Leita í fréttum mbl.is

Ekki var þetta eins mikið og maður hélt.

Það er sagt að þetta snerti um 7000 aldraðra en skv. því sem ég best sé að vef hagstofnuna eru fólk yfir 67 ára um 34.800. Hvaða stöðu eru þau 28 þúsund sem ekki fá neinar leiðréttingar?
mbl.is Frítekjumark aldraðra hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

tek undir þetta með þér en kannski vorum við að misskilja loforðin

Rafn Guðmundsson, 25.6.2013 kl. 18:30

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eru þeir ekki bara í sömu stöðu og allt síðasta kjörtímabil í tíð fyrri ríkisstjórnar?Núverandi stjórn á náttúrulega að standa við sitt en mér skilst nú að þetta sé fyrsta skrefið.Vonandi fylgja fleiri skref á eftir.Eigum við ekki bara að vona það í stað þess að mála skrattann á vegginn strax.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.6.2013 kl. 18:58

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jósef - ég man ekki eftir að heyra xB vonast til að .... fyrir kostningar

Rafn Guðmundsson, 25.6.2013 kl. 19:12

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eða uppfylla loforðin í skrefum

Rafn Guðmundsson, 25.6.2013 kl. 19:36

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er meira fjaðrafokið alltaf í kringum þetta LANDRÁÐAFYLKINGARLIÐ og hvernig þeir geta snúið öllu á versta veg........

Jóhann Elíasson, 25.6.2013 kl. 20:47

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

„„Þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem kynnt var í dag. Frumvarpinu er ætlað að afturkalla ýmsar skerðingar sem urðu á kjörum aldraðra og öryrkja sem komu til vegna breytinga á lögum um almannatrygginga árið 2009.

„Þeir velja það af skerðingunum frá 2009 sem kosta minnst,“ sagði Guðmundur í samtali við mbl.is. „Þetta kemur sér vel fyrir einhverja en það er bara allt of lítill hópur af okkar fólki sem nýtur þessara breytinga.“

Guðmundur segist harma að ekki hafi verið staðið við kosningaloforð og segir bæði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa lofað að leiðrétta skerðingar aldraðra og öryrkja strax. „Þetta eru ekki útgerðarmenn og stóreignarfólk og því var kannski við því að búast að við fáum svona fljótt lagfæringar og aðrir,“ segir hann. „Ég hefði viljað sjá að þeir ætluðu sér að hækka bæturnar þannig að fólk gæti mögulega lifað af.“"

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.6.2013 kl. 21:11

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stormar geysa í vatnsglösum vinstrimanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.6.2013 kl. 21:13

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei Rafn það gerði ég nú heldur ekki.Ég var einungis að vitna í fréttina.En það er vel hugsanlegt að það þurfi að gera þetta með því að breyta eða afnema fleiri lög og þetta sé bara fyrsta skrefið eins og verið er að lýsa yfir,ekki veit ég.Í lýsti því yfir í bloggfærslu strax eftir kosningar að gefa stjórninni 100 daga til að sanna sig .það eru nú ekki nema 2 mánuðir eða 60 dagar liðnir.Samfylking og Vinstri Græn höfðu fjögur ár til að leiðrétta þetta,Var það út af sinnuleysi eða var viljinn bara ekki fyrir hendi?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.6.2013 kl. 22:07

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki dettur LANDRÁÐAFYLKINGARMANNINUMog vælukjóa þeirrar fylkingar í hug að skoða ummæli Guðmundar Magnússonar í ljósi þess að hann er fyrrum varaþingmaður VG og flokksbundinn stjórnarandstöðumaður.................

Jóhann Elíasson, 25.6.2013 kl. 22:20

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendir þér á að að Guðmundur Magnússon er formaður Öryrkjabandalagsins og ef þú heldur að pólitík ráði orðum hans þarna þá væri kannski rétt að benda þér á að skoða kjör öryrkja! Svo var hann ekki svo ég viti í framboði núna.  Og ellilífeyrisþega. Ég get upplýst það að móðir mín er t.d. ein sem fær engar hækkanir eða leiðréttingar. Hún hefur nú síðan 2008 gengði á alla sína sjóði bæði vegna skerðinga vegna þeirra og svo vegna þess að hún er að fá innan við 160 þúsund eftir skatta.  Hún er 77 ára og hefur engar atvinnutekjur eða fjármagnstekjur lengur. Annar leiðast mér svona litlir karlar sem þrífast á að uppnefna fólk og hald að það séu rök í málinu. Ég hef aldrei farið leynt með það að ég er jafnaðarmaður það sendur í upplýsingum um höfund hér á síðunni. En ég er tala ekki fyrir Samfylkingunna. Og Það er enginn flokkur sem heitir Landráðaflokkur þannig að ég geri ráð fyrir að Jóhann hljóti að vera að stofna slíkan flokk eins og hann talar.

Og svona að lokum næst þegar þú er með svona uppnefningar og leiðindi þá hendi ég þér héðan út og set bann á þig. Nenni ekki að tala við bullukolla. Menn geta helgið að mér og vitleysunni sem þeim finnst ég vera með. Þeir geta verið ósammála mér en svona karlar sem láta eins og litlir krakkar hefa hér ekkert að gera. Geta skrifað eins og þeir vilja hjá öðrum Heimssýnarvinum sínum en ekki hér. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.6.2013 kl. 23:14

11 identicon

Þau 28 þúsund sem ekki fá neinar leiðréttingar eru ekki í þeim 7000 manna hópi eignafólks sem var með hæstu sjálfstæðu tekjurnar og urðu fyrir mestri skerðingu vegna tekjutengingarinnar.

Einar (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 00:25

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir sem sjá ekki óréttlætið eru blindir hægri flokkhestar.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.6.2013 kl. 00:32

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhann alltaf málefnalegur.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.6.2013 kl. 00:33

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þú sérð ekki flokksfingraförin á þessari ályktun Guðmundar Magnússonar, ertu bæði blindur og heyrnarlaus Magnús.

Jóhann Elíasson, 26.6.2013 kl. 00:48

15 identicon

Kannski ekki fallegt að kalla Magnús blindan og heyrnarlausan. Myndir þú Jóhann vera blindur og heyrnarlaus?

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 09:06

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko ef menn lesa það sem ég skrifaði upprunalega og það sem ég sagði í athugasemdum. Það var lofað afnámi skerðinga. Eldriborgar eru um 36 þúsund. Örykjar eru um 10 þúsund. Það var búið að hluta að afnema skerðingar vegna laun öryrkja. Veit það því ég þekki þar til. Ellilífeyrisþegar eru hinsvega fæstir með atvinnutekjur. Skv. fréttum um 7000 sem koma til með að njóta þessa. Ég vissi að stjórnvöld ættu í basli með að uppfylla þessi loforð. Enda kostar þetta skv. þeim um 1600 milljónir þó reynda að ríkð fái þetta til baka í sköttum nema að skattleysismörkum verði breytt.

Ég hef heyrt í talsmanni Eldriborgara í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum og hann sagð að þessi aðgerð snerti ekki nema hluta félagsmanna sinna og skv. fundum sem hann hefði átt með öllum flokkum fyrir kosningar og sér í lagi Framsókn og Sjálfstæðisflokk þá væru þau með loforð um að bætur ellilífeyrisþegar myndu fá verðulega hækkun því þau líta svo á að frá 2009 hafi bætu ekki hækkað eins og laun. 

Sé ekkert í ummælum Guðmundar sem er örðuvísi en allir formann Öryrkjabandalagsins hefðu sagt. Annars væru þeir ekki að vinna vinnuna sína. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.6.2013 kl. 09:18

17 identicon

Hvað er málið með þennan Jóhann? Hann gerir ekkert annað en að vera með skítkast út í allt og alla! Ekki eitt orð málefnalegt frá honum! En það er víst allt í lagi því hann styður meirihlutann núna...

En ég held að það þurfi að gefa þessu máli séns, það kemur meira eins og Eygló hefur talað um. Það gerist ekki allt í einu stökki...

Skúli (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 03:41

18 Smámynd: Guðmundur Björn

Æðislegt þegar greindargámur eins og Jón Ingi Cæsarsson talar um flokkshesta og blindni hjá öðru fólki.  Hreint út sagt æðislegt.

Guðmundur Björn, 27.6.2013 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband