Leita í fréttum mbl.is

Er dálítið hugsi yfir þeim sem skrifa athugsemdir við blogg svona almennt hér á blog.is

Nú hef ég bloggað í nokkuð langan tíma. Það er skýrt tekið fram á forsíðunni hér hjá mér að þetta eru mín skrif og mínar skoðanir.  En hér þurfa alltaf reglulega að birtast í athugasemdum menn sem eru svo miklir besservissar að þeir telja sig þess umkomna að lýsa því yfir að ég sé með afbirgðum heimskur, haldi fram algjöru bulli og ætti bara helst að skjóta mig.  Það sem mér finnst hlægilegt er að þessir sömu menn hafa nú sumir endurtekið þessi skrif sín reglulega um áraraðir. Sem er náttúrulega merki um þeirra eigin greind. Ef þeir hafa ekki vit á að því að sleppa að lesa það sem þeim finnst bulli í mér hvað segir það um þeirra eigin greind.  Enda finnst mér að þeirra hugmyndir um mál séu yfirleitt hugmyndir sem þeir gleypa hráar upp úr Mogganum og/eða mjög einhliða málflutningi annarra miðla.  Svona hugmyndir eins og ESB sé eitthvað leynifélag sem ætli að stela hverum og fossum af okkur. Og ESB sé birtingarmynd hins illa. Sem segir þá að þær 500 milljónir manna sem eru í ESB séu þá allt nytsamir vitleysingjar sem sjái þetta bara ekki.

Ég held oft upp mjög einhliða málflutningi og studdi í þessum skrifum og víðar fyrrverandi stjórn í flestum færslum. Bæði var það að ég er jafnaðarmaður og flokksbundin í Samfylkingu og taldi að þau væru að gera flest rétt í erfiðri stöðu. En líka var það til að vera aðeins mótvægi við allan kórinn sem gagnrýndi þau án þess að hafa fyrir því önnur rök en þau sem stjórnarandstaðan þá fékk þeim í hendur og stóðust oft ekki skoðun.  Og svo líka bara til að skemmta mér. Því ég hef gaman að rökræðum.  

En mér leiðist þegar rökræður og gagnrýni verða að persónulegu skítkasti.  Og sér í lagi þegar það er frá mönnum sem ég sé með því að skoða hvað þeir skrifa sjálfir eða annarstaðar að hafa fátt skynsamlegt að segja um mál en eru önnum kafnir við að ráðast að persónum með leiðinlegum skrifum. 

Ég tók ákvörðun um að samvinna við Evrópuríki væri eina von okkar um stöðuga framtíð og efnahagslíf upp úr 1994 þegar ég var búin að kynna mér EES samstarfið og sjá svo hversu mikil tækifæri það færði okkur. Aðallega í formi þess að við gátum þá aukið hér hagvöxt því að við gátum selt vörur okkar innan Evrópu án þess að þær væru tollaðar í botn.  Nú sé ég ekki að við getum t.d. aukið hagvöxt t.d. með fiskveiðum nema að við náum að gera úr honum meiri verðmæti en úps það er ekki hægt þar sem að við getum ekki fullunnið hann hér vegna þess að þá ber hann tolla innan ESB. Eins er með kjöt og mjólkurafurðir. Þetta er m..a vegna þess að við vildum hafa hér innflutningsbann á landbúnaðarvörum.  Á meðan við getum ekki veitt stöðugt miklu meira þá verðum við að gera meiri verðmæti úr hverjum fisk og helst að skapa við það störf hér. En það getum við ekki í dag.  

Ég bið menn að virða það að ég er ekkert að breyta um skoðun. Ég skrifa hér áfram þegar ég nenni og þeir sem þola það ekki, vita það núna og geta því sleppt því að koma hingað á síðuna.  Menn mega alveg vera ósammála mér en ég er að verða pirraður á skítkasti þannig að þær athugasemdir gætu horfið sporlaust og viðkomandi ip tölur settar í bann hjá mér.  

Ég nenni ekki að láta einhverja leiðinda gutta eyðileggja skemmtunina fyrir mér.  Ég hef gaman af stjórnmálum og þjóðmálum og vill tala um mínar skoðanir á þeim. 

P.s. það eru alls ekki allir sem skrifa athugasemdir við færslur mínar sem ég er að tala um. Ég hef áður sagt að ég hef ekkert á móti þeim sem eru ósammála og þeir færi rök sín í athugasemdum. Og það eru þó nokkrir sem rekast hér inn reglulega og eru málefnalegir og reyna að koma fyrir mig vitinu. En aðrir eru leiðinlegri og þá vil ég helst losna við héðan.  Enda hefði ég ekki áhuga á að eiga svoleiðis pennavini sem ég vissi að væru aðallega í að gera lítið úr þeim sem þeir væru að skrifast á við. Og vekur mann til umhugsunar um hvernig samskiptum  þeirra við annað fólk er  háttað.

Og að lokum smá innlegg til þeirra sem skrifa hér og eru með höfðið á kafi  þar sem sólin aldrei skín, þetta er ábending frá Sverri Stormsker:

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað voruð þið eiginlega að hugsa að kjósa Árna Pál sem formann?

Og hvað ætlið þið að gera til að stöðva hann áður en hann eyðir flokknum?

Samfylkingin á ekki minnstu von um nokkra framtíð með þennan mann sem formann, það er alveg á hreinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 00:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko! Þú verður að athuga að það voru um 6 til 7000 manns sem kusu formanninn. Ég er bara einn af þeim sem tóku þátt.  Það sem ég horfði til var eftirfarandi:

  • Hann fór um allt landið, talaði við alla þá sem vildu tjá sig.
  • Hann boðaði nýjar áherslur og breytt vinnubrögð. M.a. að láta reyna á hvort að ekki næðist að breyta vinnubrögðum á Alþingi.
  • Ég horfið til þess að eitt af síðustu verkum hans sem ráðherra var að ná saman öllum flokkum á Alþingi og Indefence og fleirum í við lok seinni þjóðaratkvæðagreiðslunar og ná þar samvinnu um hvernig vörum okkar skildi haldi uppi í Icesave.
  • Ég horfði á að hann skildi þó ná öllum fjármálastofnunum þó saman um 110% leiðina þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hefðu staðið í stappi við yfirvöld lengi vel.
  • Hann setti Árna Páls lögin. Og í þeim fyrir utan meðferð á gengistryggðu lánunum voru fullt af öðrum atriðum og réttindum fyrir skuldara sem höfðu ekki verið. Eins og það bara að geta farið með skuldamál fyrir dóm. Og ýmislegt annað. Gengistrygginingar hlutinn var jú eins og flestir skildu fyrsta hæstaréttardóminn. 
  • Eins eftir samtöl mín við hann og fleiri í kring um hann þá taldi ég hann besta kost af þeim se buðu fram.  Og hann fékk jú um milli 60 og 70% kosningu.
  • Eins talaði hann um að það þyrfti að koma hér atvinnulífinu á skrið og auðvelda hér ýmsar nýfjarfestingar.

Finnst enn að hann einn og sér eigi ekki sök á slæmu gengi flokksins. Það eru miklu fleiri. T.d. þeir almennu flokksmenn sem ekki gerðu neitt til að standa með stjórninni síðustu 4 ár. Það er fyrrverandi stjórn sem ber líka t.d. ábyrgð af því að hafa ekki talað beint við almenning. Skýrt almennilega út hvað þau voru að gera og hvað þau gátu ekki gert og hversvegna.  

Hef ekki áhyggjur af því að Samfylkingin eigi fljótlega eftir að öðlast aftur fyrri stöðu í a.m.k. um 20 til 25%. Aðgerðir núverandi stjórnvalda eiga eftir að skila kjósendum til baka. Því Ísland er í eðli sínu við miðju eða aðeins vinstra megin við hana.  Og Árni Páll hefur nú eitt og hálft ár til að sanna sig fram að næsta Landsfundi.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.6.2013 kl. 01:19

3 identicon

Þú ert ágætur af vinstri manni að vera.

Ég er nánast aldrei sammála þér en ég er sammála þessari færslu þinni.

Rökræðurnar á netinu hafa farið út fyrir öll velsæmismörk undanfarin ca 3-4 ár og þar er ég ekki barnanna bestur.

Ég gríp mig margoft við að segja hluti á netinu sem ég dauðsé eftir skömmu eftir birtingu, orð rituð í hita leiksins.

Ég er persónulega að reyna að bæta sjálfan mig, mitt skap og mitt málfar og held ég sé á réttri leið.

Við erum öll ólík með ólíkar skoðanir og það sem mér finnst jafnvel vera glórulaust finnst þér vera botnfastur sannleikur, og öfugt.

Ég held að við viljum flest vel og stöndum með okkar sannfæringu en ég á að geta urrað á þig án þess að óska þér dauða eða segja þig heimskan...og öfugt.

Vonandi munum við snúa frá þessari hatursfullu umræðu og snúa okkur að því sem skiptir máli, s.s. málefninu sjálfu og sleppa árásum á málflytjanda.

P.S

Ég er mjög sáttur við ykkar nýja formann og er ég viss um að með tímanum mun Árni stórauka fylgi samfylkingarinnar, það tekur tíma að losna við Jóhönnustimpilinn af flokknum en flokkurinn líður ennþá fyrir hennar dvöl í forystunni, að mínu mati, en Árni er mun viðkunnarlegri og málefnalegri.

runar (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 11:44

4 Smámynd: Óskar

Sammála þessu. Sumir (allsekki allir) hægri menn virðast alltaf þurfa að tala með rassgatinu. Þekki þetta vel frá minu eigin bloggi.

Ég hef stutt Samfylkinguna í flestum málum. Engin önnur ríkisstjórn hefði getað skilað síðustu 4 árum betur frá sér en síðasta ríkisstjórn gerði, það er bara algjörlega á hreinu. Við sjáum líka hvernig nýja hægri stjórnin fer af stað, hreint út sagt skelfilega. Allt svikið, peningum dælti til auðjöfra frá almenningi.

Hinsvegar tek ég að vissu leyti undir gagnrýni á formennsku í Samfylkingunni. Það vill svo til að flokkurinn hefur innan sinna raða frábært leiðtogaefni sem mundi líklega margfalda fylgi flokksins, það er því miður ekki Árni Páll. Nei það er Katrín Júlíusdóttir. Bráðgreind, skelegg, vel máli farin og með mikla forystuhæfileika. Ég ætla rétt að vona að hún verði orðin formaður flokksins fyrir næstu kosningar.

Óskar, 16.6.2013 kl. 12:33

5 identicon

"Að ESB sé eitthvað leynifélag" er frasi sem er almennt notaður um þá sem dettur í hug ESB sé svo stórkostlega dularfullt fyrirbæri, að skynsamir, vitibornir menn geti ekki einfaldlega farið á bókasafn og í smá vitrænan Google leiðangur um helstu vefsíður bandalagsins, og ráðið sjálfir af því hvort við ættum að ganga í ESB eða ekki. Þessir sem halda að við verðum að bíða eftir einhverjum svakalegum samningi, og í einfeldni sinni trúa því að bandalag sem "þykist" byggja á jafnræði þjóða fari að gera einhvern stórkostlegan sérhagsmunasamning við lítið sker hjá Norðurpólnum. Segi "þykjast" því. í reynd valltri sumar yfir aðrar í krafti fjölda síns, og það, sögulega séð, einmitt þær þjóðir sem mannkynssagan sínir óæskilegast er séu við stjórnvölinn, meðan ýmsar eldri í hettunni og vitrari í háttum fá lítið að segja sökum fámennis síns, þar á meðal helstu fyrirmyndarríki Evrópu í austri og vestri. Þessi frasi að "ESB sé leynifélag" var fundið upp um þá sem halda allt vellti á því landsmenn sjái þennan samningi og taki síðan afstöðu. Svona lagað gerir lítið úr almenningi og greindarfari hans. Hver sem vill vita eitthvað um ESB og hvort hann eigi að vera með eða ekki getur lesið sér til um það mál sjálfur, beitt eigin hyggjuviti og skynsemi. ESB er nefnilega ekkert leynifélag. Ekki að "leynifélag" sé blótsyrði. Þau eru ólíkt meira spennandi mörg hver og hafa betri hluti að bjóða mönnum sem í þau ganga en ESB hefur upp á að bjóða þeim sem afvegaleiðast til þess að ganga í fyrirbæri við afdankað sérhagsmunabandalag Evrópumanna á tímum alþjóðahyggju þegar Evrópa fer að hverfa í skuggann frá fólki sem á skilið tækifæri að fá að ráða yfir heiminum eftir að hafa of lengi verið undirokað af Evrópumönnum, þrátt fyrir að vera eldra og merkara en við, og hafa gefið okkur flest það besta í okkar menningu. Og hér er ég að tala um vissa íbúa Afríku og Asíu.

Nadir (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 16:46

6 identicon

Það eru öfl þarna bak við tjöldin sem enginn færi tjónkað við og vinna mannkyninu til heilla að þróun og jafnrétti allra. Þau eru ekki hlynnt áframhaldandi forréttindum Evrópu, né neins konar Evrópskum sérhagsmunum og samkurli Evrópulanda eða einingar Evrópu á nokkurn hátt. Af þeirri einföldu ástæðu að slíkt hefur sýnt sig fjandsamlegt þróun mannkyns sem heildar og framþróun jafnréttis jarðarbúa. Tími Evrópu er liðinn. Þeir sem taka í höndina á henni missa af tækifærinu á að ganga til liðs við nýja og betri tíma, þar sem eigingirnin fær ekki lengur að ráða för.

Nadir (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 16:50

7 identicon

Ef einhver vill vera gamaldags og þorir ekki að takast á við nýja tíma að fullu, og ég segi þetta sem vinstrimaður, er skynsamlegra að halla sér í vestur. Bandaríkin Norður Ameríku í sinni gömlu mynd eru að líða undir lok. Hvítt fólk þar verður bráðum í minnihluta og allir geta lesið sér til um að líklegast er að spænska verði bráðum jafnráðandi mál og enska þar í landi, en nú þegar má taka ýmis konar próf og sækja flesta þjónustu á spænsku og boðið er upp á menntun nær án ensku. Þetta er gott mál og hluti af lækningaferli þessa lands. Þegar fólk frá MiðAmeríku verður meirihluti Bandaríkjamanna, sem mun gerast, mun hin forna þjóðmenning fá þar nýtt vægi, menning Indjánanna sem hefur svo margt að kenna mannkyninu um sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni og náunganum. Þá verður líka til ný alþjóðleg nálgun í Bandaríkjum Norður Ameríku. Múrinn milli Mexíkó og ýmissa annarra landa Ameríku og Bandaríkjanna er að þynnast út, og mun að einhverju leyti hverfa og er það þróun sem sterk öfl hafa stefnt að lengi og ekkert getur stöðvað. Þetta verður til heilla fyrir mannkynið allt. Hlutskipti Bandaríkjanna, vegna þess þau eru tilbúin að fara í gegnum slíkt lækningarferli, verður mun stærra og meira en Evrópu í framtíðinni. Þar verður til mikil framþróun og tækniundur af umhverfisvænni gerð þegar sáttmálar við náttúruna í anda vissra ríkja Suður Ameríku undan farin verða teknir upp þar líka. Miðstöð menningar mannkynsins fer svo þangað sem hún á heima, þar sem hún átti uppaf sitt endurfyrir löngu, þegar það svæði hefur heiðrað sína fornu þekkingu og ný og losað sig við óæskileg áhrif frá Evrópskum hugsunarhætti, bókstafstrú og öfgum, annars vegar til Miðausturlanda, og hins vegar til Indlands. Næstu árin heldur hins vegar framþróun Afríku áfram, með styrk og stuðningi heimsins, en það er eina svæði jarðar sem er í mikilli uppsiglingu eins og er, meðan hnignunin er mest í Evrópu og eykst um mörg prósentustig ár frá ári, sem er eins og það á að vera, þar til Evrópa finnur sitt eigið hlutverk og stað, skipt upp í smærri og sögulega réttlætanlegri einingar, og bestu bitarnir klofnir frá í varðveislu skyni með hagsmuni alls mannkyns að leiðarljósi. Þeir eru að vinna að þessu á allra ólíklegustu stöðum.

Nadir (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 16:57

8 identicon

"Hann fór um allt landið, talaði við alla þá sem vildu tjá sig"

Þetta kann að vera rétt, og er sennilega eini liðurinn hjá þér sem ég ætla ekki beinlínis að rengja.

"Hann boðaði nýjar áherslur og breytt vinnubrögð. M.a. að láta reyna á hvort að ekki næðist að breyta vinnubrögðum á Alþingi."

Þetta er galnasti liðurinn, Árni Páll er pikkfastur í gömlu útúrsnúninga sandkassa pólitíkinni þar sem hann keppist við útúrsnúninga og að ljúga skoðunum upp á aðra og er á móti öllu sem kemur ekki úr hans eigin flokki.

Þetta er stærsta ástæðan að hann mun halda áfram að eyðileggja flokkinn, því fólk er komið með upp í kok af þessu bulli og þessari pólitík.

"Ég horfið til þess að eitt af síðustu verkum hans sem ráðherra var að ná saman öllum flokkum á Alþingi og Indefence og fleirum í við lok seinni þjóðaratkvæðagreiðslunar og ná þar samvinnu um hvernig vörum okkar skildi haldi uppi í Icesave."

Hvaða aðra kosti hafði hann?

Þjóðin var í tvígang búin að reka samninga ofan í kokið á ykkur, og orðið fullreynt að reyna þetta gegn þjóðinni í þriðja sinn.

Ríkisstjórnin var algerlega komin út í horn með þessar aðfarir sínar og átti enga möguleika að halda þessu áfram án víðtæks samráðs við alla sem voru tilbúnir í það.

Um það þurfti ekki að taka neina ákvörðun, það voru einfaldlega ekki aðrir kostir í boði eftir að þjóðin var tvívegis búin að hafna ykkar leið.

"Ég horfði á að hann skildi þó ná öllum fjármálastofnunum þó saman um 110% leiðina þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hefðu staðið í stappi við yfirvöld lengi vel."

Allar aðgerðrir í bæði skuldamálum og aðgerðum vegna ólöglegra lána voru allt síðasta kjörtímabil algerlega á forsendum fjármálafyrirtækjanna.

110% leiðin hefur reynst, eins og varað var við strax í byrjun algert brjálæði og vita gagnslaus, eins og þekktustu hagfræðingar heims hafa bent á.

Einnig var síðasta ríkisstjórn algerlega úrrræðalaus varðandi gengistryggðu lánin, og í eina skiptið sem hún sá ástæðu til að grípa til aðgerða var þegar hún braut stjórnarskrána til að reyna að láta lántakendur bæta bönkunum tapið að upp komst um glæpi þeirra gegn þjóðinni.

" ...fullt af öðrum atriðum og réttindum fyrir skuldara sem höfðu ekki verið. Eins og það bara að geta farið með skuldamál fyrir dóm. Og ýmislegt annað. Gengistrygginingar hlutinn var jú eins og flestir skildu fyrsta hæstaréttardóminn."

Ertu í fullri alvöru að reyna að láta þér detta það í hug að skuldarar hafi ekki getað farið með skuldamál fyrir dóm fyrir tíma Árna Páls laganna sem brutu á stjórnarskrávörðum réttindum landsmanna?

Það getur ekki verið að þú trúir þessu í alvöru.

Og enginn, ekki nokkur maður skyldi fyrsta dóminn þannig að nýjir vextir yrðu afturvirkir.

Ekki nokkur maður.

Enda lístu ráðherra fyrverandi ríkisstjórnar því bara beinlínis yfir að ekki yrði unað við niðurstöðu dómstóla um ólögmætð og að vel kæmi til greina að setja lög á dómana.

Sem var svo gert.

Reynt að setja lög sem breyttu þessum vöxtum afturvikt, þótt allt hugsandi fólk vissi það vel að það gæti aldrei staðist.

Varðandi það að koma atvinnulífinu á skrið, þá hljóta allir að vera sammála um það, nema vinstri stjórnin sem gerði alls ekki neitt tið að aðstoða við það.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband