Leita í fréttum mbl.is

Hugmynd að tekjulind fyrir þjóðina.

Hef verið að velta fyrir mér nú í framhaldi af því að sjálfstæðismenn lýstu sig andsnúna ESB vegna þess að útlendingar gætu komist í auðlindir okkar í sjónum. Er þá ekki kominn tími til að við förum að rukka þessa útgerðamenn um skatt fyrir það að þeim voru afhent þessi auðævi sem þeir hafa sannanlega notað til að veðsetja, skuldsetja og arðræna til að nota í verkefni hér eins og bankabóluna og útrásarverkefni án þess að þeir hafi greitt nokkuð að ráði fyrir aðganginn sérstaklega.

Mér finnst nú í erfiðleikunum eigum við að rukka 10 þúsund krónur skatt á hvert tonn sem nenn eiga. Er ekki veitt hér um 1. milljón tonna af fiski. Það mundi gera um 10 milljarða á ári. EN þeir sem leigja kvótann þyrftu ekki að borga skatt aðeins þeir sem hafa eignarrétt á kvóta. Menn sem ekki myndu sætta sig við þetta gæfist þá kostur á að skila inn kvóta sem síðar yrði úthlutað aðeins til þeirra sem ætla að veiða hann í eitt ár í senn gegn hóflegu gjaldi.


mbl.is Kvóti úthafskarfa óbreyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er bara allt annað uppi í dag. Það þarf að auka tekjur og þeir hafa okrað á kvótaleigu. Þeir hafa ausið peningum út úr kerfinu og í vafasamar framkvæmdir m.a. í gengisbrask og fleira. Það þarf að setja á nýja skatta og manni fynst að fyrirtæki og einstaklingar sem eru að græða á falli krónunar geti borgað aukalega í kerfið. Enda þar sem Sjálfstæðisflokkur og LÍÚ vilja ekki í ESB út af kvótanum þá geti þeir borgað eða skilað kvótanum aftur að öðrum kosti og hann síðan leigður út gegn hæfilegu gjaldi aftur til þeirra sem vilja í 1 ár í senn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er allavega lágmark að þjóðinni borgi ekki með fisknum til þessara manna með því að ríkisbankarnir afskrifi skuldir þeirra. Ef útgerðarfyrirtæki þurfa svo lítið sem að afskrifa eina krónu þá ber ríkisstjórninni að nýta tækifærið til að kalla inn kvótann hjá þeim fyrirtækjum sem eru ekki borgunarmenn sinna skulda.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.3.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband