Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú skrýtin frétt!

Það leggja 2 félagsmenn fram tillögu um að ganga úr BHM og fyrirsögnin er "Hjúkrunarfræðingar vilja úr BHM". Væri ekki réttara að segja að 2 hjúkrunarfræðingar vilji úr BHM.

Þetta er reyndar hugmynd sem hjúkrunarfræðingar komu með áður fyrir nokkrum árum en hættu vð. Ef þeir svo kjósa þá verður svo að vera. En ég held að þau eigi eftir að átta sig á því að þegar þau standa eftir ein verður það ekki sjálfkrafa til að þau fái hærri samninga. Og eins held ég að þau borgi bara eins og önnur félög iðgjöld til BHM fyrir hvern félagsmann í starfi. Hvorki meira eða minna.

En þar sem vera þeirra í BHM hefur áhrif á rekstur BHM vildi ég að þau færu nú að ákveða sig hvort þau ætla að vera með öðrum félögum í BHM eða hætta því þetta hefur áhrif á BHM og önnur félög þar. T.d. þarf að sníða starf BHM eftir stærð og ekki hægt að vera með starfsfólk og félög BHM í þessari óvissu á 2 ára fresti.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar vilja út úr BHM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BHM er auðvitað félögin og fólkið sem stendur á bak við þau þannig að etv eiga Fíh að líta í eigin barm og við öll innan Bhm raunar. Raunar er erfitt að koma með sterkar ályktanir þegar passa þarf að móðga engan .  Þetta eru athyglisverð þessi rök frá þeim:Stærð Fíh gerir að verkum að félagið hefur meiri burði til að ráða við mörg verkefni sem falla undir grundvallarmarkmið BHM. Stefnuleysi eða samráðsleysi BHM og vöntun á viðbrögðum þess við aðstæðum á vinnumarkaði endurspeglast á vef bandalagsins þann 2. Apríl 2009 undir flipunum „fréttatilkynningar“ og „helstu fréttir úr starfseminni“ sem báðir eru ætlaðir fjölmiðlum. Báðar síður eru tómar.Ég veit ekki af hverju 2. apríl er sérstaklega tiltekinn fyrir tilkynningu sem send er 12. maí en nú er þó ályktun frá aðalfundi BHM undir fréttatilkynningarflipanum....sem þó er ekki mjög beitt. Fyrst Fíh finnst samráðsleysi BHM og vöntun á viðbrögðum þess við aðstæðum á vinnumarkaði þá gerði ég auðvitað ráð fyrir að mikil og sterk viðbrögð við þessu slæma ástandi væri að finna á vef Fíh (hjukrun.is) fyrst Stærð Fíh gerir að verkum að félagið hefur meiri burði til að ráða við mörg verkefni sem falla undir grundvallarmarkmið BHM...eins og fram kemur í fréttinni. Því miður ekkert um slíkt að finna á heimasíðunni en á spjallborðinu hefur ein mestar áhyggjur að hún fái ekki úthlutað úr orlofssjóði þeirra næstu 8 ár! Jafnframt er stærð Fíh slík að litið er á hana sem ógn í starfi BHM eins og glögglega kom í ljós á aðalfundi BHM í maí 2008 segir í fréttinni.

Veit ekki á hvað plánetu þetta fólk er. Var greinilega ekki á sama fundi og þau í maí 2008 því fremur var andinn sá að nú þyrfti bandalagið að stækka og eflast og öll félögin væru mikilvæg innan þess ekki síst þau stærstu. Hins vegar voru flest félögin á því að ekki væri sniðugt að veita Fíh verulegan hópafslátt. Það var reyndar aðalfundur Bhm einnig 29. apríl sl. og þar heyrðist engin slík gagnryni heldur sem ég tók eftir.

Kveðja

Sigurður Einarsson

Formaður SHMN (aðildarfélag BHM)

 

Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Siggi & Inga

Já, fyrirsögnin gerir vægast sagt úlfalda úr mýflugu.

Siggi & Inga, 12.5.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg sammála þér Sigurður. Það sem ég hef heyrt innan úr BHM er að alltaf hafi verið reynt að taka tillit til Fíh og stæðar þeirra. Þessi óvissa veit ég að var fyrir 1 eða 2 árum og BHM var að bregðast við að þau í Fíh væru á leiðinni út. Búið að gera allt tilbúið að skera niður í rekstir og svoleiðis en svo skiptu þau um skoðun. Þetta er óþolandi og sérstaklega nú þegar erfiðir timar eru framundan og nauðsynlegt fyrir fólk að standa saman.

En verst við þetta er að nú eru þetta 2 hjúkrunarfræðingar sem leggja þetta til og engin veit um hversu mikinn stuðning þau hafa.

Skil að þetta sé auðvelt fyrir ykkur hin í BHM

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.5.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband