Leita í fréttum mbl.is

Höfum skynsemi að leiðarljósi!

Nú eru sérfræðingar Seðlabankans að tala um að komið sé færi á að horfa á endurskipulagningu skulda við heimilin. Enda eru nú bankarnir að komast á koppinn aftur og vita loks um stöðu mál hjá sér [- Landsbanki]

Hér hafa meintir sérfræðingar (m.a. Hagfræðingar eins og Ólafur Arnarson) talað um að það ætti fyrir lifandis löngu átt að færar skuldir niður á línuna. Þeir hafa talað um að þetta þurfi að gera þrátt fyrir að þetta gæti kostað ríkið gífurlegar upphæðir. En ég hef fundið alvarlegan punkt sem þeir hafa gleymt í þessu mali sínu um meintan fólksflótta ef lán yrðu ekki leiðrétt umtalsvert hjá öllu. En veikleikinn sem þeir hafa gleymt er þessi:

Ef að það mundi kosta ríkið  um 300 milljarða við 20% og sumir tala um 30% niðurfellingu sem þýddi um 450 milljarða kostnaðp á ríkð. Þeir segja að ef þetta verði ekki gert verði hér almennur fólksflótti. Nokkur atrið sem þeir gleyma:

Ríkið þyrfti væntanlega að gefa úr skuldabréf á móti þessum skuldum. Af því skuldabréfi þyrfti að borga. Og þar sem að við erum þegar að mæta halla á fjárlögum með niðurskurði og hækkun skatta mundi þetta bætast ofan á þetta. Og vægt held ég að mætti reikna með því að hækka þyrfti tekjuskatt á alla um 3 til 5% til að greiða af þessum skuldabréfum næstu áratugina. Og þá er ég kominn að atrið sem þeir hafa algjörlega gleymt en það er unga fólkið sem er að koma úr skólum hér næstu árinn og eiga engar eignir. Halda þessir menn að þetta fólk sem er ekki bundið hér neinum fjárskuldbindingum komi til með að vilja vera búandi hér þar sem beinir og óbeinir skattar verða kannski yfir 60%. Ég er næsta viss um að það mundu fáir vilja þegar þeim biðst meira að segja hagstæðari lífskjör í skatta löndum eins og Noregi og Svíþjóð.

Og eins þá er furðulegt að þeir haldi að það sé einhver lausn fyrir fólk að hlaupa héðan frá skuldum því að þær elta fólk til allra nágranalanda okkar og fyrirtæki eins og Credit info eru starfandi í öllum þessum löndum. Og því fær fólk litla fyrirgreiðslu þar.

Ég er næsta viss um að ríkisstjórnin er að landa lausnum smátt og smátt sem koma til með hjálpa þeim verst stöddu og gera öðrum mögulegt að kljúfa þetta.

Eins tel ég að hér á landi eigi líka eftir að breytast búsetumunstur og fleiri eigi eftir að kjósa að búa í leiguhúsnæði og húsaleigufélög sem og búsetafélög eigi eftir að eflast hér á landi. Enda ekki eðlilegt að allir séu í þessu kapphlaupi að byrja í blokk og svo sífellt að vera að stækka við sig og taka hærri lán. Þetta form er hvergi til í heiminum eins og hér.

Ég held að þegar þetta tímabil verður skoðað eftir nokkur ár verði margir fegnir að menn pössuðu sig á að vera ekki of fljótráðir


mbl.is Ríður á endurskipulagningu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sammála þessu. Fólk losnar ekki við skuldir sínar þó það flytji úr landi. Það losnar hins vegar við háa skatta hér á landi ef það fer burtu. Það að flytja þungar byrðir af heimilum í formi lækkana á skuldum yfir í aukna skattbyrði á sömu heimili til að mæta kostnaðinum við það er því ekki leið, sem er til þess fallin að draga úr fólksflótta að mínu mati.

Sigurður M Grétarsson, 15.9.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband