Leita í fréttum mbl.is

Það veltur allt á Icesave!

Ég veit ekki hvernig hægt er að berja þetta inn í hausinn á fólki. Þessi yfirlýsing er ein af mörgum sem ætti að sýna fólki fram á þetta.

Best að vitna hér aftur í í þessa frétt sem er tengd færslunni, ef að fólk hefur ekki skilið þetta:

Við stefnum að því  að hjálpa Íslandi að koma efnahagslífinu af stað aftur, svo Ísland geti byrjað upp á nýtt,“ er haft eftir Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur hjá dönsku Ritzau fréttastofunni eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.

Norðurlöndin eru tilbúin til þess að hjálpa Íslandi útúr fjármálakreppunni  en hins vegar er mikilvægt að komist verði að samkomulagi um endurgreiðslu til Breta og Hollendinga  vegna Icesave. Þetta segir danski viðskiptavefurinn Börsen meginniðurstöðu fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.

Þetta er eitthvað sem sagt hefur verið frá upphafi. Og þó að Sigmundur og Bjarni segi eitthvað annað þá sorry hafa þeir ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja enda er það ekki þeim í hag.

Það á að vera krafa fólks að Icesave verði frágengið og samþykkt af Alþingi fyrir lok næstu viku eða í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Og þegar því verði lokið verði farið í að halda áfram áætlun AGS og um leið að tilbunar verið þær frekari aðgerðir sem boðaðar hafa verið fyrir skuldug heimili. Þ.e. eftir 3 vikur. Stjórnarmeirihlutinn þarf að vera samstæður og vinna að því að keyra mál áfram. Sýna fólki að nú séu stjórnvöld og Alþingi komnir í gírinn. Bjóða stjórnaandstöðu með í verkinn en visa þeim frá sem ætla að tefja málin. 

„Það er ekki vafi um að samkomulag milli Íslands og Hollands mun greikka leiðina að lánum frá hinum Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum," sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar (www.visir.is )

Sorry ég er ekki að kaupa það að allar þjóðir í Evrópu séu að kúga okkur. Halda menn að þeirra lögfræðingar séu ekki búnir að fara yfir málið. Sér í lagi á Norðurlöndum og kanna hvort að við höfum skyldur til að borga af Icesave. Halda menn að allir lögfræðingar nema Íslenskir skilji ekki málið?


mbl.is Segist vilja hjálpa Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þú, Magnús Helgi, vilt beygja þig fyrir kúgunarvaldinu, kyngja kröfum þess! Geturðu ekki látið þér nægja að gera það fyrir og og þína fjölskyldu? Aðrir Íslendingar vilja ekki borga hina ólögvörðu kröfu. 59,4% aðspurðra telja, að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast þessa Icesave-reikninga einkafyrirtækisins Landsbankans! En vitaskuld vílið þið Samfylkingarmenn ekki fyrir ykkur að vinna hér bæði gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar, rétt eins og með ykkar andstjórnarskrárlegu Evrópubandalags-umsókn.

Jón Valur Jensson, 11.3.2010 kl. 23:17

2 identicon

Ég veit það ekki heldur Magnús Helgi, hvernig hægt er að berja þetta inn í hausinn á fólki. Íslendingar eiga bara bátt, fullir að þjóðrembu og þrjósku.

Láta silfurskeiða-guttana Bjarna Ben og Sigmund spila með sig.

Þessir tveir hortugu dekurstrákar kvíða ekki "haustsins". Eiga digra sjóði sem fjölskyldur þeirra voru búnar að svína útúr spilltu kerfi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:18

3 identicon

Þjóð sem gaf skít í útlendinga og ákvað að tryggja bara inneiginir Íslendinga, á ekki mikla samúð erlendis.

Hanna (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:42

4 identicon

Hanna þú sem ekki einu sinni býrð á Íslandi og þarft ekki að taka á þig lífskjaraskerðingu ættir að reyna setja þig í spor þeirra sem svíður það þurfa að borga einhverja fáranlega kröfu frá bretum og hollendingum

Magnús þú ert alltaf við sama heygarðshornið. Bend over and take it like a man. Má nokkuð bjóða þér vaselín

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 00:03

5 identicon

Vandamálið fyrir hrun er að menn treystu Sjálfstæðisflokknum og bönkunum og því fór sem fór. Vandamálið í dag er að við kusum Samfylkinguna og VG yfir okkur og því heldur áfram að fara illa.

Hvað er líkt með Icesave og Össuri Skarphéðinssyni? Óþolandi leiðindi sem virðast aldrei ætla að enda.

Jón Flón (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 00:16

6 identicon

Skiptir ekki máli hvar ég bý, þið svikuð erlenda innlánseigendur og það gleymist ekki þó ÓRG geri sig að fífli erlendis.

Hanna (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 00:45

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi mönnum á að lesta það sem Guðin Th skrifaði í Fréttablaðið. Ágætt yfirferð hjá honum.

Það kemur hann meðal annars inn á þessa bábilju sem menn eru með hér. Það er að við eigum ekki að bera ábyrgð á innistæðum í einkabönkum. En halló við gerðum það samt. Það var borgað í tryggingarsjóðinn okkar af Icesave en við viljum svo meina að Breski og Hollenski innistæðutryggingarsjóðurinn eigi að borga. En kíkjum á nokkrar tilvitnanir í það sem Guðni Th. Johannesson skrifar:

Fyrst:

....Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið" að utan væri komið „í vinnu" hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands", sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið."

Það er einmitt það! Fólk segir svo núna allt í einu að þessir peningar séu okkur óviðkomandi. En halló þessir peningar voru t.d. notaðir til að lána fólki og fyrirtækjum hér, sem og að þeir fóru í að endurfjármagna m.a húsnæðislán sem bankinn lánaði fólki.

Og svo þetta:

Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar," sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins.

Og svo er það rúsínan:

Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda".

Þetta er mergur málsins. Landsbankinn tók á móti innistæðum  í útibúum sínum. Þau voru staðsett um allt land sem og Bretlandi og Hollandi. Málflutningur manna er að það gildi eitthvað annað um peninga útlendinga sem þó flæddu eins og aðrar innistæður bankans. Menn halda því fram að okkur sé stætt á því að segja að við berum ekki ábyrgð á innistæðum í einkareknum bönkum en tryggjum samt allar innistæður þeirra nema þeirra sem lögðu inn í 2 útibúum sem við þó bárum jafn mikla ábyrgð á og þeim sem staðsett voru hér. Þau voru undir sömu reglum, eftirliti og tryggingum.

Og ef menn eru að meina þetta með að við eigum ekki að ábyrgjast innistæður í einkareknum bönkum verðum við þá ekki að fara að rukka alla Íslendinga sem áttu innistæður í Landsbankanum 6 október 2008?

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2010 kl. 00:53

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú verða sumir rosa hissa eins og vanalega og svo byrjar sama hringekjan og sona.  Samsæri SJS og svía etc.   Allur pakkinn. 

Merkilegast við þetta er, að það hefur alltaf legið fyrir að svona væri.

Ekki nóg með það, heldur er aðþjóðasamfélagið einróma varðandi efnið.  Það er ekki nokkur stjórn í víðri veröld sem fæst til að taka undir "borgum ekki" kenninguna.  Og reyndar ekki heldur um að uppi séu "ósanngjarnar kröfur" frá B&H.

Nei.  Öllum finnst þetta sanngjarnt og eðlilegur framgangsmáti.

Það er eins og íslendingar sumir eigi erfitt með að skilja diplópatískt málfar útlendinga - jafnvel frændþjóða sinna á n-löndum.

Og þetta er ekki bara varðandi lán í gegnum IMF og það - nei, það kemur ótalmargt annað þarna inní og í raun heildar útlit og ásjóna Íslenska Lýðveldisins.  Það er þegar búið að stórskaða landið með þessum fíflagangi.  Stórskaða.

Eða veit ekki, kannski spilar inní að sumir ísl.  eru svo fastir í ranghugmyndum.  Gæti verið.  Að þeir túlki einhvernveginn allt afturábak og á haus eins og sumir lesa direktíf 94/19.  Það er möguleiki.

Til að ofanlýst viðhorf alþjóðasamfélagsins breytist - þarf eitthvað mikið að koma til, að mínu áliti.  Eg er ekki alveg að sjá í augnablikinu hvað gæti valdið breytingu.  Greinilega hefur ekki verið nóg að indefens færu um evrópu með ýkju-sögur.  Og ekki "feita neiið" sem átti að valda "alheimsbyltingu"  Það virðist ekki duga.

Ennfremur er merkilegt að það hefur legið ljóst fyrir frá upphafi að Ísland ber lagalega og siðferðilega ábyrgð á skuldinn.  Að sjálfsögðu.  Eins borðleggjandi og nokkur hlutur getur verið.

Einnig erum við ekkert að tala um stóra upphæð á teikniborðinu.  Eins og norski hagfræðingurinn benti á í gær þá er verið að tala um smápening í stóra samhenginu.

Og í rauninni ættu ísl. að borga alla reikninga í erlendum útibúum uppí topp.  Í rauninni.

Fáránlegt mál.  Líklega rétt sem einhver sagði:  Stærsta smjörklípa sögunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2010 kl. 01:09

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hanna (kl. 0:45): "þið svikuð erlenda innlánseigendur ..."!!!

Bíddu nú við, er hún að tala um Sigurð og mig?! – eða alla Íslendinga?!!!

Þvílík ósvífni, hvernig svikum við erlenda "innlánseigendur" (fjárættuspilara reyndar)? Vorum við Sigurður eða þjóðin ábyrg fyrir einkarekstri einkabanka? Fjarri fer því.

Fr. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ríkisábyrgð á innistæður í bönkunum, þegar lagafrumvarp um innistæðutryggingar var til afgreiðslu Alþingis í árslok 1999. Tillaga hennar var felld. Það ER ENGIN ríkisábyrgð á innlánum í bönkunum, fröken Hanna.

Og lestu þetta: Tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.

Hvet svo alla til að ganga í Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave. Skv. skoðanakönnun, sem birt var 8. marz, telja 59,4% aðspurðra (eins og við í Þjóðarheiðri), að Íslendingum beri engin skylda til að borga þessa Icesave-reikninga.

Jón Valur Jensson, 12.3.2010 kl. 01:38

10 Smámynd: Björn Emilsson

Eg vil ennþá einu sinni benda á þá staðreynd að Bretar lýstu islendinga hryðjuverkamenn og settu banka íslenskra í Bretland á hausinn. Sagt er að þessir bankar eigi að standa fyrir þessari skuld okkar, sem svo er nefnd eftir sjö ´mögur´ár. Af hverju ekki að gera málið upp nú. Eftir þessu eiga Islendingar þessa banka, þe húseignirnar ennþá. Er einhver banka starfsemi rekin þar og þá í hvaða nafni? Ef mig misminnir ekki hef ég heyrt um tekjur islendinga af ´éinhverri starfsemi´ þarna. Málið er því allt hulið þoku. Enginn virðist vita hvað er hvað. Bretar hafa þegar borgað innistæðueigendum icesave reikninganna, svo og hollendingar. Af hverju, auðvitað vegna þess að þeim ber að gera það, þar sem starfsemin var rekin með þeirra samþykki og þá ábyrgð, ef nokkur hefur verið.

Hvernig væri nú að höndla málið eins og hvert annað gjaldþrotamál. Lofa okkur að sjá veðbókarvottorð eignanna, svo myndir og lysingar af þessari eign eða eignum LI í Bretlandi. Fyrsta verkið hefði átt að vera að lögsækja bretana fyrir allar þessar aðgerðir. Ennþá er tími til þess. Eftir hverju er verið að bíða? Það verður spennandi að fylgjast með því máli.

Mig hlakkar til að sjá allar þær athugasemdir gerðar við þessi skrif mín. Eg er ekki ókunnugur viskiptamálum af þessu tagi, Hef starfað við fasteignasðlu í Bandaríkjunum í mörg ár.

Björn Emilsson, 12.3.2010 kl. 03:43

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Björn þeir settu hryðjuverkalögin á Landsbankan eftir að við settum neyðarlöginn. Þetta voru harkaleg viðbrögð og það að blanda Íslenska ríkinu inn í var líka ömurlegt. En minni á að akkúrat það setti ekki bankana á hausinn. Þeir voru komnir á hausinn í raun löngu áður. Mörgum mánuðum í raun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2010 kl. 07:15

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frystingarlög.  Lög virkjuð til að frysta eignir vegna discriminatory action ísl. og þar er mismununarprinsippið augljólega bottom læn.  Hægt er að lesa um hér:

http://www.island.is/media/frettir/42.pdf

UK var í fulum rétti til að grípa til nefndrar frystingar (og nei eigi terror tengt, það er mýta)  og ísl. eru búnir að eyða miklum tíma og fé í hvort hægt sé að nota þetta varðandi dómsmál gegn UK.   

Niðurstaðan ein og ótvíræð:  Nei.  það er ekki hægt því UK var með allar laga og reglugerðir sín megin - en eigi íslendingar !

Viðbrögð lagasnillinga erlendis við fyrirspurnum og athugunum á hvort ísl. hafi etv. case þarna á eina lund.  Nokkurnveginn eftirfarandi:   Íslendingar, eruði að djóka eða ?  Er ekkí lagi með ykkur !  Etc.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband