Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg þróun fyrir okkur - reykingafólkið

NFS, 08. Nóvember 2006 14:40
Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu

"Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways.

Stofnandi félagsins er auðkýfingurinn Alexander Schopmann sem sjálfur reykir einn pakka af sígarettum á dag. Hann þarf að ferðast mikið, vegna starfs síns, og segist vera orðinn hundleiður á lélegri þjónustu hjá flugfélögum, sem þar að auki banna reykingar.

Reykingaflugfélagið verður gert út frá Dusseldorf og í fyrstu verður eingöngu flogið til Asíu á Boeing 747 breiðþotum. Hjá venjulegum flugfélögum eru allt að 560 sæti um borð í slíkum vélum, en Schopman ætlar ekki að hafa nema 138 sæti um borð í sínum vélum. Það verður því rúmt um farþegana. Ætlunin er að fyrsta flugið verði farið í október á næsta ári.

Þróun sem gæti orðið víða.

Og verður vonandi ódýrari en þetta flugfélag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband