Leita í fréttum mbl.is

Og ekkert skrítið við það!

Það eru óvart öll ESB löndin 28 og EFTA löndin 3 sem hafa lýst sömu skoðun og ESA hefur haldið fram. Og ekkert skrýtið að ESB vilji hafa þarna aðild því að innistæðutryggingarkerfi ESB og EES er jú undir í þessu máli. Þjóðin og þessir hópar Indefence og Advice vildu fá þetta mál fyrir dóm. Framkvæmdarstjórn ESB ber að standa með þeim löndum sem eru í ESB sem og að tryggja að farið sé eftir þeim tilskipunum og lögum sem ESB setur og EES samningi sem við erum aðilar að.  Finnst Íslendingar láta stundum furðulega.

ESA er stofnun EFTA og EFTA erum við Norðmenn og Lichtenstein. Það ekki ESB sem stefndi okkur fyrir EFTA dómsstólinn. Það voru sem segt fulltrúar í ESA sem er stofnun EFTA sem stendur að þessu. Sé ekkert ofbeldi í þessu og í raun ekkert skrítið við þetta. Það er engin þjóð held ég í Evrópu sem hefur lýst stuðningi við okkar málstað. Kannski skilning en ekki stuðning.


mbl.is Styðja eindregið sjónarmið ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef til vill ekkert skrýtið við það, Magnús Helgi.

Segjum að svo sé, en finnst þér þá ekki samt svolítið skrýtið að okkar eigin ríkisstjórn sýni ekki sömu samstöðu með sínum eigin samtökum; íslensku þjóðinni?

Ekki tilheyrir hún þessu ESB apparati - enn þá...

Kolbrún Hilmars, 12.4.2012 kl. 20:00

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

" Framkvæmdarstjórn ESB ber að standa með þeim löndum sem eru í ESB sem og að tryggja að farið sé eftir þeim tilskipunum og lögum sem ESB setur og EES samningi sem við erum aðilar að."

Þetta er akkúrat það sem þeir ætla að gæta þ.e. að passa upp á að Ísland vinni þetta mál við ESA.  Þeir eru í enn einum björgunarpakkanum til bjargar efnahagi ESB. 

Þeir eru í leiðangri til þess að tryggja túlkun Íslands á regluverki ESB sé rétt.

Evrópuríki ESB mega ekki við því að fá dóm þess eðlis að þau beri ábyrgð á  öllu bankasullinu og þurfi að verja þá út í eitt. með ríkisábyrgðum.

Þannig að ef ESA dæmir Íslandi í óhag, þá er komin ríkisábyrgð á alla banka í ESB ríkjum.

Eggert Guðmundsson, 12.4.2012 kl. 20:54

3 identicon

Eggert skrifar :"Evrópuríki ESB mega ekki við því að fá dóm þess eðlis að þau beri ábyrgð á  öllu bankasullinu og þurfi að verja þá út í eitt. með ríkisábyrgðum."

Ég held að ESB hafi reyndar meiri áhyggjur af því hvað gerist ef engin ríkisábyrgð er dæmd. Afleiðingarnar yrðu hugsanlega miklu verri. Bankaáhlaup á hvern einasta banka í sambandinu þar sem fólk gæti ekki treyst því að fá innistæður greiddar við gjaldþrot. Jafnvel þó að það yrði áhlaup eingöngu á hluta bankanna hefði það hræðilegar afleiðingar vegna kerfisáhættu. Það að banki geti ekki greitt skuldir sínar öðrum banka gæti valdið gjaldþroti þess banka og svona mun keðjuverkunin halda áfram.

Þessi atburðarrás myndi svo líklega valda því að engir fjármunir fengjust fyrir atvinnulíf í löndunum með þeirri niðurstöðu að atvinnuleysi yrði bullandi. Efast um að nokkur seðlabanki eða alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi bolmagn til að bjarga þessu ef svona fer.

Ég er ekki að segja að svona muni gerast en það er ágætt að koma með hina hliðina og tala um hvað er mögulegt. Með hliðsjón af þessu skil ég fullkomlega hagsmuni ESB í málinu. Ef ég væri í framkvæmdarstjórninni myndi ég gera allt til að vernda þau sjónarmið sem ég varpaði fram að ofan.

 Svo snýst málið væntanlega um ríkisábyrgðina eina og sér en ekki skaðabæturnar. Þær þarf að sækja fyrir dómi hérna og það er ekki víst að Holland og Bretland sjái hag af því að stefna ríkinu hér. Það er aðallega ábyrgðin sem skiptir ESB máli en ekki skaðabæturnar. Ef málið fer hérna fyrir dóm og dæmdar væru bætur þá yrði í fyrsta lagi ekki hægt að fá bætur fyrir annað en það sem er ógreitt (sem verður vonandi ekkert) og  hugsanlega yrðu vextir af kröfunni ekki dæmdir frá tjónsatburðinum þar sem réttmæt óvissa ríkti um hvort okkur hafi borið að greiða kröfuna yfirhöfuð. Að auki yrðu bæturnar dæmdar í krónum. Held að hvorki Bretar né Hollendingar hafi minnsta áhuga á að fá krónur enda eru þær verðlausar fyrir þessar þjóðir.

Í framhaldinu þarf virkilega að skoða hvernig hægt er að halda bönkunum í skefjum héreftir til að tryggja að við þurfum ekki að greiða svona kröfur í framtíðinni. En það er svo sem ekkert auðvelt mál útaf þessu blessaða fjórfrelsi. Við þurfum allavega aðeins að endurhugsa málið með tilliti til alls þessa. 

Þetta er allavega mín skoðun á málinu.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 05:31

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sigurgeir. Það er akkurat meining mín í innslagi mínu. ESB hefur áhyggjur af því að Ísland vinni  þetta mál sem nú er hjá ESA. 

Ísland tók þá afstöðu um að ríkið bæri ekki ábyrgð á einkabönkum og því var engin ríkisábyrgð gefin til Breta og Hollendinga.

 Í ESB voru ríkin neydd  til þess að ganga í ábyrgðir til handa bankakerfinu, þvert gegn þeirra eigin lögskýringum í regluverki þeirra. 

Ef ESA dæmir Íslandi í hag, þá mun almenningur standa upp og mótmæla þeirri áþján sem á þau voru sett, vegna björgunarpakka ESB til handa bankakerfinu og fjármagnseigendum.

Eggert Guðmundsson, 13.4.2012 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband