Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Það eru nú fleiri staðir en sjúkrahús og hjúkrunarstofnanir sem glíma við þetta.

Frétt af mbl.is

  Íslendingar sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á sjúkrastofnunum
Innlent | mbl.is | 25.10.2006 | 13:30
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Þetta kom fram í ræðu Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, við setningu 41. þings BSRB í dag. Segir hann það rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. „Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum."

Þetta á líka við í skólum og leikskólum. Þar gengur illa að ráða inn fólk vegna launa og vinnuálags. Þannig að annaðhvort sættum við okkur við að börnum og sjúkum sé sinnt af fólki sem ekki skilur þau og öfugt eða við grípum til aðgerða.

Eitt ráð væri til dæmis  að ráða inn á sjúkrahúsin og  í skóla meira af fagmenntuðu fólki sem vel getur sinn þeim störfum sem illa gegnur að ráða í. => Mun betri þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda.


mbl.is Íslendingar sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á sjúkrastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi getur verið böl en bara ef menn leyfa því að vera það!

Alveg er makalaust hversu gjörsamlega sumir eru dómgreindarlausir. Það þýðir ekki að kenna áfenginu um:

Frétt af mbl.is

  Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Innlent | mbl.is | 25.10.2006 | 12:06
Tæplega fertugur karlmaður var tekinn fyrir ölvunarakstur um miðjan dag í gær í austurborg Reykjavíkur. Áður hafði hann ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi. Með góðri liðveislu ónefnds borgara tókst að ná manninum sem var ekki einn á ferð. Sonur mannsins, sem er 11 ára, sat í framsæti bifreiðarinnar í ökuferðinni.
Lesa meira
Auk þess var hann á ótryggðum bíl og ökuleyfislaus.

mbl.is Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur vopnaframleiðenda

Það hefur alltaf verið mín bjargfasta trú að vopnaframleiðendur séu þeir sem komi af stað stríðum, sérstaklega í þróunalöndum. Þeir hafi þar vopnasölumenn og sendisveina sem greiði glæpamönnum til að koma af stað og viðhalda stríðum milli manna, þjóðarbrota, trúarhópa og jafnvel þjóða. Þar með tryggja þeir vopnasölur til langframa.

Þeir reka líka öfgasamtök í Bandaríkjum sem ráða miklu í stjórn landsins og talar máli vopna og vopnaeignar. Heitir Félag byssueiganda eða eitthvað svoleiðis. Og hefur mikil völd, sérstaklega í flokki Bush.

 

Frétt af mbl.is

  Stríðskostnaður álíka mikill og fjárframlög til þróunarmála
Erlent | mbl.is | 25.10.2006 | 7:58
Hópur uppreisnarmanna í Úganda. Kostnaðurinn við átök í einu þróunarlandi er nærri álíka mikill þeirri upphæð sem varið er til þróunarmála í heiminum að því er bresk þingnefnd heldur fram.

mbl.is Stríðskostnaður álíka mikill og fjárframlög til þróunarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona hjálpum við bönkunum að hagnast

Markaðurinn, 24. Október 2006 11:36
Skuldir heimilanna aukast

Skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá
áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum. Greiningardeild Glitnis segir útlán banka til heimila hafa vaxið hratt frá miðju ári 2004 í kjölfar sóknar þeirra á íbúðalánamarkað.

Í Morgunkorni Glitnis segir að langstærstur hluti skulda heimilanna við bankakerfið sé í formi verðtryggðra langtímalána, eða um 74 prósent af heildarskuldum. „Þessar skuldir hafa hækkað töluvert vegna hárrar verðbólgu undanfarið en þó virðist sýnt að aukið hafi verið við lántökuna," segir í Morgunkorninu.

Þá er athygli vakin á því að gengisbundnar skuldir hafa tvöfaldast frá áramótum og námu 56 milljörðum króna í septemberlok en það eru 9 prósent af heildinni. Einhver hluti þessarar aukningar er tilkominn vegna gengisbreytinga en þó er ljóst að almenningur hefur aukið töluvert við erlendar skuldir sínar undanfarið enda hefurgengisáhætta minnkað nokkuð með veikari krónu.

Þá námu yfirdráttarlán heimila 69 milljörðum króna um síðustu mánaðamót sem jafngildir 10 prósentum af heildarskuldum heimilanna.

Þetta benti ég m.a. á í þessari færslu hér í gær. Bankarnir eru að græða á verðbólgu því þeir taka óverðtryggð lán í útlöndum með vöxtum sem eru undir prósenti. Bankarnir eru að græða á yfirdrætti þar sem þeir rukka um yfir 20% vexti. Þeir eru að græða á langtímalánum þar sem að verðtrygging er sífellt að hækka höfuðstólinn.


Verður Keflavíkurflugvallarsvæðið einkavinavætt?

Frétt af mbl.is

  Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins stofnað
Innlent | mbl.is | 24.10.2006 | 15:19
Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn í Reykjanesbæ í dag, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum. Félagið, sem lýtur forræði forsætisráðherra, mun leiða þróun og umbreytingu á varnarsvæði því á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not.

Það verður spennandi að sjá hverjir það verða sem fá að vera með starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Verður hann kannski einkavinavæddur?

Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, stýrir félaginu en með honum í stjórn sitja þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Þórarinsson verkfræðingur. Varamenn eru Hildur Árnadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Þarna eru minnstakosti nokkrir sjálfstæðismenn.


mbl.is Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djölfuls ómenni eru þetta

Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið
Innlent | mbl.is | 24.10.2006 | 19:23

Þjóðleikhúsið. Átján ára stúlku var nauðgað af tveimur karlmönnum fyrir utan Þjóðleikhúsið aðfararnótt laugardag

Mikið hljóta svona menn að vera kexruglaðir og gjörsamlega siðlausir. Þessi verknaður er náttúrulega með því ljótara sem til er. Vona að þeir náist sem fyrst.

Þetta leiðir mig líka að þeim sem af minnsta tilefni beita ofbeldi. t.d. berja fólk með glösum, stinga með hnífum, berja fólk með kylfum og svo framvegis. Þetta er því miður oft sömu mennirnir og eru að nauðga. Menn sem í sínum veikindum halda að þeir komist í gegnum lífið og til metorða meða því að ógna, berja og nauðga.

Þeim er gjörsamlega sama um allann sársauka og andlegum kvölum sem þeir valda öðrum.

Þessa menn þarf þegar þeir nást að loka frá okkur lengi. Eins lengi og þarf til að gera þá skaðlausa.  t.d. vegna elli.


mbl.is Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru bankarnir sem geta varla borgað vexti á innlánin ykkar

NFS, 24. Október 2006 16:28
Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins

Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra.

Landsbankinn er annað stærsta fyrirtækið með 106 milljarða króna veltu en fyrirtækið fer upp um þrjú sæti milli ára.

Þetta eru stofnanir sem rukka okkur um okurvexti og borga helst ekki vexti á það sem við geymum af peningum hjá þeim. Þeir rukka okkur um þjónustugjöld hægri og vinstri þrátt fyrir að vaxtamunur milli inn og útlána sé einmitt hugsaður til að dekka þann kostnað. EN þetta látum við bjóða okkur ár eftir ár. Þeir þurfa jú fjármagn til að leika sér með í útlöndum.

Þetta eru bankarnir sem við gáfum fyrir nokkrum árum. á um 10 milljarða. Þeir velta nú 10x meira en þeir kostuðu og við fáum alls ekki betri þjónustu eða kjör.


Eins gott að hún þurfi ekki að tala á ensku!!!

Í framhaldi af Alherjaþinginu og ávarpi hennar þar sem fáir skildu, þá er víst eins gott að hún getur talað norsku ágætlega.  Sem síðan er hægt að þýða fyrir hina yfir á ensku.
mbl.is Utanríkisráðherra tekur þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ojbarasta!!!!

1450 farþegar án salernis í þrjá sólarhringa
Veröld/Fólk | mbl.is | 24.10.2006 | 10:45

Ástandið um borð í breska skemmtiferðaskipinu Destiny hefur verið frekar bágborið undanfarna sólarhringa því salernin um borð hafa ekki virkað sökum stíflu í frárennslisrörum

Var reyndar ekki viss um undir hvaða flokk ég ætti að setja þetta. Geri kannski nýjan flokk seinna sem heitir "skrítið og skemmtilegt"og/ eða "Frekar ógeðslegt"


mbl.is 1450 farþegar án salernis í þrjá sólarhringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við er þetta þá keppni

Frétt af mbl.is

  Enginn að sigra í Írak samkvæmt nýrri bandarískri könnun
Erlent | mbl.is | 24.10.2006 | 8:52
Unglingspiltur ber lítin dreng, sem særðist í sprengjuárás... Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum er þeirrar skoðunar að Bandaríkin séu að vinna sigur í Írak ef marka má niðurstöður skoðunarkönnunar. Helmingi fleiri voru hinsvegar á þeirri skoðun í desember sl.

 

Ég hélt að þetta væri land Íraka. Hvernig getur þá verið að Bandaríkjamenn séu að reyna að sigra einhverja? Eru það þá hverjir? Eru það öfgahópar sem ráðast á þá og samborgara sína í leiðinni? En það eru væntanlega Írakar líka. Er þá ekki sigur fyrir Íraka og kannski Bandaríkjamenn að þeir hypji sig hið fyrsta og þannig öfgahóparnir missi að hluta til tilgang sinn með þessum árástum?


mbl.is Enginn að sigra í Írak samkvæmt nýrri bandarískri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband