Leita í fréttum mbl.is

Skiljanlegar vangaveltur

Manni finnst varla líða sá mánuður að Landsvirkjun sé ekki að gefa jákvæð svör við að skaffa hinum og þessum orku. Hvort sem við erum að tala um netþjónabú, álver eða annað. Þetta er auðsjáanlega til að auka þrýsting á að fá að virkja t.d. í Þjórsá. Þetta má t.d. sjá á þessu orðalagi:

Ljóst er að eftirspurnin eftir orku er langt umfram framboð og fyrir liggur að Landsvirkjun hefur ekki aðra virkjunarkosti en í neðri hluta Þjórsár tiltæka til raforkusölu á Suður- og Vesturlandi.  Þá er svigrúm í raforkukerfinu til aukinnar orkuframleiðslu lítið þar sem mikil aukning í raforkusölu hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum og eykst áfram á árinu.

Og með þessu eru LV líka að reyna að fá fólk t.d. í Reykjanesbæ og Þorlákshöfn með sér í baráttuna.

Ég ætla bara að vona að ef af þessu verður þá verði orkan seld á raunvirði sem í dag eru miklu hærra en það var fyrir 5 árum þegar verið var að semja um Kárahnjúka orkuna. 

Helst þá vildi ég að við færum nú að hætta þessum æðibunugangi og færum að vanda okkur betur. Velja vandlega hvað við viljum nota orkuna okkar í og hvenær. Og vera ekki að spenna hagkerfið stöðugt þannig að maður ætti kannski möguleika að lifa í framtíðinni  í landi þar sem verðbólga stefnir ekki yfir 10%. Okkur liggur ekkert á. Hér er svo mikil atvinna að það eru um 20 til 30 þúsund útlendir ríkisborgarar að vinna.


mbl.is Fyrirvari um virkjunarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband