Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætlar Ísland að verða þegar það er orðið fullorðið

Það má kannski segja að hrunið hér hjá okkur sé einn kafli í því að við förum að verða fullorðin þjóð!

Fólk fer kannski að átta sig á því að við hérna um 320 þúsund manna þjóð þurfum að átta okkur á því að kerfið sem við höfum búið við gengur ekki upp.

  • Krónan okkar: Hún hefur í raun aldrei virkað sem stöðugur gjaldmiðill. Frá því í byrjun síðustu aldar hefur krónan rýrnað um 2000% gagnvart Dönsku krónunni. Þær voru í upphafi jafn verðmætar en í dag er 1 dönsk króna = 2300 gamlar íslenskar krónur. Við látum það líta betur út með því að 1980 tókum við tvö núll af krónunni.
  • Fjárfestingar:Hér hefur mikið verið byggt og fjárfest á síðustu árum en fólk skildi átta sig á því að fjárfestingar íslendinga hér verða alltaf byggðar á lánsfé. Eins og er að koma í ljós núna. Fólk er að sjá að öll einkavæðingin sem varð í byrjun þessarar aldar og í lok þeirrar fyrri var tekin að láni með vafasömum hætti. Þetta þýðir að nær öll fjárfesting sem hefur verið hér er í raun og veru bara lán. Eignir í þessum fyrirtækjum eru bara til á pappírnum.  Til þess að fá hingað raunverulega peninga þurfum við erlenda fjárfesta. En þeir koma ekki hingað á meðan að hér er króna sem aldrei hefur verið stöðug í meira en nokkur ár í einu.
  • Atvinnuvegir og útflutningur: Helsti útflutningur okkar er orka í formi áls og fiskur. Við erum bundin af því að vegna tolla á full unninn fisk þá erum við dæmd til að vera í því að flytja út hráefni lítið unnið. Við erum því aðallega í frumframleiðslu og látum aðra um það að hirða allan virðisauka af því að gera söluvöru úr fisknum okkar. Eins er það t.d. með álið að við höfum nær eingöngu tekjur af þeim sem vinna í álverunum því í ljós er að koma að orkuverðið er ekki að skapa okkur auðævi. Við þurfum að skapa hér umhverfi sem að fjárfestar telja sé öruggt til að koma með sitt fé og fjárfesta. Þar með erum við að fá raunverulega peninga inni í landið. Fjárfestar þurfa að geta treyst því að gengi krónunnar geti á smá tíma helmingar það sem þeir lögðu til. Eins verður að horfa til þess að þar sem að við byggjum afkomu okkar á svo fáum útflutningsvörum þá verðum við sífellt í hættu. Því þurfum við að vinna að því að auka fjölbreytni í framleiðslu okkar
  • Innflutningur: Við erum langt frá því að vera sjálfbær þjóð. Við erum háð innflutningi meira enn aðrar þjóðir. Við þurfum því gjaldeyrir inn í landið til að greiða fyrir innflutning. Og þá erum við komin í vandræði einu sinni enn vegna krónunnar.
  • Landbúnaður: Ég hef ekki skilið hræðslu bænda vegna ESB. Hefði haldið að bændur með t.d. Kindakjöt sem er ólíkt öllu öðru kindakjöti og væri sennilega hægt a selja sem villibráð þar sem það lifir vilt á fjöllum 4 mánuði á ári, hefði haldið að bændur mundu fagna því að geta aukið útflutning sinn með því að kjöt hér yrði fullunnið og selt sem lúxus kjöt á ESB svæðinu. Nú í dag yrði unið kjör tollað þar. Eins með mjólkurvörur sem eru að fá verðlaun um allan heim.
  • Samkeppni:  Það ætti öllum sem hér búa að vera ljóst að samkeppni hér hefur og verður aldrei annað en málamynda . Hér eru tiltölulega fá fyrirtæki búin að skipta með sér markaði og hafa leynt og ljóst samráð sín á milli. Það er haldið uppi verði hér eftir samningum. Bændur reyrðir í reglur um viðskipti við afurðarstöðvar og mega ekki selja þeim sem þeir vilja. Olíufélög sameinast um innflutning og hækka og lækka verðið á sömu mínútu. Tryggingarfélög láta viðskiptavini borga fyrir fjárfestingar sínar með braski með bótasjóði. Með því að fá hingað erlend fyrirtæki mundi samkeppni hér aukast og fyrirtæki kæmust ekki eins auðveldlega upp með að halda verði uppi.

Ég vill ekki hafa þessa færslu of langa. En ég vill að lokum benda fólki á eftir farandi sem ég skrifað fyrir nokkru síðan.

  • Saga okkar af samningum við erlendar þjóðir: Það er ljóst að fyrst fyrir alvöru fór Íslands að þróast frá því að vera eitt fátækasta land Vesturlanda í stríðinu af þvi að Íslendingar högnuðust á hersetunni
  • Síðan kom Marshall aðstoðin. Þar fengum við hlutfallslega meira en aðrar þjóðir í styrki þó við hefðum ekki þolað eins miklar hörmungar og aðrar þjóðir í stríðinu. Fyrir hana keyptum við fullt af togurum.
  • Síðan má nefn EFTA. Þar fengum við alveg sérstaklega góðan samning um inngöngu. Þar sem við fengum sérstaka styrki umfram aðra til að aðlaga okkur að þeim samning. En úrtölumenn töldu að vð mundu tapa öllum fiskinum til útlendinga. Þeir mundu kaupa hér allt og útlendir togarar veiða hér allt.
    En staðreyndin er að þetta var á tímum þegar síldin hrundi og inngang í EFTA hjálpaði okkur mikið.
  • Loks hægt að tala um EES samningin sem kom hér rétt eftir að við gerðum þjóðarsáttasamninga um að ná niður verðbólgu. EES samningurinn olli því að þrátt fyrir mikla skatta sem þá voru þá voru erfiðleikar og ekki nándar eins langvinnir og reiknað var með.

Svo ég held að með því að sækja um ESB aðild og ef viðunandi samninga nást þá komumst við í umhverfi sem gefur okkur kost á að þróast áfram. M.a. myntsamstarf og síðar evru, og eins að við komumst en frekar í regluverk sem þjóðir hafa skapað af reynslu síðust hundruð ára í verslun viðskiptum og miklu fleiru. Þessar þjóðir byggja á miklu meiri reynslu en við. Við höfum ekki nema innan við 100 ára reynslu af þessu.


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ætlum við að verða eins og góðu ríkin sem þú dýrkar, að kúga minni þjóðir til hlíðni við okkur? þú ert landráðarmaður og átt að skammast þín. allt það sem ávanst á 17. júní 1944 ert þú og þínir félagar að berjast gegn. ALLT.

Frelsi til viðskipta og sjálfsákvörðun verður engin. ef þú berð gegn því þá lifir þú í sjálfsblekkingum og lýgi eða ert bara svo illa innrættur og að þú vilt koma landi og þjóð undir erlend yfirráð. sem þýðir að þú ert landráðarmaður og quislingur. 

Fannar frá Rifi, 12.7.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað kallar þú viðundandi samning? segðu mér það. hvar dreguru mörkin? eru einhver mörk? þú ert allavega tilbúinn að gefa hollendingum og bretum auðlindir og framtíð íslands í gegnum Icesave þannig að þú verður að koma með góð mörk sem ekki eru eins og allt annað með þig og aðra í sandfylkingunni þegar kemur að esb. stór orð um hag íslands alveg þangað til að kommisarinn segir annað. þá ferð þú og hlíðir öllu því sem hann segir og talar gegn hagsmunum lands og þjóðar. svona eins og góðum og blindum flokkshesti ber að gera.

reynsla þessara þjóða í viðskiptum síðustu ár hundruða er kúgun, dráp, þrælasala, fjöldamorð og dópsala. Bretar voru t.d. stærstu ópíum salar heimsins á tímabili. heilt stríð var háð til þess að "vernda" hagsmuni breta. já það er aldeilis gott þetta lið sem þú vilt leggja lag þitt við. þrælasalar og fjöldamorðingjar. ættir kannski að kynna þér nýlendu sögu Belga. 

Fannar frá Rifi, 12.7.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar minni þig á að það voru Breta og Hollendingar kúguðu okkur. Það var ESB sem kom á samningagrundvelli fyrir okkur. Mjög eðlilegt fyrir ESB að standa að baki þjóðum sem voru í ESB. Þið sem viljið halda okkur hér hér afskptum og án þess að hafa grundvöll til þessa að komast af nema í nokkur ár eruð alveg eins landráðamenn. Og örðu nenni ég ekki að svara enda ber það þess merki að þar talar öfgamaður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2009 kl. 01:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú annars fyrst þú ert að tala um reynslu fyrri alda þá er kannski gott að benda þér að að hér á landi voru heilu byggðalögin undir hælum stór útgerðamanna sem höfðu þar öll völd og fólk stóð og sat eftir vilja þeirra og svo einn dag seldu þeir bara kvótan út byggðarlaginu og eftir sat fólkið atvinnulaust. Og hér fram á 20 öldina var fólk í vistarböndum og gat sig hvergi hreyft nema með leyfi bænda sem næst áttu þau. Þannig að þú skalt og ef við förum enn lengra aftur þá er þjóðin að hluta til komin af þrælum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2009 kl. 01:39

5 identicon

Og stefnir hraðbyri í áttina að verða að þrælum aftur. 

Núna að þrælum erlendra herraríkja.

Er það betra??

Hvar er allt okkar og foreldra minna og minnar kynslóðar, basl við að komast uppúr moldarkofunum og mennta börnin okkar, þegar þau og þeirra menntuðu skólafélagar, ætla svo að gera tveggja kynslóða eða þriggja kynslóða baráttu að engu?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 01:59

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigrún ert þú að segja að allar þjóðir Evrópu séu þrælar? Ekki beint trúlegt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2009 kl. 02:08

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

draumurinn um eina evrópu í einu ríki er sterkur.

Þú ert duglegur við það að vitna í að hinar og þessar esb þjóðir séu ekki sjálfstæðar. þær eru ekki sjálfstæðar. löggjafarvald þeirra er ekki lengur hjá þeim. þjóð sem ekki hefur lengur yfir umsjón yfir eigin löggjöf er ekki sjálfstæð. alveg sama hversu mikið þú derrir þig sperrir í stór yrtum yfirlýsingum. 

eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur þá geta þjóðir ekki einu sinni gengi út úr ESB. jú nema með því að allar aðrar þjóðir sambandsins samþykki það einróma. semsagt nánast engar líkur. 

og það sem þú ert að segja að útaf því að við að samfélagi var svona og hinsegin þá er allt í lagi að við verðum þrælar aftur. þú ert nú meiri auminginn. það er ekkert annað orð til yfir þig. 

Fannar frá Rifi, 12.7.2009 kl. 09:59

8 identicon

Ekki allar þjóðir Evrópu, það veistu vel. Þú veist líka hvaða þjóðir ráða þar. Öllu sem þau vilja ráða. Sama hve mörg lönd þau tala inn.

Og við munum ENGU ráða. Sennilega komin með sömu vistarböndin aftur eins og fyrrum.

Ef þetta er ekki nútíma þrælahald, þá bara skiljið þið ekki hvað þrældómur er.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband