Leita í fréttum mbl.is

Umhugsunarvert dæmi.

 

Í dag birtist á Pressunni bréf sem suðurnesjabúi sendir Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem bréfritari segir m.a.

Í dag neyddist ég með mikilli vanlíðan og ömurleika að taka þá ákvörðun að hætta að borga af húsnæðisláninu mínu. Ég hef ávallt staðið í skilum með mínar skuldbindingar og verið stoltur af, en núna er staðan þannig að valið er milli fjölskyldu eða banka,  og eins og venjulegum Íslendingi sæmir hefur fjölskyldan vinninginn.

Og síðar segir hann

Ég er ekki með erlent lán líkt og allt virðist snúast um, ég er ekki með nein risalán sem ég réð ekki við ! En SAMT þarf ég að kveljast og láta fjölskylduna þjást vegna peningaleysis.

Fyrri í vikunni hafði Pressan fjallað um hans mál þar sem m.a. kom fram

Greiðsluþjónusta      152.000 kr.
Daggæsla                   86.000 kr.
Ökutæki                     50.000 kr.
Sími                            15.000 kr.
Samtals:                     303.000 kr.
Laun                         397.000 kr.
Umönnunargreiðslur 25.000 kr. til tveggja ára aldurs
Samtals eftirstöðvar eftir greiðslu reikninga: 119.000 kr

Það sem mér finnst vanta í svona frásögn er:

  • Hafa þau reynt að nýta einhver úrræði bankana eins og greiðslujöfnun
  • Af hverju eru ekki tekið með í þessu dæmi
    • o Barnabætur sem væntnlega eru 3 til 400 þúsund að teknu tilliti til tekna
    • o Vaxtabætur sem væntanlega eru einnig 3 til 400 þúsund að teknu tilliti til tekna
  • Síðan veltir maður fyrir sér símakosnaði. Nú er ég með með frekar stóra internet tengingu, far og heimasíma. Og er að borga um 7 þúsund fyrir allt klabbið. Haf þau skoðað það.
  • Hvað er innifalið í liðnum Ökutæki. Eru þetta einn eða 2 eða fleiri bílar?

Finnst eins og fólk hafi eitthvað misskilið „Skjaldborgina" Held að enginn hafi getað reiknað með að allt yrði eins og það var 2007. Og margir hafa nú komist af með mun minna en 119 þúsund eftir að hafa borgað af íbúðinni, dagvistun, ökutækjum og síma. Minni á að margir eru á lágmarkslaunum sem eru rétt við 200 þúsund og þurfa kannski að borga um 100 þúsund í leigu.

Fólk getur ekki reiknað með að ríkisstjórnin bara reddi öllu þannig að allt verði eins og var. Ríkð er rekið með halla og getur þetta ekki með nokkru móti.

www.ruv.is stendur "Svo virðist sem meirihluti þeirra sem eru í fjárhagskröggum hafi ekki nýtt sér úrræði bankanna. ")


mbl.is 30-40% heimila þurfa aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halda menn eins og þú í alvöru að megnið af fólkinu sem er í þessari stöðu sé að leika sér að því að gera ekkert í málunum? Að þessir einstaklingar séu bara að betla pening til að lifa þessu æðislega 2007 lífi?

Mikið ofsalega er ég orðin þreytt á því að lesa svona pistla frá fólki sem skilur augljóslega ekki hvað er að gerast. 10% þjóðarinnar er atvinnulaus. Það hlýtur að koma niður á greiðslugetu fólks. Hluti fólks sem er atvinnulaust voru með einkarekin fyrirtæki sem að stóðu ekki undir því álagi sem fylgdi þegar gjaldeyrishöftin skullu á og meir að segja fyrirtæki sem að voru búin að vera í rekstri í áratugi stóðu ekki undir þessu. Á sama tíma hefur nánast allt hækkað í verði á þessu landi. Fólk er að reyna að láta enda ná saman, en fyrir sumar þá er það ekki að takast.

lind (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 19:04

2 identicon

119.000 í afgang? Eru matarinnkaup fyrir heila fjölskyldu afgangur? Hvað kostar að brauðfæða heila fjölskyldu í mánuð? Hjá mér hafa matarinnkaup snarhækkað - ég hef lesið að um 30% hækkun sé að ræða frá 2008. Sumir borga reikningana og fara síðan til mæðrastyrksnefndar - aðrir hætta að borga af íbúðinni og brauðfæða sitt fólk í staðinn.

Sá sem skrifar þetta bréf hlýtur að hafa kannað ódýrar leiðir í rekstrarkostnaði. Verður maður ekki að gera ráð fyrir því. Hvað veit maður um bifreiðakostnaðinn - það getur verið að hann aki til vinnu um langan veg. Bensín er nú ekki ódýrt, hvað þá viðhald og því dýrara sem bíllinn er eldri. Kannski er maðurinn með lán á bílnum.

Fyrst og síðast held ég samt að fólk sé ósátt við að ævisparnaðurinn í húseignum þess hvarf í hruninu og margir sitja í eign sem þeir eiga lítið sem ekkert í og aðrir skulda meira en þeir eiga. Horfandi upp á það er sárt að halda áfram að borga og sjá höfuðstólinn aldrei lækka.

Verðtryggingin er böl okkar.

Eva Sól (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:55

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á www.ruv.is  sagði í dag:
 Hún segir að samkvæmt könnun Credit Info hafi meirihluti þeirra sem eru í vandræðum ekki nýtt sér úrræði banka og fjármálastofnana
Ég persónulega keypti mér íbúð 1988. Lenti síðan í allt að 80% verðbólgu og þurfti að selja og að lokum var ég búinn að eyða öllu því sem ég átti í þetta og er enn að klára mínar skuldir. Ég er ekkert að gera lítið úr þessari stöðu hjá fólki en finnst að fólk verði líka að reyna að hjálpa sér sjálft. Semja við bankana um greiðslubirgði enn ekki að horfa endilega í eignarmyndun næstu árin.


Fólk verður að athuga að íbúðalánasjóður á 60% af íbúðalánum held ég. Og það er talið að almenn leiðrétting á öllum lánum þar um 20% mundi kosta ríkið 120 milljarða. Auk þess þurfum við að loka fjárlagagati upp á 100 milljarða eða meira. Hvaðan á þá að taka peninga í þetta. Kannski að hækka staðgreiðslu upp í 60%. Eða loka öllum skólum og sjúkrahúsum. Fólk verður að hugsa aðeins. Bankar eru ekki með nema um 40% af íbúðalánum.
Og svo leyfði ég mér að benda á að skv. Uppgefnum launum í þessu dæmi vantar þarna inn milli 600 og 800 þúsund í vaxtabætur og barnabætur sem gera nú um 60 þúsund í viðbót við handbært fé. Og eins að við þessar aðstæður þarf fólk að skera niður ég þurfti að gera það og ákvað það fljótlega eftir „Guð blessi Ísland“ ræðuna.


Og svo þegar talað er um 22 þúsund í vanskilum þá var ég bara að minna á að fólk var í vanskilum fyrir hrun. Minnir að 2002 þá voru um 18 þúsund á vanskilaskrá. 2007 voru tæplega 16 þúsund á vanskilaskrá. Og þa var jú mesta velmegun Íslands


En aðallega er ég að hvetja fólk til að nýta þau úrræði sem eru í boði. Ég kom mér út úr skuldum með því að nýta mér að semja við bankana eftir að ég missti mínar íbúðir fyrir 15 árum og keypti mér búseturétt hjá Búseta og hef búið þar síðan.  Á bara búseturétt og gamlan bíl en hef það fínt. Og get nú leyft mér meira en nokkru sinni áður á ævinni.  Fólk á ekki endilega að rýna endilega í eignarmyndun heldur frekar í greiðslubirgði. Fólk tekur ekki eignir með sér í kistuna


Vertrygging er eitthvað sem hefur verið við líði síðan 1980 . Hún verður til þar til að við tökum upp evru. Því óverðtryggðir vextir þurfa að endurspegla verðbólgu og verða því alltaf mjög háir.  Held að engin sé til í að borga 7 til 11% vexti til lengdar af 20 milljónum. Það yrðu þá mörg erfið ár því að afborganir gætu sveiflast um milljónir á ári.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Magnús. Ég tek undir með þér að þetta dæmi er eitthvað sem ekki er að ganga upp. Tel að heimili með tekur á þessu bili og getur ekki staðið í skilum, eigi eftir að fara yfir sín innri mál.

Í mínum huga eru afborgnair af húsnæði ígildi greiðslan fyrir afnotarétt. Sá sem kýs að "eiga" húsnæði verður líka að greiða ýmis rekstrargjöld. Það fólk sem leigir húsnæði er líka að greiða fyrir afnotarétt. en þarf ekki að greiða ýmis rekastrargjöld.

Verðtryggingin er okkar skattur fyrir það að vera með ónýtan gjaldmiðil. Greiðslubyrgðin er fyrir okkur öll það sem skiptir almestu máli

Það frumvarp sem nú er á lokametrunum á Alþingi mun væntanlega nýtast flestum sem eru í vanda.Það verur aldrei hægt að bjarga öllum skuldurum og það er gjaldþrotið kannski bara eina leiðin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.6.2010 kl. 01:00

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvernig er hægt að velta "eignamyndun"  fyrir sér þegar samfélagið sjálft er að tapa. Nú er það bara spurningin um að komast af þar til við fáum nýjan gjaldmiðil og hættum í þeim stórfelldu flúðasiglingum  sem staðið hafa yfir á fjármálakefinu á Íslandi undanfarna áratugi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.6.2010 kl. 01:06

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gott fólk,krónan er að gagna okkur vel eins og er.Hafa ekki bankarnir lagt inn í seðlabankann umtalsvert fé á vöxtum. Allir þeir peningar sem hefur verið eytt í vonlausa umsókn í ríkjasambandið,gagnast  þjóðinni betur í atvinnuuppbyggingu. Ríkisstjórninni þykir sæma að klina á þjóðina,gera hana ábyrga fyrir Icesave skuld einka fyrirtækja.  Hvað ég vildi sjá Davíð Oddsson komast  til valda,sá væri nú ekki lengi að rétta okkar hlut,enda gegnheill ættjarðarvinur.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2010 kl. 07:20

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helga reyndu að segja fólki þetta með að krónan sé að gagnast þeim núna sem eru að sligast undan verðtryggingu, vöxtum og gengisfalli krónunar. Það eru nú einmitt það sem heimilin eru að kvarta yfir. Og ef við hefðum verið með í stærra myntsamstarfi hefu skuldir fólks ekki rokið svona upp. Fólk hefði ekki verið að taka lán í annarri mynt til að fá lægri vexti og hér væru ekki fyrirtæki að fara á hausinn þar sem lán þeirra tvöfölduðust á einum degi nærri því. Og hér væru ekki gjaldeyrishöft í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2010 kl. 10:28

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo veist þú að krónarn er að virka vegna þess að í stað þess að lækka laun beitn þá virkar hrap krónunar sem launalækkunartæki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband