Leita í fréttum mbl.is

Það var marg búið að biðja um að hægt yrði á í Kópavogi

Það er nú hægt að segja að Kópavogur hafi hagað sér eins og þessir útrásarmenn. Það var sleitulaust verið að brjóta land undir byggingar og þá skipti engu máli þó að íbúar mótmæltu og bæðu um samráð. Það var reynt að valta yfir þá. Hugmyndir eins og hafskipahöfn sem kostaði Kópavog hundruð milljóna var rokið í og svo hætt við nokkrum árum seinna því að það voru stórskipahafnir báðum megin við sem önnuðu þessu.

Ég hef ítrekað bent á að gæði búsetu í Kópavogi væri ekki í nokkrum tengslum við útþenslustefnu bæjarins. Nú situr Kópavogur uppi með það að hafa eytt milljörðum í að skipuleggja svæði þar sem fáir vilja byggja nú.

Gustssvæðið sem korter fyrir kosningar var keypt á milljarða til að redda einhverjum fjárfestum sem höfðu gengið svo langt að borga 32 milljónir fyrir 40 ára hesthús er nú aftur komið í hendur á Kópavogi sem kostar bæinn tímabundið milljarða.

Svona miklar framkvæmdir kosta lántökur sem svo kalla á frekari útþenslu til að borga þau.

Bendi á stöðu Seltjarnarness til samanburðar. Þar geta þau m.a. haft lægra útsvar vegna lægri skuldastöðu.

Held að það væri nú vænlegt í framtíðinni að hugsa meira um þá bæjarbúa sem búa nú þegar í Kópavogi og gera vel við þá, án þess að kosta milljörðum í að þenja bæinn út. Þessi útþensla á líka eftir að flýta því að Kópavogur sameinast Reykjavík enda eru bæjarfélögin nú aðskilin á köflum með göngustígum milli húsa nær alveg upp að Elliðavatni.


mbl.is 4-5 milljarðar vegna lóðaskila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband