Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Full mikil einföldun hjá Ómari.

Hef verið að velta fyrir mér málfluttningi Ómars nú þegar Íslandshreyfingin er komin á koppin. Og finnst að hann klæði málið í kannski fulleinfaldan búning. Hjá honum viriðist það vera að almenningur láti ráðst nær eingöngu af stöðu flokkanna í umhverfismálum. Nú held ég að þó vissulega fólk hafi áhyggjur af umhverfismálum þá eru önnur mál sem brenna eðlilega mikið á fólki. Þar horfir fólk t.d. mjög til samgöngumála og velferðarmála. Og einnig til framtíðarþróunar í efnahagsmálum.

Það er samt alltaf ákveðinn hópur kjósenda sem svona sveiflast eftir tískufylgi. Það fer eftir stöðu í skoðunarkönnunum velur skv. þeim.  EN svo þegar kemur að kosningunum sjálfum þá fer fólk að hugsa þetta nánar. Þá er horft í þá sem eru í framboði. Þá hlýtur fólk að horfa í þá sem stýra flokknum og hvaða reynslu það hefur af því að stýra hóp fólks.  Þar stendur Íslandshreyfingin ekki vel að vígi. Jú Margrét hefur verið framkvæmdarstjóri í örflokki þar sem að allt endaði í ósköpum. Jakob hefur jú stýrt stuðmönnum og staðið fyrir samkomum en ekki hægt að segja að þeir sem hafi starfað með honum í flokki hafi veitt honum brautargengi hingað til. Ómar hefur nú lengstum starfað sem einyrki. Jafnvel hjá Sjónvarpinnu. Þó allir séu sammála um að gott sé að vinna með honum þá er spurning um stjórnunarhæfileika.

Enginn efast um hugsjónir hans og eldmóð. En allar þessar góðu hugmyndir hans taka langann tíma í framkvæmd. Og spurning hversu lengi fólk vill bíða?

Ómar sagði í dag:

Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega.

Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum.

Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. (www.visir.is)

Mér finnst þetta full einfaldar skýringar á stöðu mála. En skv. www.jax.blog.is  er frétta að vænta um nýja menn í fylkingarbrjóst hreyfingarinnar tekið verður eftir og verður gaman að sjá hverjir þetta eru.


Stór nöfn á leið til Íslandshreyfingar!

Eitthvað spennandi í vændum.  Um leið og ég hendi hér inn tilvitnun í bloggið hans Jóns Axels Ólafssonar vil ég benda fólki á að kýkja þar reglulega. Hann virðist vera í góðum tengslum við það sem er að gerast og oft sér maður þar skúbb nokkru áður en þau birtast annarsstaðar. Nú í dag má lesa eftirfarandi:

Samkvæmt öruggum heimildum Litlu frjálsu fréttastofunnar er að vænta mikilla frétta í næstu viku frá Íslandshreyfingunni. Samkvæmt þeim munu ganga til liðs við hana "stór nöfn" frá hægri auk þess sem hin sömu nöfn munu gefa listanum (eða hreyfingunni) þungavigt og glæsta ímynd.

Spennandi verður að fylgjast með málum Íslandshreyfingarinnar á næstunni, en henni er spáð 3 til 9 einstaklingum á þing í komandi kosningum.


Nýjar áherslur hjá Bandaríkjunum - Von um betri framtíð í Palestínu?

Í famhaldi af þessari frétt um styrki ESB er þessi frétt sem ég las á www.visir.is kannski vonarneisti í málefnum palestínumanna. Og kannski merki um að Bandaríkin séu að breyta um aðferðir.

Rice: Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna forgangsatriði

Condoleeza Rice segir það að koma á tvíhliða viðræðum við stjórnvöld í Palestínu sé forgangsatriði í utanríkismálum Bandaríkjanna sem og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta sagði hún á blaðamannafundi eftir að hafa hitt Hosni Mubarak forseta Egyptalands á fundi í Kaíró.

Hún sagðist vonast eftir meiri stuðningi Arabaríkja í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og hvatti þau Arabaríki sem ekki hafa samið frið við Ísraela að sýna meiri sveigjanleika. Hún viðurkenndi að þetta væru erfiðir tímar sérstaklega eftir að þjóðstjórn Palestínumanna var mynduð með Hamas-samtökin í leiðtogahlutverki.

Frétt af mbl.is

  Rúm milljón Palestínumanna hefur notið aðstoðar ESB
Erlent | AFP | 25.3.2007 | 15:19
Palestínsk kona við dreifingarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Gasaborg. Yfir milljón Palestínumenn hefur fengið fé í gegnum styrkjakerfi ESB sem komið var á laggirnar til að forðast að ríkisstjórn Hamas fái féð í hendur. Þetta kom fram í máli embættismanns ESB í dag. Yfir 150.000 heimili njóta fjárhagslegs stuðnings í gegnum kerfið


mbl.is Rúm milljón Palestínumanna hefur notið aðstoðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer að færast fjör í leikinn.

könnun2503Frjálslyndiflokkurinn loksins að líða fyrir klofninginn. Íslandshreyfingin nýtur nú þess að hafa verið að kynna framboðið 2 dögum fyrir þessa skoðunarkönnun. En bendi á að samkvæmt frétt á www.visir.is eru vikmörk hjá flestum flokkum í þessari könnun +/- 3% þannig að þetta eru en mjög óljósar tölur.  Eins þá er svörun lítil eða um 59%  En ljóst að Samfylking er að rétta úr kútnum og Vg og Sjálfstæðisflokkurinn hafa dalað.

 

Nokkuð ljóst að ef kemur framboð Aldraðra og örykja þá hverfur Frjálslyndiflokkuinn alveg.

En fyrst verið er að tala um Íslandhreyfingunna þá leyfi ég mér að gera alvarlega athugsemd við atriði í stefnukrá hennar. En það er kafli sem ég las nú hér á bloggi hjá Sigurlín Margréti Sigurðardóttur en þar birtir hún brot úr stefnuyfirlýsingur hreyfingarinnar. Þar er atrið sem hljómar svona: „Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila" Sem dæmi um þetta hafa þau tekið hverning málum er háttað hjá tannlæknum. Ég get ekki séð að þetta sé kerfi sem fólk vill. Því hjá tannlæknum bera allir yfir 18 ára fullan kosnað. Og kosnaður vegna barna hefur vaxið vegna skertra endurgreiðslna. Það er ekki þannig að ég geti ekki séð þjónustu hjá einkaaðilum en þá verður að hugasa þetta örðuvísi og það sé full tryggt að þjónsutan sé ekki íþyngjandi fyrir þá sem leita þjónustunnar. Tannlæknakosnaður hefur jú margfaldasta síðusu áratugi og ég hef ekki áhuga á að það verði þróun í annarri þjónustu hér á landi.

Tel að þessi hægri slagsíða í málfluttningi þeirra staðsetji þau hægrameginn við Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundabraut - Eigum við að borga vegatoll eða hvað?

Nú hafa Faxaflóahafnir boðið ríkinu að byggja Sundabraut í einu lagi. Og ríkið hefur tekið veli í þetta. Sjóvá-almennar hafa boðist til að byggja tvöfaldan Suðurlandsveg og hefur bætt við að þeir séu tilbúiir að standa líka að svipuðum framkvæmdum á Vesturlandsvegi. Það er ekki um það deilt að þessar framkvæmdir eru alveg bráðnauðsynlegar og þurfa að komast í framkvæmd sem fyrst. En þetta tilboð þessara aðila gengur út á miklar framkvæmdir á skömmum tíma og maður veltir fyrir sér afhverju var verið að samþykkja vegaáætlun fyrir næstu 4 ár og þar eru bara 8 milljarðar til Sundabrautar. Það er náttúrulega jafn dýrt að gera Sundabraut þó að það séu sveitafélög sem framkvæmi það. Og Faxaflóahafnir áætla að þetta kosti um 23 milljarða.

Var að lesa leiðara Þorsteins Pálssonar en hann segir m.a.:

Hvað sem líður ályktunum af þessu tagi er ástæða til að skyggnast aðeins undir sykurhúð málsins. Það fyrsta sem vekur athygli er þetta: Alþingi samþykkti vegaáætlun þegar klukkan var gengin tíu mínútur í miðnætti síðasta laugardag. Þar var ákveðið að verja átta milljörðum króna til Sundabrautar á árunum 2008 til 2010, eða sem nemur innan við þriðjungi af heildarkostnaði framkvæmdarinnar.

Þetta þýðir að fyrir viku var það mat fjárveitingavaldsins að framkvæmdin öll rúmaðist ekki innan þeirra marka sem ríkisumsvifin verða að lúta á næstu árum. Jafnframt sá Alþingi sér ekki fært að samþykkja vegaáætlun til lengri tíma. Svo gerist það á einni nóttu án útskýringa að nei í gær merkir já í dag.

Bankarnir hafa verið helstu gagnrýnendur á fjármálastefnu ríkissjóðs. Þeir hafa ítrekað fært fram rök fyrir því að opinberir aðilar færðust of mikið í fang miðað við efni. Með því ynni ríkisvaldið gegn viðleitni Seðlabankans til að viðhalda stöðugleika. Ámæli bankanna hefur ekki síst beinst að framkvæmdum í samgöngumálum. Það sem þeir töldu vítavert fyrir viku er þeim nú keppikefli

Síðar segir hann:

Hvað hefur breyst á þessum fáum dögum? Fékk þjóðarbúið happdrættisvinning? Eða reiknuðu menn vitlaust? Hvorugt. Það eina sem hefur gerst er að séðir menn komu auga á stóru hjáleiðina utan við bókhald ríkissjóðs. Með því að fela framkvæmd sem þessa í hendur opinberu fyrirtæki á vegum sveitarfélaga eða eftir atvikum einkaaðila skrifast lántakan ekki á ríkissjóð þó að skattborgurunum sé ætlað að borga brúsann þegar upp verður staðið.

Það sem ég vill vita er líka hvort að þessum fyrirtækjum sem eru að bjóðast til að framkvæma þetta verður gefin heimild til að innheimta vegatolla. Og þá hvort að maður sem er á leið frá Hveragerði til Akraness þarf að borga þega hann fer inn á tvöfaldan Suðurlandsveg og svo aftur á Sundabraut og svo að lokum í Hvalfjarðargöngin?


Nýju framboðin taka hugsanlegt fylgi frá Vg, Frjálslyndum og Framsókn.

Merkileg frétt sem rétt er að halda til haga.  Samkvæmt þessu gætu Frjálslyndir og framsókn nær þurrkast út.

www.ruv.is

Nýju framboðin ná fylgi frá VG og Fr.

Fjórðungur stuðningsmanna Vinstri Græna segja líklegt að þeir kjósi nýtt framboð Íslandshreyfingarinnar samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup.

Ný framboð Eldri borgara og öryrkja og Íslandshreyfingarinnar, sækja helst fylgi sitt til Frjálslyndra og Vinstri Grænna. Fjórðungur kjósenda Vinstri Grænna segir líklegt að þeir kjósi Íslandshreyfinguna en hreyfingin var ekki búin að kynna nafn sitt og framboð þegar könnunin var gerð. Ungt fólk og konur eru líklegri til að kjósa framboðin tvö.

Könnunin var gerð dagana 14. til 20. mars. Íslandshreyfingin var þá ekki búin að kynna framboð sitt og nafn og er því kallað Íslandsflokkurinn í könnuninni.
Framboð eldri borgara og öryrkja ætlar að kynna heiti framboðsins og stefnuskrá eftir helgi.

Í úrtakinu voru 1230 manns og var svarhlutfallið 61.5%. Allt í allt sögðu tæp 15% það líklegt eða mjög líklegt að þau myndu kjósa framboð eldri borgara og öryrkja. 37.5% sögðu það mjög ólíklegt og tæp 30% sögðu það ekki koma til greina.

Rúm 15% sögðu það mjög líklegt eða frekar líklegt að þau myndu kjósa Íslandshreyfinguna. 35,7% sögðu það mjög ólíklegt og rúm 25% að það kæmi ekki til greina.

Ef fylgi við þessi tvö framboð eru skoðað út frá því hvað svarendur ætla að kjósa af núverandi Alþingisflokkum kemur í ljós að 25,2% fylgismanna Vinstri Græna segja það vera líklegt að þau myndu kjósa Íslandshreyfinguna ef flokkurinn byði fram til Alþingis í vor.

23,5% fylgismanna Frjálslyndra segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgara og öryrkja bjóði það fram en rúm 15% fylgismanna Vinstri Grænna.


Heimasíða Íslandshreyfingarinnar

Ekki er hún nú beint upplýsandi:

Forbidden

You don't have permission to access / on this server.

Apache/2.0.59 (FreeBSD) PHP/4.4.4 with Suhosin-Patch FrontPage/5.0.2.2635 mod_ssl/2.0.59 OpenSSL/0.9.7e Server at www.islandshreyfingin.is Port 80

Hefði nú haldið að þau væru komin með eitthvað annað á síðunna sína nú þegar  sem væri ekki svona fráhrindandi.


Þorgerður er Sjálfstæðisflokkurinn miðjuflokkur?

Haf nú ekki orðið var við það að Sjálfstæðisflokkurinn sé umburðarlyndur miðjuflokkur. Hef nú frekar séð hann sem hagsmunaflokk þeirra sem meira meiga sín og einkavina flokksins. Þar nægir að nefna

  • Gjafir á ríkisfyrirtækjum til vina sinna og vina samstarfsflokks síns.
  • Einkavina atvinnumiðlun fyrir góða flokksmenn
  • Þjónsustugjaldahækkanir
  • Sér hannað eftirlaunakerfi fyrir Davíð Oddsson

Aðrar umbætur koma helst korteri fyrir kosningar til að slá ryki í augu kjósenda.

Frétt af mbl.is

  Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar
Innlent | mbl.is | 23.3.2007 | 15:52
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að þjóðin vilji tveggja flokka stjórn og að ekki verði mynduð umburðarlynd miðjustjórnar nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson ekki á þing skv. Gallup

Var að lesa þessa frétt inn á www.ruv.is  um síðustu könnun Capacent Gallup
 Athyglisvert að skv. því verða 28 nýliðar á þingi næsta kjörtímabil. En Jón Sig kemst ekki á þing. Og Frjálslyndir, og framsókn  ekki manni að í Reykjavík.

Í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður mælist fylgi Framsóknarflokksins um 3,5%, Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins kemst ekki á þing, samkvæmt þessu. Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavík suður þar sem flokkurinn mælist með 41%. Í sama kjördæmi leiðir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lista Samfylkingarinnar. Flokkur hennar mælist þar með tæplega 18% fylgi. Samtals fengi Sjálfstæðisflokkurinn tíu þingmenn í Reykjavík, Vinstri grænir sjö og Samfylkingin fimm.

Suðvesturkjördæmi er sem fyrr sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, flokkurinn mælist með 46% fylgi og 6 menn. Framsóknarflokkurinn nær einum manni. Þetta er eina kjördæmið þar sem stjórnarflokkarnir mælast með meirihluta fylgis. Samfylkingin og Vinstri grænir mælast með tvo menn hvor flokkur og Frjálslyndir ná inn einum manni.

Sjálfstæðisflokkurinn og vinstri grænir mælast með nokkurn veginn jafnt fylgi í norðvesturkjördæmi, um 29%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi þar þrjá menn, Vinstri grænir tvo, Samfylkingin tvo og Frjálslyndir og Framsókn einn mann hvor.

Í Norðausturkjördæmi leiðir Steingrímur J Sigfússon lista Vinstri grænna og þar mælist fylgi flokksins 36%,- það er sterkasta vígi flokksins á landsvísu og eina kjördæmið þar sem vinstri flokkarnir tveir hafa meirihluta fylgi. VG fengi fjóra menn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Framsóknarflokkurinn 2 og Samfylkingin einn.

Suðurkjördæmi er sterkasta vígi Samfylkingarinnar, þar sem flokkurinn fengi fjórðung atkvæða og þrjá menn, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, VG fengi 2 menn og Framsókn og Frjálslyndir einn mann hvor.

Miðað við þessa útkomu setjast 28 nýliðar á þing að loknum kosningum


"En hvað er Margrét Sverrisdóttir að gera í umhverfisverndarframboði?"

Rakst á þetta inn á síðu Marðar Árnasonar. Þar er hann að velta fyrir sér nýju framboði Íslandshreyfingunni og hvað hún eigi sameiginlegt meða Margréti Sverrisdóttur. Mörður segir m.a.

En hvað er Margrét Sverrisdóttir að gera í umhverfisverndarframboði?

Ég þekki Margréti lítillega og hefur alltaf fundist hún bjóða af sér góðan þokka. Við höfum meðal annars kynnst svolítið út af sameiginlegum áhuga á málefnum Ríkisútvarpsins – en ég bara man ekkert eftir henni sem umhverfisverndarmanni. Eða misminnir mig? Var hún með í undirskriftasöfnuninni gegn Eyjabökkum? Var Margrét kannski aðalmaðurinn í fundum og göngum gegn Kárahnjúkavirkjun? Hefur hún tekið frumkvæði innan Frjálslynda flokksins að einhverskonar stefnumótun um náttúruvernd, loftslagsvá, nýjar orkuuppsprettur, bifreiðaskatta, endurvinnslu, sorpflokkun, Árósasamninga ... ? Man ekki til þess – umfram sjálfsagða hluti og svo stuðning við afar margvíslegar hugmyndir Ólafs F. Magnússonar sem varamaður hans í borgarstjórn.

Veit ég vel að hin nýja hreyfing er sambland ýmissa afla og einstaklinga, og sjálfsagt ræður eldhuginn Ómar mestu í byrjun um stefnuáherslur og áferð. En aðalatriðið fyrir utan Ómar er samt Margrét Sverrisdóttir, og maður bara spyr eftir kynninguna í Safnahúsinu í gær:

Hvað er svona sérstaklega umhverfisvænt við varaformann bráðabirgðastjórnar Íslandshreyfingarinnar?

Athyglisverðar pælingar hjá Merði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband