Leita í fréttum mbl.is

Kópavogsbæ uppsigað við tré og skóga.

Þetta fer nú að verða með afbrigðum hjá Kópavogsbæ.

Nú í dag birtist frétt í Fréttablaðínu þar sem sagt er frá því að ráðist hafi verið á tré sem voru á lóð Kópavogshælis og þar í nágreninu. Þar á að fara að byggja upp sérbýli og blokkir. Ég hef nú ítrekað bent á í gegnum árin að þarna hefði verði kjörið svæði til að koma upp almennilegurm lystigarði fyrir Kópavog og einmitt horft til þess að þarna eru óvanalega mikið af trjám sem hefur verið plantað þar síðustu 50 til 70 árinn. En semsagt svona var fréttin í Fréttablaðinu:

Umhverfismál Mikill fjöldi trjáa, hefur verið felldur við Kópavogshæli, þar sem Arnarfell undirbýr byggingaframkvæmdir fyrir Kópavogsbæ, en þar stendur til að byggja um 230 íbúðir.

kopavoghaeli

Tré af öllum stærðum og tegundum liggja á víð og dreif um byggingarsvæðið. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, segir að um tvö hundruð tré hafi verið fjarlægð í fyrra og gróðursett á nýjan leik. Hann hefur ekki tölu á þeim sem voru felld.

"Það var alveg ljóst að það ættu að fara tré þegar samþykkt var deiliskipulag á þessu svæði," segir Friðrik. Ekki hafi verið hægt að flytja stærstu trén.

Aðspurður hvort frágangur á svæðinu sé eðlilegur að hans mati, svarar Friðrik að þetta sé byggingarsvæði, byggja eigi þar sem tré voru fyrir. Allt nýtilegt hafi verið tekið og annað ekki.

Jón Loftsson skógræktarstjóri kannast ekki við að hafa veitt leyfi fyrir gerð rjóðursins á Kópavogstúni og segir málið verða rannsakað hið fyrsta. Hann taki síðan ákvörðun um framhaldið.

Nú fólk man hvernig málin standa í Heiðmörk en þar með er sagan ekki öll. Því að það eru fleiri skógar sem Gunnar Birgisson vill ráðast á. Þannig er það t.d. í nýskipulögðum svæðum Kópavogs að það er ráðist inn í skóga sem Skógræktarfélag Kópavogs var búið að rækta í áratugi.

Kópavogur er bær þar sem byggingar og verktakar njóta forgangs á fólk og náttúruna. Allt má skemma til að skaffa land undir byggingar og byggingarfrakvæmdir. Og þar fer ákveðið fyrirtæki Klæðning ehf. með stórt hlutverk í jarðvegsframkvæmdum og gatnagerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

bloggkveðja og góða helgi!

Adda bloggar, 3.3.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk sömuleiðis

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband