Leita í fréttum mbl.is

Netþjónabú - Ný búgrein fyrir okkur hér á Íslandi?

Rakst á þetta á visir.is. Kannski ekki svo fjarlæg framtíð eftir allt saman.

 www.visir.is

Fréttablaðið, 29. mar. 2007 06:30


Netþjónabú er í undirbúningi

Hugmynd um íslenskt netþjónabú stórfyrirtækisins Microsoft gæti orðið að veruleika og er á viðræðustigi, segir framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, Halldór Jörgensson.

Hugmyndin um netþjónabú (e. server farm) kom upphaflega fram í viðræðum forseta Íslands við Bill Gates, eiganda Micro-soft, í janúar síðastliðnum. Síðan þá hefur Halldór fengið skriflegt umboð frá Gates til að kanna aðstæður og ræða við fagaðila.

„Viðræður eru í gangi og við höfum lagt töluverða vinnu í þetta. Við höfum fengið ágætis svör og ekkert hefur unnnið á móti okkur hingað til," segir hann.

Netþjónabú eru afar orkufrek en Halldór neitar því að viðræður hafi átt sér stað um orkuverð við innlend fyrirtæki. Hér á landi sé enda næg orka, ólíkt því sem gerist erlendis. „Það vinnur með okkur."

Halldór mun að öllum líkindum fjalla um framgang málsins á fundi í næstu viku í höfuðstöðvum Microsoft. Ákvörðun verði þó ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi í maí, þegar háttsettir menn frá Micro-soft koma til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband