Leita í fréttum mbl.is

Landsvirkjurn orðin að sjálfstæðu bákni óháð eigendum sínum.

Nú endanlega missum við stjórn á LV. Þegar Landsvirkjun er endanlega komin í eigu ríkissins taka þeir væntanlega til óspilltra málana að virkja alla staði sem þeir einhverntíma fyrir löngu fengu heimilidir til. Mér finnst það verkefni þingmanna eftir kosningar að koma einhverjum böndum á þetta fyrirtæki þannig að það vinni eftir vilja þjóðarinnar en ekki hugmyndum nokkura afdankaðara stjórnmálamanna eins og Friðrisk Sofus og Jóhannesar Geirs.

Athyglisvert margt í þessari frétt um brotthvarf Álfheiðar:

Ég hlaut því að víkja af fundi með eftirfarandi bókun:
„Ég tel óverjandi að Landsvirkjun semji um raforkuafhendingu til stóriðju án þess að upplýsa þjóðina, sem er eigandi fyrirtækisins, um hvaða verð og verðtryggingar er samið. Á stjórnarfundinum hafa þau rök ein verið færð fyrir þessari málsmeðferð að Alcan á Íslandi hf., áður Íslenska álfélagið hf., óski eftir leynd um þessi atriði. Ég er fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Landsvirkjunar og mótmæli ég því harðlega að því aðeins fái ég þessar upplýsingar í hendur að ég haldi þeim leyndum fyrir borgarbúum. Það brýtur í bága við opna og lýðræðislega stjórnsýslu. Ég afþakka því að taka við sem trúnaðarmáli upplýsingum um raforkuverð og verðtryggingar í nýjum og gömlum samningum um álverið í Straumsvík og undirstrika þá afstöðu mína með því að víkja af fundi

Og svo:

Við ríkjandi aðstæður tel ég brýnt að draga úr skuldsetningu Landsvirkjunar. Ég tel að fyrirtækið eigi fullt í fangi með að ljúka yfirstandandi framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og því beri að leggja áherslu á djúpborunarverkefnið og rannsóknir sem hafnar eru á háhitasvæðum fremur en að hefja virkjunarframkvæmdir á nýjum svæðum eins og fyrirhugað er í Neðri-Þjórsá.

Og loks:

Þá vek ég athygli á að meirihluti stjórnar Landsvirkjunar ákvað á síðasta fundi að halda áfram að veita fé til undirbúnings Norðlingaölduveitu þvert ofaní áform um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Því bendir margt til að samningurinn sem nú er verið að gera við Alcan leiði til þess að áformum um Norðlingaölduveitu verði hrint í framkvæmd. Slíkum áformum hef ég ítrekað mótmælt og lagt fram tillögur í stjórn Landsvirkjunar um að horfið verði endanlega frá þeim.

Raforkuverð er lykilatriði í arðsemismati virkjunarframkvæmda og sú fyrirætlan Landsvirkjunar að leyna samningi um raforkuverð til stækkunar álversins í Straumsvík sýnir að menn hafa lítið lært af deilum um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverðið til Alcoa var og er enn leyndarmál. Auk samnings um raforkusölu vegna stækkunarinnar er fyrirhugað að gera breytingar á gildandi raforkusamningi til álversins sem Alcan starfrækir nú í Straumsvík og leyna einnig þeim fjárhæðum sem þar eru tilgreindar. Hér er brotið í blað því raforkusamningurinn sem upphaflega var gerður við Alusuisse 1966 var opinber


mbl.is Tillaga í stjórn Landsvirkjunar um að aflétta leynd um verð á raforku felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband