Leita í fréttum mbl.is

Fyrirhuguð lánalækkun - Hvað gera sveitarfélög?

Nú er komið í ljós að ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar tilkynnt var um skattfrelsi séreignarlífeyris sem greiddur er inn á höfuðstólslána skv. tillögum ríkisstjórnar. En um þetta segir á visir.is sem vitnar í frétt á Morgunblaðinu frá fimmtudegi:

Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

Svona miðað við stöðu margra sveitafélaga verður fróðlegt að vita hvernig þau bæta sér upp þennan tekjumissi þar sem þau þegar hafa skorið niður allt sem þau geta til að greiða niður skuldir.  Þetta getur verið umtalsvert t.d. fyrir sveitafélög hér á höfuðborgasvæðinu og þeim sveitafélögum þar sem hæstar eru tekjunar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sveitarfélögin semja auðvitað við ríkið um að hækka sína prósentu og láta ALLA borga þessa 3 milj. líka þá sem ekki nota eða geta ekki notað þetta úrræði

Rafn Guðmundsson, 7.12.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja þau þurfa held ég ekki að semja við ríkð. Þau haf eitthvað bil til að hækka útsvarið og þau sem eru þegar með hámarksútsvar geta fengið undanþágu til að hækka það enn frekar. Svo er líka spurning um hvort og hvernig ríkði ætlar að mæta þessum 3 til 5 milljörðum sem það verður af næstu 3 árin vegna tap á tekjum hjá sér vegna þess að fólk getur fengið séreignarsparnað dreginn frá tekjuskattinum og upp í lánin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2013 kl. 17:40

3 identicon

Kæru vinir tekjutap ríkis og sveitarfélaga dreifis á árin 2015 - 2057

þid munduð ekki fá mikið fyrir lesskilning í PISA könnun 

þór (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 20:35

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þór - ég er ekki í nokkrum vafa um að ég myndi tapa stórt í t.d. PISA könnun (og sennilega í mörgum fleirum) en þessar upplýsingar eru hafðar eftir mbl. sjá link. kannski eru þær ekki réttar. ef þannig þarf að leiðrétta þær. ég er sammála þér að þetta dreifist á mörg ár en hvernig dreifingin á sér stað veit ég ekki.

Rafn Guðmundsson, 7.12.2013 kl. 22:04

5 identicon

Líklega eru flestir sem tekið hafa lán til húsnæðiskaupa árin fyrir hrun á aldrinum 25-45 ára. Þeir byrja að fara á eftirlaun eftir 20 til 45 ár, þ.e. á árunum 2033-2058 (gróft reiknað miðað við að eftirlaunaaldurinn hefjist við 65-70 ára aldur). 

Það er á þessu tímabili sem ríki og sveitarfélög fá minni skattekjur vegna þess að greiðslur í séreignasjóð verða lægri á árunum 2014-2016. 


Ágúst (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband