Leita í fréttum mbl.is

Væri nú ágætt að einhver segði okkur satt!

Sko eins og ég skil þetta skv. fréttum telja fiskifræðingar að stofn makríls þoli um 550 tonna veiði.  Skotar, Írar og svo Norðmenn hafa veitt úr þessum stofnir og fleiri lönd um áraraðir. Nú fór markíl að ganga hingað í okkar landhelgi fyrir alvöru fyrir nokkurm árum.  En það sem ég næ ekki er að við skulum einhliða ákveða af því að samningar nást ekki, ákveða að veiða 150 þúsund tonn. Og Færeyingar ákváðu lika að veiða 150 þúsund tonn. Þá er skv. því sem ég best sé aðeins um 250 þúsund tonn eftir handa þeim sem veiddu þennan stofn áður. Það sem ég furða mig á er magnið sem við sem ábyrg fiskveiðiþjóð ákveðum að veiða til að þrýsta á samning. Er sem sagt stefnt að því að útrýma makríl með þessum veiðum okkar því að vegna þess sem við ákváðum að veiða langt umfram ráðleggingar. Og hvað græðum við á því.

Og hvernig væri nú að Bjarni Ben mundi muna eftir því að við eigum í þessari deilu við Norðmenn líka. Og þeir eru heldur ekki ánægðir með okkur líka. 

Svo ég mundi fagna því að einhver skýrði út fyrir okkur þessa herfræði. Er það t.d. markmið að veiða langt umfram það sem við ætlumst til að fá úr markílkvótanum svo að vð getum slegið eitthvað af við samninga? En hvað ef við völdum hruni í stofninum og það verður ekkert til skipana?

Kópavogi 20.apríl kl. 18:50


mbl.is Framganga ESB einkennist af yfirgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú gleymir tveimur breytum í þessu samhengi:

1. Enginn veit í raun hvað veitt hefur verið úr þessum stofni, sbr. dóm sem skosk útgerðar og fiskvinnufyrirtæki fengu á sig vegna landanir framhjá vigt.

2.Taktík Norðmanna var (sjá núna að hún gengur ekki) að bíða þangað til makríllinn fer aftur "heim til sín".

Með hvorum heldur þú?

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2012 kl. 19:39

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, það getur enginn sagt okkur satt því það veit enginn hvað er satt.

Við vitum að það er ekki hægt að mæla makrílstofninn með hefðbundnum leiðum, það eina sem við vitum er að hann er nú kominn í okkar lögsögu og étur hér allt kvikt.

Ef til vill getum við líka dregið þá ályktun í leiðinni að ESB strandríkin hafi í rauninni aldrei ofveitt neitt - því makríllinn hafi sjálfur étið allt undan þeim.

Ég er farin að hallast að því að ef makrílstofninn hrynur, verði það einungis blessun fyrir allar fiskveiðiþjóðir hér í Norður Atlantshafinu.

Kolbrún Hilmars, 20.4.2012 kl. 20:12

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vandamálið er að íslendingar vilja ekki semja, og eru síðan í afneitun með það heima hjá sér. Það er ekki Evrópusambandið sem er vandamálið. Þeir vilja vernda makrílin í þeim tilgangi til þess að viðhalda stofninum.

Jón Frímann Jónsson, 20.4.2012 kl. 20:46

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sammála Jóni Fr.

Ennfremur má benda á sérkennllegheit ef VG vill ganga svona fram gagnvart umhverfinu. Flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd.

þetta stríðsæsingatal Badda litla Bjútí náttúrulega barasta hlægilegt í besta falli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2012 kl. 21:14

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Með hvorum haldið þið Jón Frímann og Ómar Bjarki?

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2012 kl. 22:09

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Mér sýnist ESB og Norðmenn vera að ofveiða úr stofninum.

Jón Á Grétarsson, 20.4.2012 kl. 22:09

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Með hvorum haldið þið Jón Frímann og Ómar Bjarki?"

Svar: Makrílnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2012 kl. 22:51

8 identicon

Jóhanna verður nú ekki í vandræðum með þetta mál frekar en önnur mál, það er tómt mál að tala um að hún klári ekki þetta mál líka eins og önnur mál OG ÞÁ ER HÆGT AÐ SETJA ÞAÐ BEINT Á SJÓNLISTASAFNIÐ.

Aumingja Maggi að reyna að verja svona fígúru.

Davíð er bestur!!!!

Hafþór (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 22:57

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt hjá Jóni Frímanni; það er ekki Evrópusambandið sem er vandamálið.

Makríllinn er vandamálið.

Kolbrún Hilmars, 20.4.2012 kl. 23:35

10 identicon

Sæll Magnús Helgi; sem og aðrir ágætir gestir, þínir !

Magnús Helgi !

Fyrir alla muni; farðu nú ekki að taka ''mælingar''  Fiskifræðinga - né annarra fræðinga, sem einhvern ALLSHERJAR GUÐA SANNLEIKA, Magnús minn.

Leyndardómar Hafdjúpanna; munu lengst af, torráðnir vera - og liðið geta aldir enn, áður en marktæk verði, fræðinga vitneskjan, svo einhver ju nemi, til hlítar.

Tæki Ansjósan; suður við Perústrendur, upp á því, að ganga á Græn lands mið (um Panama skuð - eða aðrar slóðir), ættu þá Grænlendingar að halda að sér höndum, og forðast veiðar, á henni, til dæmis ?

Engin ástæða; fyrir Færeyinga né Íslendinga, að halda aftur af Makríl veiðunum, eins þurftarfrekur, sem þessi skratti er til bráðarinnar, í Landhelgi okkar - sem Færeyinga, gott fólk.

Skriffinna jálkar; suður í Evrópu - eða annarrs staðar, eiga enfaldlega að halda sig til hlés, á meðan veiðiskapur dugnaðar þjóða, hefir sinn gang, einfaldlega.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband