Leita í fréttum mbl.is

Finnst nú lágmark að þingmenn kynni sér um hvað málið snýst áður en þeir ráðast að ráðherra

Hef verið að skoða fyrirhugaða SV línur sem hægt er að lesa sig til um hér: http://www.sudvesturlinur.is. Þetta er engin smá framkvæmd. En um framkvæmdina í hnotskurn má lesa á þessari síðu m.a.

Framkvæmdirnar í hnotskurn

 

Hið endurnýjaða meginflutningskerfi raforku á Suðvesturlandi mun hér eftir sem hingað til byggjast á loftlínum en á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir jarðstrengjum til tenginga – og þannig dregið úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

  • Í heildina er um að ræða nýbyggingu á u.þ.b.152 km af loftlínum og  endurnýjun á um 19 km af línum meginflutningskerfisins.
  • Nýjar tengingar orkunotenda og virkjana við meginflutningskerfið, alls 35 km af loftlínum og 54 km af háspennustrengjum í jörðu.
  • Núverandi háspennulínur rifnar niður og fjarlægðar,alls 97 km af loftlínum.
  • Ný tengivirki rísa á Hellisheiði, við Sandskeið, við Hrauntungur sunnan Hafnarfjarðar og á Njarðvíkurheiði.
  • Tengivirkið við Rauðamel verður fjarlægt.

Og þar má sjá kort af sýnlileika og áhrifasvæði línunar.

synileikakort-yfirlit

Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat segir m.a.

Skipulagsstofnun telur að neikvæðustu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag og þar með einnig á útivist og ferðaþjónustu.


Skipulagsstofnun telur að heildaráhrif fyrirhugaðra framkvæmda m.t.t. þessara umhverfisþátta verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd þar sem fyrirhugað er að reisa 500 ný möstur og leggja milli 180 og 190 km af loftlínum og um 50 km af jarðstrengjum.

Áhrifasvæði línanna mun ná frá Hellisheiði til vestasta hluta Reykjanesskaga og þær munu liggja á löngum köflum um hverfisverndarsvæði, svæði sem eru á náttúruminjaskrá og fólkvanga, stofnaða sérstaklega til útivistar og geta framkvæmdirnar rýrt gildi þessara svæða til útivistar.

Jafnframt liggja línurnar á köflum í grennd við fjölförnustu þjóðvegi landsins, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Þó að ljóst sé að það er jákvætt að tæplega 100 km af núverandi línum verða fjarlægðar þá eykst umfang raforkulína og mastra talsvert miðað við núverandi aðstæður þegar á heildina er litið.


Fyrirhugaðar háspennulínur verða lagðar um mosagróin nútímahraun, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, á meirihluta línuleiðarinnar frá Hellisheiði út á Reykjanes. Skipulagsstofnun telur að þegar litið er til heildaráhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir og gróður verði áhrifin talsvert neikvæð þar sem nútímahraun munu raskast á óafturkræfan hátt á alls tæplega 30 ha landssvæði og nútímahraun eins og um er að ræða á áhrifasvæði framkvæmdanna, þekja lítinn hluta jarðar og sá gróður sem þar vex því frekar fátíður.


Skipulagsstofnun telur að nýlagning lína geti haft talsverð neikvæð áhrif á fugla á löngum köflum fyrirhugaðar línuleiðar vegna áflugshættu og búsvæðaröskunar, auk þess sem línuleið mun á kafla liggja í nálægð við gamlan varpstað hafarna. Á móti koma jákvæð áhrif vegna fyrirhugaðs niðurrifs núverandi lína um Heiðmerkursvæðið. Það er því niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif á fuglalíf verði nokkuð neikvæð vegna lagningar Suðvesturlína.

Hvernig væri nú að menn segðu okkur nákvæmlega fyrir utan þetta hvaðan orkan á að koma í Helguvík þegar álverið verður komið í fulla stærð því að þá bætast við umhverfisáhrif á þeim stöðum sem verða virkjaðir?

Eins væri gott að vita hvernig hægt sé að gefa út leyfi fyrir ákveðinni stærð af verksmiðju án þess að tilgreina hvaðan nákvæmlega orkan á að koma til þess? Nú segja menn að ef að orkan hér á SV horni dugi fyrir fullbúinni Helguvík þá verði í það minnst nær ekkert eftir í neitt annað hér. Og hvernig eigum við þá að skaffa atvinnutækifæri hér næstu áratugina og aldirnar?

Eins væri gaman að menn hugsuðu út það áður en byggingarleyfi er gefið út að með því að leyfa byggingu álvers er það stór ákvörðun að eftir að framkvæmdir eru hafnar hafa eigendur öll spilin á hendi og geta heimtað að vild. Þannig gæti svona vinnubrögð endað með þvi að við þyrftum að virkja í Hvítá við Gullfoss því annars yrði hér tap upp á tugi eða hundruð milljarða. Hvenær ætlum vð að læra að hugsa dæmin til enda?

Þannig ætti Ragnheiður Elín kannski að hugsa til barna sinna! Ef þau vilja starfa við eitthvað sem krefst orku í framtíðnni hvaðan á að fá hana? Þegar hún verður næstu 100 árin bundin í Álverinu í Helguvík

 


mbl.is Umhverfisráðherra vændur um heigulshátt og hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband