kl. 19:44

30 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu Marteinn það voru vandræði á Spáni á meðan þeir voru með peseta og Grikklandi líka áður en þeir tóku upp evru. Spánn þjáist aðalega vegna húsnæðis bólu. Þar hefur verið byggt alveg gríðarlega og það standa hundruð þúsunda íbúða og húsa óseld. Þannig að byggingariðnaðurinn hrundi. Í Grikklandi hafa menn farið óvarlega í lántökum eins og við. En ég get ekki séð að þeir séu í meiri vandræðum en við. Og ESB eða Evru ríkin eru búin að lofa aðstoð við Grikkland. En eins og önnur aðstoð t.d. við okkur er hún skilyrt því að þeir taki til hjá sér. Atvinnuleysi hefur alltaf verið hátt á Spáni. En þar stóðu allir bankar af sér hrunið m.a. vegna þess að þeir eru með strangt eftirlit með þeim og m.a. var bönkum þar bannað að kaupa lánavafninga frá USA:

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2010 kl. 22:43

31 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Gunnarsson  það eru margir sem eru trúaðri á ESB en ég. Menn sem hafa kynnt sér þessi mál betur en ég. En ég er aftur á móti opinn fyrir því að við reynum að koma okkur að borðinu í samstarfi Evrópu þjóða sem jafningjar því ég tel að framtíð okkar sé tryggari í því samstarfi. Minni menn að við höfum verið nærri frá miðri síðustu öld í hálfgerðu ríkja sambandi við USA og lifðum það af. Við erum í EES en nótum þess ekki að geta fengið áhrif á mál sem okkur snerta . Við þurfum að finna okkur stað í alþjóðasamfélaginu þar sem við höfum eitthvað um alþjóðamál og stefnu að segja og það gerum við ekki ein hér út í ballarhafi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2010 kl. 22:47

32 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Magnús samfylkingarpenni ESB er ekki að hjálpa þessum löndum mikið nema þá að skipa þeim að skera niður og selja ríkiseigur og jafnvel landsvæði eyjar, sem ESB Brussel sukkarar munu svo væntanlega kaupa til að hagnast á sjálfir.Það sem mundi hjálpa þessum löndum mest í dag væri að vera ekki með evru heldur sinn eigin gjaldmiðil,það myndi laða að ferðamenn í dag sem eru að mestu leiti horfnir vegna evrunar og hversu dýrt er orðið í þessum löndum.Ef Grikkir ætlar að hlusta á Brussel kúgunarveldið sem hugsar fyrst og fremst um hina auðugu en almenningur má svelta og sjúkir deyja vegna niðurskurða skipana frá kúgurunum ,þá mun styttast í blóðugar uppreysnir í Grikklandi.......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.3.2010 kl. 07:08

33 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Marteinn ég er ekki samfylkingarpenni! Ég hef marg lýst þvi yfir að ég skrfa á eigin vegum.

En það þýðir nú lítið að vitna í einhverja þjóðverja og segja það skoðun ESB.

Hér er bútur úr frétt á www.mbl.is frá því á mánudag:

„Ég vil tala skýrt. Gerist þess þörf munu stjórnvöld á evrusvæðinu standa við skuldbindingar sínar, á því leikur enginn vafi,“ sagði Sarkozy á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Papandreou í París í dag og bætti við: „Ef Grikkir þurfa á okkur að halda þá verðum við til staðar.“

Að sögn Frakklandsforseta eru stjórnvöld í evrulöndunum sextán að vinna að tilteknum viðbragðsáætlunum sem ætlað er að bregðast við kreppunni í Grikklandi en forðaðist að fara út í smáatriði.

Sarkozy lagði engu að síður á það áherslu að Grikkland þyrfti á núverandi tímapunkti ekki á fjárhagsaðstoð að halda og gaf með þeim orðum sínum í skyn að fjárhagslegur björgunarpakki væri ekki í spilunum.

En eins og hjá okkur þá er engin þjóð eða hópur þeirra tilbúin að koma til aðstoðar ef við erum ekki að gera neitt sjálf.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.3.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband