Leita í fréttum mbl.is

Ekki að ná þessu hjá Hreyfingunni!

Svona til að byrja með þegar þau leggja til almenna leiðréttingu! Og finnst að lífeyrissjóðir geti vel borgað þetta af því að þeir hafi grætt svona mikið á verðtryggingu. Halló! Lífeyrissjóðir töpuðu mörg hundruð milljörðum á hruninu. Öllum hlutabréfum sínum í bönkunum og fleiri fyrirtækjum.  Þá eru lífeyrissjóðir bundnir af lögum að ávaxta fé sitt með minnst 3,5% raun ávöxtun. Og síðast en en ekki síst er jú stefnan að innan einhverja áratuga verið lífeyrissjóðir svo öflugir að þeir eigi að geta séð sínum sjóðsfélögum fyrir lífeyri sem dugi til framfærslu. Þ.e. þegar að út úr kerfinu fara þeir sem eru það gamlir að þeir löguðu ekki í sjóði fyrri hluta starfsævinar.

Þá bendi ég þessu ágæta fólki að bæði ríkið og bankar sem og lífeyrissjóðir þurfa væntanlega að ná þessu eignartapi og útgjöldum til baka. Og það þýðir verri lánakjör, skerðingar á greiðslur til ellilífeyrisþega, fleiri fyrirtæki sem ekki verður bjargað.  Eins hefur talað um að ríkið sé bótaskylt við svona almenna lækkun lána. Nema að að menn nái samkomulagi. Og svo skuldaaðlögun.

Bendi á ágæta pistla um þetta mál eftir Arnar Geir Arinbjarnarson Sjá hér og hér .

Það væri hræðilegt að eyða öllum þessum peningum og síðan væru nær sami fjöldi í vandræðum áfram. Því að t.d. meðalskuld þeirra sem eru í greiðsluvandræðum er um 18 milljónir. 15,5% lækkun þýðir um 2,5 milljónir sem höfuðstóllinn lækkar sem þýðir um 12 þúsund krónur sem mánaðarleg  greiðsla lækkar.

Viðbót skv. frétt á eyjan.is þá er þetta jafnvel enn klikkaðara með almannna lækkun lána:

Af þeim 185 milljörðum króna sem áætlað er að flöt niðurfelling á skuldum vegna húsnæðislána myndi kosta færi meginhluti þeirra beint í vasa tekjuhærri einstaklinga og fjölskyldna sem hefðu tólf milljónir eða meira í árslaun.

Kemur þetta fram í útreikningum á slíkri niðurfellingu af hálfu starfshóps þess er yfir slíkt fór að áeggjan stjórnvalda og kynnti útreikninga sína í gær.

Þannig fengju fjölskyldur eða einstaklingar með 2,5 milljónir í árstekjur skuldir sínar lækkaðar um 1,5 milljón krónur meðan fólk með átta milljónir í árslaun fengju skuldaniðurfellingu að upphæð þremur milljónum króna svp dæmi sé tekið. Hátekjufólk, með yfir tólf milljónir, fengju 3,5 milljóna króna niðurfellingu.

Bæði er þetta mun lægri upphæð en menn hafa verið að tala um fyrir meðallaun og lægri sem og hópurinn með hæstu launinn fær mestar niðurfellingar.  Þannig fenig fólk með laun upp 2,5 milljonir um 1.5 milljón í lækkun. Sem gerir lækkun á greiðslubirgði upp á 8 þúsund á mánuði eða um 96 þúsund á ári.


mbl.is Telja almenna leiðréttingu skynsamlegustu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband