Leita í fréttum mbl.is

Ágæt grein um bankanna og efnahagsmál

Var að lesa grein í Fréttablaðinu eftir hagfræðinga ASÍ og Samtaka Iðnaðarins. Bjarna Má Gylfason og Ólaf  Darra Andrason Greinin heitir:

Íslensk heimili og fyrirtæki draga vagninn fyrir bankana

En þar eru þeir að fjalla um bankanna og efnahagslífið

Þeir segja m.a.

Góður en umdeildur árangur bankanna

Um það verður ekki deilt að árangur íslensku bankanna er ákaflega góður enda hagnaður þeirra á síðasta ári fordæmalaus. Þetta gerist þrátt fyrir mikla verðbólgu og gengissveiflur. Hins vegar er ýmislegt í starfsskilyrðum og umhverfi bankanna sem auðveldar þeim mjög að ná svo glæstum árangri.

  • Í fyrsta lagi skapar íslenska krónan, sem er minnsta sjálfstæða mynt heimi, vernd fyrir bankakerfið gegn erlendri samkeppni. Hvaða erlendur banki tæki þá áhættu að lána peninga í þessari óstöðugu mynt sem notuð er hér á landi?
  • Í öðru lagi veldur víðtæk verðtrygging því að tekjumyndun bankanna er ákaflega örugg á heimamarkaði.
  • Í þriðja lagi geta bankarnir, m.a. í krafti fákeppni, krafist ákaflega hárra lántökugjalda í alþjóðlegum samanburði. Varla er meiri kostnaður fólginn í því að gefa út skuldabréf á Íslandi en annars staðar?
  • Í fjórða lagi krefjast bankarnir hárra uppgreiðslugjalda.
  • Í fimmta lagi má nefna stimpilgjaldið sem hamlar verulega gegn samkeppni á þessum markaði.

Síðar í greininni segja þeir

Stimpilgjaldið hjálpar bönkunum

Stimpilgjaldið rennur ekki í sjóði bankanna heldur er það lögbundinn skattur sem greiddur er til ríkissjóðs. Hins vegar lána bankarnir lántakendum fyrir stimpil-gjaldinu. Árið 2005 jukust verðtryggð lán heimila í landinu um 209,2 milljarða. Gera má ráð fyrir að heimilin hafi tekið 3,2 milljörðum meira af lánum en ella, aðeins til að standa straum af stimpilgjaldinu. Af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Það versta við stimpilgjaldið er hins vegar að það kemur í veg fyrir að viðskiptavinir bankanna færi sig milli banka með eðlilegum hætti.
Og þeir ljúka henni á:

Vextir og tekjumyndun

Frá Íslandi koma 46% af hreinum rekstrartekjum Kaupþings og nokkru meira hjá hinum viðskiptabönkunum og nærri 100% hjá sparisjóðunum. Þrátt fyrir alla útrásina er hinn einangraði heimamarkaður stærsta uppspretta tekna bankana. Þegar við dáumst að góðum árangri bankanna ættum við að hafa í huga að tekjur þeirra eru útgjöld íslenskra heimila og fyrirtækja.

Flestum, sem skulda, svíður hið ógnarháa vaxtastig sem hér ríkir. Háir vextir hérlendis eru afleiðing þess að hagkerfi okkar vex hraðar en víða annars staðar og ekki er beinlínis við bankana að sakast í þeim efnum. Að mestu má rekja hátt vaxtastig til mistaka í hagstjórn síðustu misserin. Sumir bankamenn hafa þó sagt að það sé gott að hafa háa vexti því að þá sé ávöxtun sparifjár svo góð. Það er svipað að segja að það sé gott að hafa hátt matarverð því þá séu tekjur matvælaframleiðenda háar. Þau rök ganga augljóslega ekki upp.

Íslensku bönkunum hefur gengið ákaflega vel að fóta sig í því umhverfi sem hér ríkir og þeim starfsskilyrðum sem þeim eru búin. Þeim virðist vera vel stjórnað og eðlilega reyna þeir að hámarka hagnað sinn eins og önnur fyrirtæki. Góð ávöxtun eigenda bankanna ber þess skýr merki. Vandinn er hins vegar að skilyrði banka til að hámarka hagnað eru önnur og betri en margra annarra. Aukin samkeppni skiptir því sköpum fyrir lántakendur. Afnám stimpilgjalds væri fyrsta og einfaldasta skrefið í átt til að auka samkeppni og lækka kostnað fyrirtækja og heimila í landinu. Einnig er nauðsynlegt að bankarnir stigi það skref að lækka lántöku- og uppgreiðslugjöld. Augljóslega eru forsendur til þess.
Góð og upplýsandi grein sem má lesa í heild hér



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband