Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru eignir bankana?

Heyrði í dag á bylgjunni viðtal við Þór Sigfússon formann samtaka atvinnulífsins. Hann var eins og ég hef verið að gera að velta fyrir sér hvað og hversu miklar eignir bankana eru. Hann minnti t.d. á að útlán bankanna námu um 9000 milljörðum bæði hérlendis og erlendis.. Og hann sagði að menn mættu vera klaufar ef að þessar eignir í útlánum mundu rýrna það mikið að þær dygðu ekki fyrir skuldum okkar í Icesave og fleiru. Því að auðvita hverfa þessi útlán ekki fólk og fyrirtæki halda áfram að greiða af þeim.

Ítrustu kröfur sem maður heyrir um IceSave eru hva um 600 milljarðar. Þannig að eignir bankana ættu nú að duga

Ég fór líka að hugsa um skuldir sjávarútvegsins. Ég teldi það með öllu óásættanlegt að útgerðir fengju niðurfellingu veða í kvóta í gegn. Það verður að passa að ríkið innheimti það sem þeir hafa fengið lánað út á kvóta sem þjóðin á .

En ég tek undir það sem kom fram hjá Þór að upplýsingar um eignir bankanna þurfa að fara liggja fyrir.


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

En mér finnst skrýtið að eignirnar koma aldrei til umræðu, voru þeir búnir að koma þeim undan ?

Ragnar Borgþórs, 23.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband