Leita í fréttum mbl.is

Illa gengur að manna framboð hægri grænna.

Var að lesa þetta á hjá Agli Helgasyni

 

Samkvæmt heimildum gengur erfiðlega að manna framboð hægri grænna. Það er dálítið stór ákvörðun að gefa kost á sér í alþingiskosningum. Margir eru hræddir við það. Hræddir við að það eyðileggi starfsferil sinn. Hræddir við að ná ekki kjöri - og kannski líka hræddir við að ná kjöri. Sumir óttast að lækka í launum - þingmannskaupið er ekki sérlega samkeppnishæft. Margir hafa hugsjónina, en reiða sig á að einhverjir aðrir taki slaginn.

Það átti víst að vera búið að kynna framboðið - en það hefur ekki gerst vegna þess hve fólk er tvístígandi að taka sæti á lista. Samfylkingin krækti í nokkuð stóran bita þegar hún fékk Reyni Harðarson, stjórnarmann í Framtíðarlandinu, til að setjast á lista hjá sér. Þar er líka Sólveig Arnarsdóttir sem hefur verið starfsmaður Framtíðarlandsins.

Hverjir eru þá eftir til að skipa lista hægri grænna? Ómar Ragnarsson? Margrét Sverrisdóttir sem engan rekur minni til að hafi haft sérlega sterkar skoðanir á umhverfismálum? Jakob Frímann Magnússon, nýgenginn úr Samfylkingunni? Jón Baldvin Hannibalsson?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband