Leita í fréttum mbl.is

Svona fá útvaldir nú gefins makrílinn!

Virðulegur forseti. Það hefði verið eðlilegt að spyrja hæstv. sjávarútvegsráðherra þessara spurninga en ég skal taka að mér að svara þótt málefnið sé á sviði annars ráðherra. Eins og hv. þm. Árni Páll Árnason veit stendur til og er vinna þegar hafin við endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins þar sem verður horfið frá varanlegri úthlutun og menn færa sig yfir í það sem sáttanefndin svokallaða hafði raunar fjallað töluvert um og var komin langt með, þ.e. að samningar taki við af varanlegri úthlutun. Þá væri mjög óeðlilegt að ætla á sama tíma að fara að taka eina tegund þar út fyrir sviga og láta aðrar reglur gilda um þá tegund en aðrar.

Makríll, af því að ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður sé sérstaklega að ræða makríl, fer auðvitað inn í þetta kerfi með öðrum tegundum. Þeir sem verða með kvóta í makríl munu til dæmis þurfa að leggja sitt af mörkum til að setja í potta og aðrar ráðstafanir, alveg á sama hátt og þeir sem eru í bolfisksveiðum. Að ætla að taka tegundina út fyrir sviga að öðru leyti væri því mjög óeðlilegt og eingöngu til þess fallið að koma í veg fyrir að hér komist á heilsteypt kerfi sem skili hámarkshagræðingu og hámarkstekjum til samfélagsins.

Við skulum hafa það hugfast að nú lítur út fyrir að á þessu ári og því næsta verði tekjur af íslenskum sjávarútvegi meiri en nokkru sinni fyrr. Tekjur af veiðigjaldinu, það verður greitt veiðigjald af makríl, verða að minnsta kosti jafn miklar og á síðasta ári og heildartekjur af sjávarútvegi meiri en nokkurn tímann fyrr í sögu landsins.  (Sgmundur Davíð á Alþingi í dag)

Bara svona til að minna fólk á að samningaleiðinn gengur út á að einhverjir fá þá kvótan skv. samningi til 20 til 25 ára með möguleika á framlengingu.  Gegn "hóflegu veiðigjaldi"! Hefði ekki verið ráð að leigja  þennan kvóta næstu árin á ársgrundvelli þannig að hámarka tekjur okkar af honum a.m.k. fyrstu árin á meðan okkur vantar penigna. T.d. einhvern kvótamarkað.  En nei það verða einhverjir einkavinir sem fá þetta líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sennilega skárra að hann sé gefinn frá vinstri en hægri eða hvað?

Allavega stóð ekkert á síðustu ríkisstjorn að gefa þennan sama makríl allt síðastja kjörtímabil.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 20:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það þarf nú víst ennþá að veiða hann.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.11.2013 kl. 22:01

3 identicon

Færeyingar settu 20.ooo tonn af sínum makrílkvóta á markað og fengu miljarð fyrir, eða 50 kr. pr./kg.

Ef þetta gengur eftir að makríl kvótinn verður afhentur nokkrum útgerðum án endurgjalds og með frjálsu framsali, þá er ekki hægt að sjá annað en þjóðin muni mæta á Austurvöll,á sama tíma sem þeir bástöddustu eiga ekki fyrir lyfjunum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 22:52

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svokölluð þjóð er nú núbúin að kjósa þessa skuggalegu náunga til alvalda í landinu. Það vissi hver hugsandi maður að þessir náungar eru bókstaflega kostaðir af LÍU og sumir eru svo heimskir að þeir hreinlega monta sig af því að vera eingöngu fulltrúar LÍÚ klíkunnar á þingi. Vandamálið virðist vera að fólk kolfellur fyrir hálfvitaprópaganda framsjallaflokksinns og fólk hreinlega er ekki nægilega vel að sér í pólitík.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2013 kl. 23:12

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig hefði LANDRÁÐAFYLKINGIN úthlutað makrílkvótanum?????

Jóhann Elíasson, 12.11.2013 kl. 08:43

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er einhver munur á hægri og vinstri í pólitík, annar en sá, að margir hægri segja það sem þeir meina, en margir vinstri segja það sem þeir meina ekki?

Jón Bjarnason bjargaði því sem bjargað varð af þessum makríl, áður en vinstrin ráku hann úr ríkisstjórninni, samkvæmt óskalista frá Brussel-strákunum í fílabeins-pappírsmyllunni ábyrgðarlausu og rugluðu.

Því miður var/er Jón Bjarnason ekki vinsæll hjá vinstrinu. Kannski vegna þess að hann vill frekar láta veiða fiskinn, heldur en að láta hann drepast og úldna í Kolgrafarfirði. Það datt víst engum Brussel-hvítflibbanum í hug, að segja Svandísi blessaðri, að svona á ekki að fara með umhverfið og lífríkis-jafnvægið. Þeir kunna líklega bara að al-tana banka, blessaðir Brussel-flibbarnir. Það er eitthvað mikið að.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2013 kl. 12:47

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jóhann Elíasson það er engin flokkur sem heitir Landráðafylkingin. Ef þú ert að tala um Sjalfstæðisflokkkinn þá hefði hann sennilega afhennt hann einkavinum sínum. Samfylkingin hefði væntanlega sett allan kvóta á markað.  Eða sem mest af honum. Tryggt samt möguleika á endurnýjun i greininni með einhverjum mörkum eða leiguhluta.  En ef þú ert að tala um Framsókn þá hefði hún gert það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Kaupfélag Skagfirðinga hefði sagt þá.

Annars held ég að þú þurfir eitthvað að taka þig á í Íslensku af því þú ert hér sífellt með nöfn sem passa ekki við neinn Íslenskan flokk sem ég þekki ekki. 

Ef þér finnst þetta sniðugt eða virkilega trúir því að það sé til flokkur hér sem kennir sig við Landráð eða stundar þau þá kemur það mér á óvart. Nema að hugsanlega hafi verið Landráð að gefa bankana okkar á sínum tíma til sérvaldra vina Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Icesave er og var afurð þess. Og það var á tímabili að ef við hefðum ekki verið opin fyrir samningum um Icesave 2008 til 2010 þá hefðum vð orðið gjaldþrota. Þó við aldrei viðurkendum formlega skildu okkar til að borga þá hefðum við ekki fengið neyðarlán nema vegna þess að við vorum í samningavirðæðum um Icesave.  Og þó við hefðum unnið málið svo 2012 þá voru bara konir allt aðrir tímar. Við vorum komin með gjaldeyrisforða og í allt annarri stöðu. Sem við hefðum ekki þurft ef við værum komin í ESB því þá stæði Evrópski seðlabankinn á bakvið okkur. En í staðinn verðum við að vera hér með um 5 til 600 milljarða af gjaldeyrir að láni til að eiga í sjíoðum og borga vexti af þeim

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.11.2013 kl. 21:57

8 identicon

Magnús,

"Samfylkingin hefði væntanlega sett allan kvóta á markað. Eða sem mest af honum".

Afhverju gerði hún það þá ekki?????

Hafði hún ekki 4 ár til þess, en gaf hann öll árin?

Hvað varð annars um allar breytingarnar sem samfylkingin lofað á kvótakerfinu þegar hún var kosin til valda 2009?

Er ekki tímabært fyrir þig að fara að horfast í augu við að samfylkingin lá eins og ódýr h%"ra undir LÍÚ rétt eins og allir hinir flokkarnir?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband