Leita í fréttum mbl.is

Er gengið á leið til andskotans aftur?

Það er náttúrulega að æra óstöðugan að fara að fjalla aftur um nauðsyn okkar að komast í samstarf við ESB. Þetta á auðvita ekki síst við um myntsamstarf. Það verður aldrei byggjandi á krónunni. Nema að við ætlum að takamarka viðskipti okkar við útlönd um komandi framtíð.

Mogginn í dag er undirlagður af greinum manna sem ætla að bjóða sig fram fyrir L listann þar var m.a einn Friðrik Daníelsson sem skrifaði grein um að Svía væru á leið í algjört hrun vegna aðildar sinnar að ESB. Alveg ótrúlegur boðskapur. Og enn verra að sumur trúa svona skrifum.  En hér á eftir fer greinin með athugasemdum frá mér.

ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um ESB-aðild var haldin 13. nóvember 1994. Tímar erfiðleika og bankakreppu höfðu hrjáð Svía. Sænskum kunningja mínum sagðist svo frá að fjölmiðlarnir hafi útvarpað linnulausum áróðri frá samtökum launþega, atvinnuveitenda og stjórnmálaflokkum sem sögðu: Svíþjóð verður útilokuð frá Evrópu ef við verðum ekki með, mikilvæg fyrirtæki leggjast af eða fara, atvinnuleysið eykst og lífskjörin rýrna. Norðmenn ætluðu að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu nokkrum vikum síðar og töldu fjölmiðlarnir Svíum trú um að Norðmenn myndu samþykkja aðild. Niðurstaðan varð að 52,3 % Svía sögðu já. Norðmenn höfnuðu svo aðild. Þegar það varð ljóst sáu margir Svíar eftir að hafa samþykkt aðildina, stuðningurinn hrapaði niður fyrir 40%.

 

Á árunum eftir inngönguna flutti um tugur stærri fyrirtækja á ári höfuðstöðvar sínar frá Svíþjóð. Verslunarhömlur ESB hafa valdið fyrirtækjum miklum búsifjum, mikilvæg verslun Svía hefur verið utan evrusvæðisins og sk. innri markaður ESB í stöðnun. Evrópurétturinn jók skrifræðið, ofan á sænska regluverkið bættust reglur ESB. Góðar umbótatillögur í þinginu hafa tafist eða strandað á lögum ESB. Atvinnuleysið hefur farið í 10% þrátt fyrir góðæri á heimsvísu síðustu fimm árin.
Hverskonar bull er þetta. Það væri gaman að vita hvaða fyrirtæki fluttu og hversvegna. Þau eru væntanlega ekki að græða mikið að flytja sig innan ESB ef að það er svona slæmt. Og hvað á maðurinn við með verslunarhömlur ESB. Það er t.d. staðreynd að vöruverð í Svíþjóð sem var sambærilegt og í Noregi er nú meira en 30% lægra. Og eins og þessu er lýst væru Svíar nokkurn veginn á hausnum. Minni líka á að það eru fyrirtæki t.d. frá USA sem hafa verið að kaupa sig inn í Sænsk fyrirtæki t.d. SAAB og koma ESB ekkert við

 

Nú hafa sænskir bændur fengið boð frá ESB um fjölda trjáa í beitarlöndum, það eru mörg tré í Svíþjóð og standa bændur í stórfelldu trjáhöggi. Stefna ESB hefur leitt til aukins stórreksturs, sjö býli hafa verið lögð niður að meðaltali daglega í Svíþjóð. Starfsmönnum eftirlitsstofnunar landbúnaðarins fjölgaði samt úr 100 í 800. Víða í dreifbýlinu hefur alla tíð verið fastmúruð andstaða við aðildina.
Hefur maðurinn kynnt sér landbúnað hér á landi. Bændum hér hefur fækkað um meira en helming á nokkrum áratugum. Heilu byggðalögin hafa hætt landbúnaði og eru í eigu nú að mestu manna sem búa í höfuðborgin. Fyrirtæki reka nú landbúnað á mörgum jörðum og stórbýli hafa keypt kvóta og jarðir í kring um sig. Hér er landbúnaður niðurnegldur og menn mega ekki selja afurðir sjálfir heldur verða að nota rándýra milliliði. Og við borgum líka ríflega fyrir auk þess sem við greiðum framleiðslustyrki.

 

Aðildargjald Svía er 29 milljarðar sænskra króna á ári. Þar á ofan bætist svipaður kostnaður við tilskipanir ESB.
Maðurinn gleymir að sænskir neytendur eru líka skattgreiðendur og þegar svona er reyknað út þá verður hann að reikna með hvað þeir spara með því að allur tollur milli Svía og annarra ESB þjóða er 0. Því hafa Svíar t.d. getað selt bíla í samkeppni við mun ódýrara vinnuafl í Japan og Kóreu. Þó reyndar nú séu uppi alvarleg vandamál hjá þeim. Enda skrítið að í landi sem borgar norræn laun hafi bílaiðnaður gegnið svo lengi.
Lokun landamæraeftirlits hefur valdið mikilli aukningu kostnaðar vegna áfengismisnotkunar, eiturneyslu og glæpa. Bein útgjöld Svía af aðildinni eru því líklega orðin á annað þúsund milljarðar SEK auk óbeins taps.

Svíar eru með sambærilegt eftirlit við okkur. Það ræðst ekki af ESB heldur Schengen samningnum. Sem er eins hjá þeim og okkur. Og áfengisneysla kemur þessu máli bara ekkert við. Ekki erum við í ESB og við misnotum áfengi í meira mæli en Svíar. Þetta með að ríkið sjái ekki um að selja áfengi heldur einkaaðilar hefur ekkert með aðgengi þeirra að gera.

Samkvæmt stjórnvöldum í Svíþjóð eru Svíar ánægðir með veru sína í ESB þó eðlilega séu alltaf einhverjir gallar. Það er eins og að það er mikill galli fyrir okkur að standa utan ESB. Danir hafa verið í ESB í hvað eitthvað um 30 eða 40 ár. Finnar hafa verið jafnlengi og Svíar og eins og allar hinar 27 þjóðirnar er ekkert land að leyta að leið til að komast út úr sambandinu.


mbl.is Gengi krónunnar lækkar um 1,27%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband