Leita í fréttum mbl.is

Þetta er furðulegt þing!

Nú í aðdraganda Sveitarstjórnarkosninga og eftir þær hafa menn kallað eftir stjórnlagaþingi. Og sagt að það þé nauðsynlegt til að koma á trausti aftur í þjóðfélaginu og skapa sátt. En viti menn nú talar hver þingmaður í kapp við annan um að það liggi ekkert á að koma þessu í gang. Nei, nei nú á bara að gefa sér tíma og hugsa. Ég spyr hafa þessir aðilar ekkert hugsað neitt í vetur. Það vissu allir af þessum málum og þetta var í máefnasamningi meirihlutans. En nei nú segja sjálfstæðismenn:

Engin ástæða er til að fjalla um mál af þessum toga á síðustu dögum þingsins þegar fyrir liggur að meginverkefni Alþingis þessa dagana er að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar. Það er skoðun 1. minni hluta að ýta eigi öllum öðrum málum til hliðar og einhenda sér í það að koma með lausnir fyrir heimilin og fyrirtækin í þessu landi."

 

Minni hluti Sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd leggur til að kosin verði 9 manna nefnd fyrir lok yfirstandandi löggjafaþings og litað verði eftir ráðgjöf frá mönnum utan þings, án þess að Alþingi afsali sér valdi til að breyta stjórnarskránni.

Þegar nefndin hafi skilað tillögum sínum til Alþingi verði þær teknar til meðferðar á afmörkuðu tímabili þannig að ekkert annað mál verði á meðan tekið til umræðu en breytingar á stjórnarskrá. Með því þurfi þingið sjálft og allir þingmenn að móta sér skoðun á tillögum nefndarinnar.

Og Þráinn vill að menn leggist yfir þetta vel og vandlega og séu ekki að flýta sér.

Og líka vilja þeir að það sé Alþingi sem ákveði hverju á að breyta í Stjórnaskrá:

 

Sjálfstæðismenn í allsherjarnefnd telja að Alþingi eigi að setja stjórnarskrána á dagskrá með skýrum hætti og í þeirri vinnu komi fram afstaða alþingismanna til þeirra breytinga sem gera þurfi á stjórnarskrá.  Fjöldamörgum spurningum sé ósvarað í því frumvarpi sem ríkisstjórnin hafi lagt fram og „óhjákvæmilegt að komast að þeirri niðurstöðu að málið sé sett fram í miklu óðagoti og taugaveiklun." (www.mbl.is )

En var það ekki einmitt það sem allir hafa viljað sleppa við að Alþingi sé að koma að stjórnarskrábreytingum eða gerð nýrrar stjórnarskrár. En það gæti þýtt að inni stjórnarskrá kæmu ákvæði um eign á auðlindum og það mega vinir sjálfstæðismanna ekki sjá.


mbl.is „Kostar okkur ekkert að doka við og hugsa"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi, þú mannst eftir skjaldborginni um heimilin í landinu. Þessi sem átti að reisa á fyrstu dögum þessarar ríkisstjórnar. Þú ýtir á þessa slóða að hefjast handa,

Sigurður Þorsteinsson, 8.6.2010 kl. 20:28

2 identicon

Eruð þið að tala um S-gjaldborgina?

Hún var fyrir þa´sem hlusta á rugl og bull en sjá ekki að komminn er með "lygaramerki" á fingrum sér....

"Betur sjá augu en eyru" :)

Óskar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þið félagarnir hafði náttúrulega lausnir á hverjum fingri varðandi heimilinn. Kannski að lækka öll lán til heimila um 20% og hvar ætlið þið félagarnir að fá 120 milljarða til að forða þá íbúðalánasjóði frá gjaldþroti, eða lánsjóð námsmanna frá gjaldþroti en til það þyrfti að bæta honum upp 12 milljarða. Kannski að hækka skatta? Held að tekjuskattur sé um 150 milljarðar á ári. Og til að mæta þessu þyrfti þá að hækka tekjuskatt um 12% í tíu ár auk þess sem þarf til að loka fjárlagagatinu upp á 100 milljarða. Menn gleyma að því oft að um 60% allra ibúðalána eru  við Íbúðalánsjóð.

Það er búið að koma með lausnir sem lækka greiðslubirgði umtalsvert en þá fara allir að reikna greiðslubirgði í 40 ár. Menn vita að það hefur alltaf verið eins með verðtryggð lán að greiðslubirgði hækkar með verðbólgu en það gera launin líka. Óverðtryggð lán fylgja eðlilega vöxtum sem eru á landinu og þeir verða alltaf nokkuð háir miðað við aðra minnt því við erum smá myntkerfi og hávaxtasvæði því fylgjandi.

Menn tala nú eins og bankar séu þjónustu fyrirtæki sem stundi samfélagsþjónustu. En staðreyndin er að ef að banki ávaxtar ekki inneignir og skilar hagnaði þá er þeirri starfsemi sjálf hætt. Því engir eigendur vilja eiga fyrirtæki sem tapar á öllu því sem þeir lána.

Aðgerðir ríkisstjórnar hafa miðað að því að létta greiðslubirgði. Ef að fólk ætlar ekki að selja nú þá skiptir eignarhlutur þess í húsnæði engu máli ef það ræður við greiðslurnar.

Það eru alltaf að koma upp sögur um fólk sem vel getur greitt af sínum lánum en hefur ákveðð að sleppa því því þau vilja græða á aðgerðum ríkisstjórnar sem þeir búast við. Sbr.

Það er samt falskur tónn í þessar vælusinfóníu.  Ég heyrði að dögunum sögu af fjölskyldu sem hafði byggt sér flott einbýlishús upp við Vatnsenda og lifði bara nokkuð grand fram að hruni.  Eftri hrunið 2007 hætti þessi famelía að borga af húsinu sínu.  Já barasta hætti því.  Fjölskyldan býr bara nokkuð flott og hefur ekki minkað svið sig í eyðslunni enda er lífsnauðsynlegt í vissum kreðsum að börnin gangi um í 20.000 króna gallabuxum og svoleiðis.   Þessi famelía hefur s.s búið frítt í flotta húsinu síðan 2007.  Geri aðrir betur.

Og líka

Ég heyrði líka sögu af því að einn gaur sem hefur haft sig töluvert í frammi varðandi "stökkbreytingu" bílalánanna, hafi verið með hvorki fleiri en færri FJÖGUR bílalán í gangi þegar hrunið varð.  -FJÖGUR góðir lesendur. 

-Þið afsakið grimmd mína og óforskömmun.  Ég vil ekki sjá að svona vitleysingum sé hjálpað úr sjóðum okkar landsmanna. 

En ég er ekki búin með þetta óvinsæla blogg.  Ónei. Smáfugl, algerlega ótengdur fábjánavefnum AMX, hvíslaði því að mér að ung kona sem á hús, bíl, sumarbústað og svona þetta helsta svo að smáborgarinn sofi vel á næturna, situr í þeirri súpu að það var tekið 20 miljóna lán á kennitöluna hennar því að famelían var að braska með stofnbréf í einhverjum sparisjóðnum.  Nú á þessi kona alveg fyrir þessari skuld og ætti að reynast bara nokkuð auðvelt að greiða hana upp í topp, en nei ágætu lesendur.

Ekki króna hefur verið greidd því "að þetta mun vera afskrifað" segir konan glaðhlakkaraleg.

Fólk lætur eins og hér hafi aldrei verið erfitt áður. Hvað með þá sem keyptu sér húsnæði t.d. 1988 þá árið eftir fór verðbólga upp í 80% og viti menn flullt af fólki þurfti að selja eða missti íbúina sína næstu ár á eftir. Og 1970 þá var hér mikil kreppa. Og fólk flutti héðan í kippum m.a. til Norðurlanda og meira að segja Ástralíu.

En í öllum þessum kreppum áður þá bjargaði fólk sér að mestu sjalft. En nú er það bara ríkið sem á að bjarga öllu til að allt verði eins og 2007.

Síðan félagar ættu þið að tala við Sigurð Kára og co og spyrja hvað þeir eru að gera á þingi nú síðustu daga fyrir sumarleyfi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2010 kl. 22:14

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. tilvitnun hér að ofan er af Eimreiðinni

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband