Leita í fréttum mbl.is

Samkeppnisfæran sjávarútveg?

Væri gaman að menn skýrðu þessar klisjur sem menn slett hér um þetta mál. Hvað á hann t.d. við með sagskeppnishæfan? Samkeppnishæfan við hvern? Og hvar annarstaðar í heiminum hefur mönnum verið af hent allur fiskur í sjónum án þess að menn greiði nokkuð fyrir það? Og hvar í heiminum hafa menn heimildir til að veðsetja óveiddan fisk úr sjónum sem menn eiga ekki formlega? Og hvar í heiminum þurfa menn að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að fá að sækja sjó? Hvað eiga menn við að þeir geti ekki leigt sér veiðikvóta á hóflegu verði?
mbl.is Þurfum samkeppnisfæran sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er kvótakerfið eitt mál og veiðistjórnunin annað. Maður gerir sér ljóst að það þarf að skilja þarna í milli í umræðunni - tek þetta fram til að forðast að vera misskilinn. Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, sem er helsti ráðgjafi Færeyinga í fiskveiðistjórnunarmálum telur, að Hafró og reyndar margar erlendar og alþjóðlegar stofnanir séu á hreinum villigötum í veiðistjórnun. Hann og margir skipstjórar, sem og t.d. Kristinn Pétursson á Bakkafirði hafa t.d. bent á hvað hafi gerst í Barentshafi, en þar hafa verið farnar leiðir, sem eru nokkuð í svipuðum takti og kenningar Jóns ganga út á. Þetta þarf auðvitað að fjalla um, en því miður fer umræðan út í slag um kvótakerfið, sem flestir (nema náttúrulega útgerðarauðvaldið) eru sammála um að sé arfavitlaust og ranglátt kerfi. Nú hefur sitjandi ríkisstjórn heitið því að breyta fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda og maður gerir ráð fyrir að hún standi við þau loforð. En þótt því verði breytt, þá er eftir að fara ítarlega ofan í aðferðir við veiðistjórnun.

Satanistinn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:33

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sammála siðasta ræðumanni.

Bjarni Kjartansson, 10.3.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband