Leita í fréttum mbl.is

Nokkur fuðurleg atrið varðandi þessi lög á verkföllinn

  1. Þorsteinn Sæmundsson og fleiri stjórnarþingmenn eru svo heilaþvegnir að hann gaf upp rök sín fyrir að samþykkja lög á verkföllin sem að þau bitnuðu á þriðja aðila. Getur eeinhver sagt mér hvaða verföll bitna ekki á þriðja aðila. Verslunarfólk í verkfalli og það bitnar á öllum sem þurfa að kaupa inn. Fiskverkafólk í verkfalli og það bitnar á kaupendum, flutingis aðilum og fleirum, Kennarar í verkfall og það bitnar á nemendum og fjölskyldum þeirra og svo framvegis.
  2. Ráðherra, ríkisstjórn og stjórnarþingmenn eiga þá ósk heitasta að aðilar noti nú tíman vel næstu 2 vikur og semji áður en til gerðardóms kemur. Sorry en Ríkisstjórnin er jú annar aðilinn og sá sem hefur ekki gefið samninganefnd sinni neitt leyfi til að semja. Þ.e. hún hefur ekki komið með nein raunhæf tilboð. Það þýðir ekki fyrir ríkisstjórn að tala eins og þetta séu samningar við milli BHM, hjúkrunarfræðinga og svo einhvers aðila út í bæ. Það eru óvart ríkisstarfsmenn sem eru að semja við vinnuveitendur sína sem er jú undir stjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben og þeir hafa ekki boðið upp á ásættanleg tilboð fram til þessa.
  3. Síðan er furðulegt í lögunum að Gerðardómur er skilyrtur til að geta bara boðið upp á samninga sem gerðir hafa verið eftir 1 maí síðast liðinn. Sér í lagi þar sem þarna eru hópar sem vinna jú við hlið lækna sem sömdu jú í janúar á þessu ári. En það má ekki miða við þá. Nú eða við sérfræðilækna utan sjúkrahúsa sem samið var við í 2013 upp á 25% hækkun.
  4. Þá er furðulegt að Gerðardómur getur bundið ákvörðun sína í eins mörg ár og hann kýs og þar með bundið kjör þessara hópa kannski í 10 ár.
  5. Þá var furðulegt að ég sá ekki forsætisráðherra greiða atkvæði áðan.
  6. Þá er líka furðulegt að menn líti á þetta sem allsherjarlausn því að í ágúst á gerðardómur að skila af sér og þá gætu fyrir alvöru byrjað vandræði ef það er ekki ásættanleg niðurstaða því þá fer fólk að segja upp og það er ekki hægt að setja lög á það.
  7. Hvernig hefði verið ef ríkisstjórnin hefði sett kraft í þessa samninga og samið t.d. um 1 árs samning og um leið sett inn vinnu við að klára þetta á þeim tíma. Borðið kannski 8% hækkun á þeim tíma og síðan hefðu samninga verið unnir áfram. Hún hefði getað boðið betir kjör við endurgreiðslur af námslánum, nú eða styttingu vinnu tíma. Ýmislegt hægt að semja um sem ekki hefði ruggað efnahagsstöðuleika. En það var sennilega löngu ákveðið að berja þessar stéttir niður og nota landlækni og smá undirróður til að að fólk missti samúð með þessum verkföllum.

mbl.is Verkfallslögin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið snýst um að forða yfirvofandi og alvarlegu tjóni. Það þarf enginn að segja mér að ríkisstjórnin geri ekki allt sem hún getur nú til að ná samningum svo ekki þurfi að koma til gerðardóms. Það gera sér nefnilega allir grein fyrir hvernig staðan er og hvað gera þarf til að tryggja heilbrigðisþjónustu hér til framtíðar. Líka Bjarni og Sigmundur hvort sem þú trúir því eða ekki. Sama á við um gerðardóminn.

Það er allt í lagi að reyna að vera pínulítið minna heiftúðugur, jafnvel þótt manns eigin flokkur sé ekki í stjórn akkúrat núna. 

Þorsteinn Siglaugsson, 13.6.2015 kl. 20:21

2 identicon

Verkföll verslunarmanna bitna fyrst og fremst á buddu verslunareigenda.... þ.e. þeim sem borga verslunarmönnum laun.  sama um fiskverkafólk.. bitnar auðvitað fyrst og fremst á þeim sem borga þeim launin.  þannig að í báðum þessum tilfellum tapar viðsemjandinn stórfé á verkfalli.  Auðvitað bitnar það líka á þeim sem vill kaupa af þeim, en það deyr engin af því.

Ríkið tapar ekki á verkfalli ríkisstarfsmanna, enda borgar ríkið þeim ekki laun á meðan.  og þessi störf eru ekki að skapa tekjur inn í þjóðarbúið.

Stebbi (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 20:55

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það er ömurlegt svona inngrip en miðað við alla umræðuna og flutning af þessum viðræðum þá virðist vera sem svo að BHM og Hjúkrunarfræðingar vilja ekkert nema ítrustu kröfur. Finnst því ólíklegt að þeir myndu ganga á eins árs samning og svona. Plús það að ef þessir samningar verða samþykkt eins og þau vilja opnast aftur óvissa á almenna markaðinum. Hvernig er hægt að semja þegar annar viðsemjandinn hefur ekkert til að beita þrýsting nema lagasetningu? Efast um að nokkur þingmaður hefur áhuga á að fara þessa leið nema í algjöru neyð.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 13.6.2015 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband