Leita í fréttum mbl.is

Þessi Hitaveitu Suðnesja mál og Orkuveitumálið ættu að kenna okkur nokkuð!

Það er náttúrulega út í hött að fyrirtæki sem stofnuð eru af sveitarfélögum til að veita fólki sveitarfélagsins þjónustu, séu í brjálaðir fjárfestingu við starfssemi sem er sveitarfélaginu óviðkomandi nema að sannanlega fylgi hagur fyrir íbúa í kjölfarið.

Hef ekki séð að Reykvíkingar hafi fengið að njóta þess ríkulega að Orkuveitan hefur verið í bullandi framkvæmdum til að vinna orku fyrir stóriðju. Jú hún hefur skilað einhverjum milljörðum í borgarsjóð en fólk borgar samt heila helling fyrir heitavatnið og rafmagnið. Eins er þetta held ég hjá Hitaveitu Suðurnesja.

Því í dag er það þannig að stöðugt er ráðist í nýjar fjárfestingar þannig að peningar eru alltaf bundnir næstu ár í nýjum fjárfestingum. Þarna leika forstjórar sér með peninga sem þeir eiga ekki. Gera kannski eins og Guðmundur Þóroddsson að taka þátt í að stofna dótturfélag og skreppa þangað í leyfi frá Orkuveitunni og hirða 2,5 milljónir í laun. Ætlaði svo líka að fá 100.000.000 kr hlut á útsöluverði í REI.

Svo væla þessi menn núna þegar að fólk vill skoða betur hvað þeir eru að gera. Og jafnvel hóta að hætta. Eigendur OR ættu bara að fagna því að Guðmundur sé að hóta því ásamt fleirum. Því að hann var auðsjáanleg farinn að fara með eignir Reykvíkinga og fleiri eins og hann ætti þær sjálfur.


mbl.is Fjölmenni á fundi um Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband