Leita í fréttum mbl.is

Og svo áfram með endurreisnina! Ekkert stopp!

Þessi fyrirsögn er stílfærður kosningarfrasi úr kosningum 2007. Voru það ekki framsóknarmenn sem notuð þetta. En þetta er einmitt það sem mér finnst að við eigum að miða við. Við látum ekki mál sem við þurrfum hvort eð er að leysa dragast vegna þess að einhverjir "snillingar" eru alltaf á því að það séu til aðrar lausnir sem síðan reynast óraunhæfar. Nú komum við þessu máli frá og getum þá einbeitt okkur að öðrum.

Það hefur ekki hingað til verið að trufla Íslendinga hvað gerist eftir 7 ár. Og eins að þangað til er tími sem vð getum nýtt til að koma okkur í mun betri stöðu til að ráða við þessi mál. Jafnvel að semja um þessi mál aftur ef að okkur sýnist að við ráðum ekki við þetta.  Minni fólk á að sennilega verða greiðslur af þessu Icesave kjaftæði sem lenda á þjóðinni aðeins um 10 til 15% af öllu sem við þurfum að borga. Og því fyrr sem mál hér fara að batna þeim mun minna mál verður þetta fyrir okkur. Með því að draga að afgreiða þetta mál höfum við m.a. dregið úr lánshæfi okkar til framkvæmda og því verða öll lán sem við þurfum að taka dýrari sem nemur sennilega tugum eða hundruðum milljarða. Og draga þvi úr arðbærni t.d. virkjana. Sem kostar okkur mikið. Þetta gera "snillingarnir" sér ekki grein fyrir.


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Ég nenni nú ekki að liggja yfir reikningi,hér eru svo margir,sem um það deila hvort <Icesave sé okkur viðráðanlegt,það verður ekki ég,heldur afkomendur mínir og okkar allra sem fá þennan klafa í hausinn. En það sem mér svíður sárast er að ´þessi stolta (oft á tíðum rígmontna þjóð),skuli liggja marflöt fyrir ofríki þessara þjóða,vitandi(þau vita það J.S. og S.T.S.)að við sem þjóð berum og bárum ekki ábyrgð á Icesave.                                 Setjum svo að Bretar hefðu haft samband við stjórnvöld hér,áður en þeir upp á sitt eindæmi,tóku til að greiða innstæðueigendum Icesave. Hefði strax litið friðvænlegar út. Ég ætla ekki að tjá mig meira hér,en fylgjast með.  

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helga eins og ég lít á þetta þá vorum það við sem gáfum þessum banka leyfi til að taka við innistæðum í Bretlandi, Hollandi og víðar. Við áttum að hafa eftirlit með því að þessir bankar stæðu þannig að rekstri þessarar eininga þannig að innistæður væru tryggðar. A.m.k upp að 20.880 evrum. Auk þess gáfum við yfirlýsingar um að ríkið tryggði innistæður í Íslenskum bönkum að fullu. Þ.e. allar innistæður óháð upphæð. Nú síðan höfum við samið við Breta og Hollendinga um að borga þeim innistæðutryggingu upp að 20.880 evrur á hvern einstakling sem átti innistæður á þessum Icesave eða minna ef þeir áttum minni inneign.

. Bretar og Hollendingar borguðu þessu fólki svo það sem stóð útaf sem var jafn mikið og við borgum. Ég get ekki séð að við séum að láta valta yfir okkur. T.d. fáum við þetta lánað hjá þeim til 15 ára en þurfum ekki borga þetta út strax.

Allar inneignir sem Sveitarfélög, félagasamtök, góðgerðafélög, fyrirtæki, stofnanir og fleiri áttu á icesave eru ekki bættar. Því eru þessir aðilar að tapa miklu í þessu gjaldþroti Icesave.

Upprunalega gerðu Bretar kröfu um að við borguðum allar innistæður bæði einstaklinga og lögaðila sem voru minnir mig um 4000 milljarðar. Í dag borgum við um 700 milljarða og eignir Icesave duga sennilega fyrir 90% af því eða meira. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.11.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband