Leita í fréttum mbl.is

Þeir geta ekki látið eins og þeir hafi ekki vitað að staða ríkissjóðs var viðkvæm!

Nú þegar að Bjarni litli og Simmi fluttu okkur „ömurlega stöðu ríkisins" í Þjóðmenningarhúsinu áðan fannst mér þeir gleyma einni lausn. Af hverju ekki bara að stofna sjóð kalla hann kannski leiðréttingarsjóð. Setja í hann kannski 300 milljarða eða 350 jafnvel. Nota svo megnið af honum til að lækka skuldir heimilana. Nota svo restina til að lækka fjárlagahallann og afgangin til að bjarga vanda íbúðalánasjóðs.  Láta svo sjóðinn brenna upp í verðbólgubálinu sem kveiknar væntanlega í kjölfar allra fjárfestinganna sem eru á leiðinni hjá þeim. Nú eða láta vaxtamun boga það næstu 50 árin. Nú eða hafa afborgunina kúlu sem barnabörn okkar borga þegar við erum á elliheimilinu.  Eða láta kröfuhafa borga þetta.
Svo væri ágætt að menn skoðuðu umræðunna fyrir kosnignar þar sem bæði Vg og Samfylkingin sögðu að staðan væri viðkvæm og ekki mikið svigrúm.  Hætta svo að kenna örðum að þeir koma ekki til með að geta gert allt fyrir alla.
Og svo væri rétt að minna þá á að þeir ætla strax skv. loforði að afnema allar skerðingar, þeir ætla að bæta og auka þjónustu í heilbrigðis og velferðarkerfinu, menntakerfinu. Lækka skatta á alla og afnema gjöld af fyrirtækjum.   Þeir sögðu að allar tillögur þeirra væru útfærðar og byggðar á mikilli vinnu og athugunum.

Í því sambandi er furðulegt að .þeir  segi núna:

Hvorki Sigmundur né Bjarni vildu gefa út í hverju sá niðurskurður sem nauðsynlegur verði til að ná endum saman í rekstri ríkissjóðs sé, en lögðu áherslu á að aukinn hagvöxtur væri leiðin út úr þeim vanda sem er til staðar, en ekki eingöngu niðurskurður.

Væri t.d. ágætt að minna á ummæli þeirra um að gera vel við heilbrigðisstarfsfólk. 

Held að þeir séu nú að undirbúa fólk í að takasta á við lækkun tekna ríkisins vegna afnáms veiðigjalda, auðlegðarskatta, ýmisa fjármagnstekjuskatta og fleira. Og um leið og almenningur verðu að sætta sig við engar lækkanir og minni lækkanir lána.  Held að þetta sé stór leiksýning sem á að selja fólki nú næstu misseri sem endar í að úrvalsfólkið fær bankana og fyrirtækins sem þeir eiga á hrakvirði. 


mbl.is Staða ríkissjóðs verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þeir eru að undirbúa stærstu kosningasvik sögunnar og mestu fjármagnsflutninga sögunnar frá lágtekjufólki og millistéttum til auðstéttanna. Þetta getur ekki endað öðruvísin en að þjóðin mæti niðrá Austurvöll og hendi þessum glæpamönnum útúr alþingishúsinu. Sé reyndar að einhverjir hægri bloggarar eru þegar farnir að grátbiðja þjóðina að gera það ekki...

Óskar, 12.6.2013 kl. 20:11

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

styttist í að geta sagt "I told you so"

Rafn Guðmundsson, 12.6.2013 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband