Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Held að þeir ættu nú líka að huga að því að ná sáttum við bæjarbúa!

Nú þegar Gunnar er að víkja úr stóli bæjarstjóra væri kannski ráð fyrir samflokksmenn hans að staldra aðeins við og skoða síðust ár og áratug sem þeir hafa verið í meirihluta hér í bæ. Það er alveg einstakt hér á landi hversu oft Kópavogur hefur farið í stríð við bæjarbúa vegna hagsmuna verktaka og fjárfesta.

  • Margra ára stríð við íbúa vegna byggðar á Lundreitnum.
  • Kársnes og hugmynd um stórskipahöfn og vöruskemmur fyrir BYKO.  Kostað áralanga baráttu íbúa þar til að stoppa það.
  • Nónhæð þar sem átti að byggja 3 til 400 íbúðir efst í götunni við leikskóla og með tilheyrandi umferðaþunga.
  • Glaðheimasvæðið þar sem Kópavogur leyfði fjárfesti að kaupa upp hesthús í stórum stíl til að fara að byggja þar allt að 35 hæða hús. Kópavogur varð svo að leysa hann út úr þessu með okurgreiðslum. Og svo allt klúðrið við að finna nýtt svæði fyrir hesthúsin sem kostaði það að Kópavogur þurfti að koma sér upp vatnsveitu til að skaffa Garðabæ vatn sem við Kópavogsbúar niðurgreiðum
  • Lindir. Þar átti Bykó að fá að byggja risahús með tilheyrandi umferðaþunga í næsta nágreini við skóla og íbúðahverfi.
  • Eins má nefna læti upp á Vatnsenda og við Elliðavatn.

Mörg fleiri svona mál. Eins má spyrja fólk sem er að hrósa þessu meirihluta fyrir frammistöðu. Af hverju eru öll gjöld hér í Kópavogi með þeim hæstu? Áttum við sem í bænum búum ekki að njóta þess í neinu a bærinn stækkað? Og ef ekki af hverju að vera að blása hann svona út?


mbl.is Fundað um eftirmann Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að framsókn geri sér grein fyrir því að þar með eru þau persónulega ábyrg fyrir afleiðingunum!

Furðulegur flokkur Framsókn! Nú alykta miðstjórn flokksins, sem ég geri ráð fyrir að sé ein æðsta stofnun flokksins milli landsfunda, um mál sem þau vita bara alls ekki nóg um.

Þó að formaður þeirra sé viss um að við þurfum ekkert að borga. Þetta sé eins og annað hjá honum eitthvað sem útlendingar eiga bara að taka á sig, þá er ég ekki viss um að það sé skoðun Breta og Hollendinga. Og ekki nóg með það þetta er ekki skoðun þeirar heldur eru  Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland sömu skoðunar. Auk þess Noregur.

Lönd sem taka undir skilning Sigmundar eru: ? ! Ó jú ekki neitt ríki stendur með okkur.

Gerir framsókn sér grein fyrir því hvaða ferli tekur við ef við neitum að veita ríkisábyrgð á þessi lán? Þetta er jú ríkisábyrgð á láni sem innlánsjóður tekur með veði í eignum Landsbankans. Sigmundur gerir lítið úr þessum eignum en staðreyndin er sú að á rúmu hálfu ári hafa þær gefið af sér yfri 50 milljarða sem eru jú um 8% af skuldinni eins og hún var í síðustu viku. Þetta eru afborganir af eignum Landsbankans í Bretlandi.

En nei framsókn er öll í þessu að við litla Ísland getum komist hjá því að borga þetta. Þetta sé ósanngjarnt af Hollendingum og Bretum. Hann ætti kannski að funda með stjórn sveitarfélagsins í Hollandi sem varð að segja af sér af því að þau töpuðu milljörðum í Icesave og fá ekki borgað. Hann ætti kannski að muna Bretar leggja til meira í þennan samning heldur en við. Hann ætti kannski að hugsa út í það að spítalar, góðgerðafélög, bæjarfélög og sveitarfélög eru að tapa milljörðum á icesave.

Það eru jú 2 lögfræðingar og annar sérfræðingur sem halda fast við þá skoðun sem við höfðum í upphafi að það væri einhver glufa í EES samningi sem gerði það að verkum að við gætum neitað að borga. En gerir hann sér grein fyrir því hvað skeður þegar að kannski 28 ríki beita sér öll gegn okkur sem og þá öll þau félög og fyrirtæki í Bretlandi og Hollandi sem áttu innistæður í icesave. Held að fólk ætti að spyrja eldri kynslóðina um stöðuna hér þegar við vorum að ganga í gegnum viðskiptaþvinganir síðast. Þá voru það Sovétríkin sem björguð okkur með því að standa í vöruskipum við okkur. Við fengum olíu, bíla og jeppa frá þeim fyrir fisk. En hér var allt í skömmtunum. Er það þannig sem framsókn vill koma okkur út úr kreppunni. Ekki viss um að það takist.

Hefur framsókn einhverja vissu um að Hollendingar og Bretar fáist aftur að samningaborðinu? Eða að það sé leið fyrir okkur með málið í dóm fljótt? Ef ekki þá eru þau að gera sig persónulega ábyrg með svona yfirlýsingum áður en þau hafa allar upplýsingar. Og afleiðingarnar af því að hafna þessum samningum verða á þeirra herðum.

Það væri líka gaman að Sigmundur færi að tala um annað en hvernig við látum útlendinga greiða þetta og hitt.


mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri nú við hæfi að Sigmundur væri spurður um sínar leiðir að lausnum

Maðurinn dælir hér út svartnætti í hvert sinn sem hann tekur til máls.

Skv. honum ætti

  • Hálf þjóðin að vera orðin gjalþrota
  • Ríkð orðið gjaldþrota
  • Börnin okkar og barnabörn gjaldþrota

Svo má lesa eftirfarandi á www.pressan.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að með samkomulagi íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda um Icesave-innlánsreikningana, sé verið að taka vonina af fólkinu í landinu. Stórauknar skuldir veiki gengi krónunnar og hætt sé við stórauknum fólksfjölda úr landi.

Þetta er meðal þess sem fram kom í yfirlitsræðu formannsins á Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem nú er nýhafinn. Hann fer að þessu sinni fram í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.

Sigmundur Davíð sagði að Íslendingar verði að semja um Icesave með forsvaranlegum hætti og gefa ekki eftir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Og Vigdís flokksystir hans hrópar að kollegar hennar á þingi séu landráðamenn. Og allir embættismenn skv. þeim eru aumingjar. Og eins segir hún að skuldir vegna icesave séu um 1000 milljarðar. (Hún hirðir ekkert um eignir á móti)

Ég vitna í færsu mína fyrr í dag og segi:

Fékk þessa hugmynd þegar ég var að skrifa athugasemd einhverstaðar í bloggheimum:

  • Alþingi fær Icesave skuldbindingarnar til með höndlunar fljótlega.
  • Í framhaldi af því veiði skipuð samninganefnd sem skipuð verði þeim Sigmundi Davíð, Tryggva Þór og kannski Guðfríði Lilju og Þór Saari.
  • Þau ráða til sín hæfustu sérfræðinga í ESB málum eftir vild.
  • Hlutverk nefndarinnar verði að fara erlendis og ræða við samningsaðila okkar Breta og Hollendinga. ´
  • Fá þá til að fallast á rök okkar og ganga til samninga eða fyrir dómastóla eins og Sigmundur Davíð segi að við eigum að gera.
  • Eða finna dómstól sem að getur tekið þetta mál fyrir strax og allir aðilar fást til að mæta fyrir.
  • Þau koma þá væntanlega með nýjan betri samning um þetta.
  • Eins ber þeim að tryggja að allir þeir samingar eða gjörningar sem þeir gera fyrir okkar hönd hafi ekki verri áhrif hér á landi en fyrirliggjandi samningur
  • Og þar sem þeir telja þetta svo lítið mál þá gefum við þeim kannski 1 mánuð til að klára þetta.
  • Og bönnum þeim að koma heim fyrr en þessu er lokið.

Finnst reynar með afbrigðum að þessir menn telji að ekki hafi verið reynt í þessa mánuði að ná eins góðum samningum og hægt var. Finnst það að Sigmundur skauti alveg framhjá því hvað mundi gerast ef við semdum ekki við þessar þjóðir. Sigmundur er allur í því að  lán heimila, skuldir Icesave eigi bara að láta lenda á útlendingum. Eins og þetta sé ekkert mál.

Tryggvin Þór sagði þó í morgun að hann sem ráðgjafi ríkisstjórnar í október síðastliðin hafi orðið vitni að því þegar að öll 28 ríkið EES lögðust á eitt að þvínga okkur í samninga um þessi mál og útilokuðu dómstólaleiðna. Tryggvi Þór viðurkennir að það þarf að ná samningum.

Minni á að Jón Daníelsson prófessor segir að ef við semjum ekki getum við reiknað með að allar okkar eigur erlendis verði teknar upp í skuldir okkar. Sem og að okkur hefur veirð sýnt fram á að hægt er að stoppa allar okkar útflutningstekjur.


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú? Ég skil ekki afhverju Ómar Stefáns vildi ekkert segja í fyrradag

Ómar hafði sagt að hann ætlaði ekki að tilkynna hvað honum og Gunnari hefði farið á milli. Gunnar ætti að kynna það á mánudagskvöld.

En þetta sem haft er eftir Gunnsteini þ.e.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir enn ekki ljóst hver taki við embætti af Gunnari I. Birgissyni.

segir náttúrulega allt sem segja þarf. Það verður Gunnar sem stígur til hliðar og annað hvort Gunnsteinn og Ármann sem taka við. Þetta vissu reyndar flestir orðið!

Get reyndar bent á að ég lenti í viðhorfskönnun hjá Gallup þar sem voru 4 spurningar:

  1. Hvað ég væri gamall
  2. Hvern af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokk ég gæti hugsað mér sem Bæjarstjóra. Sem betur fer var möguleikinn :"Engan ofangreindra" í boði.
  3. Hvað ég hefði kosið síðast
  4. Hvaða flokk ég mundi kjósa nú

Þannig að það er miklu kostað til nú þegar verið er að losa sig úr vandræðum.

Síðan vill ég enn og aftur benda á að það er ekki það sama að bæjarfélag sé gott og svo byggingar og vegaframkvæmdir. Og allir sem eru að segja að Kópavogur sé svo góður bær ættu t.d. að horfa í það að þrátt fyrir alla þessa uppbyggingu og fjölgun íbúa borga Kópavogsbúar eftir sem áður hámarksútsvar og öll önnur gjöld eru með þeim hæstu. Bendi á að bæir eins og Garðabær og Seltjarnanes sem hafa ekki blásið út eru líka með lægri gjöld á íbúa sína.


mbl.is Bæjarstjórastólarnir bíða nýrra manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd hvernig við reddum Icesave

Fékk þessa hugmynd þegar ég var að skrifa athugasemd einhverstaðar í bloggheimum:

  • Alþingi fær Icesave skuldbindingarnar til með höndlunar fljótlega.
  • Í framhaldi af því veiði skipuð samninganefnd sem skipuð verði þeim Sigmundi Davíð, Tryggva Þór og kannski Guðfríði Lilju og Þór Saari.
  • Þau ráða til sín hæfustu sérfræðinga í ESB málum eftir vild.
  • Hlutverk nefndarinnar verði að fara erlendis og ræða við samningsaðila okkar Breta og Hollendinga. ´
  • Fá þá til að fallast á rök okkar og ganga til samninga eða fyrir dómastóla eins og Sigmundur Davíð segi að við eigum að gera.
  • Eða finna dómstól sem að getur tekið þetta mál fyrir strax og allir aðilar fást til að mæta fyrir.
  • Þau koma þá væntanlega með nýjan betri samning um þetta.
  • Eins ber þeim að tryggja að allir þeir samingar eða gjörningar sem þeir gera fyrir okkar hönd hafi ekki verri áhrif hér á landi en fyrirliggjandi samningur
  • Og þar sem þeir telja þetta svo lítið mál þá gefum við þeim kannski 1 mánuð til að klára þetta.

mbl.is Fámenn Icesave mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er verið að nota eðlilega spurningu. Enda niðurstaðan skýr

Það er eins og ég segi að fólk ætti ekki að trúa skoðanakönnunum Heimssýnar. Þar er notast við loðnar spurningar sem fólk á erfitt með að átta sig á og lesið út úr könnunum á skrýtinn hátt. Eins og t.d. hér:

Hversu mikla eða litla áherslu finnst þér að ný ríkisstjórn eigi að leggja á að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið?

21,9%

20,0%heimsyn

Út úr þessu gátu þeir lesið að meirihluti vildi ekki leggja áherslu á aðildarviðræður

Og svo síðasta spurning þeirra sem er svo loðin að ef fólk er að svara símakönnun þá er það sennilega ekki vist um hverju það er að svara

 Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Þarna hefur fólk sem ekki hugsaði út í spurninguna mörg hver verið að svara því að þau telji mikilvægt að fara í aðildarviðræður sem svo á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um.

13,8%

11,9%

32,3%

Mjög mikla áherslu Frekar mikla áherslu Hvorki né Frekar litla áherslu Mjög litla áherslu


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð gefi að Vigdís Hauksdóttir komist aldrei í ríkisstjórn

Var að hlusta á þáttinn "Í vikulokin" á rás 1.

Og eftir hann segi ég bara þó ég sé ekki trúaður maður:

"Guð og/eða góðar vættir  gefi að Vigdís komist aldrei í ríkisstjórn"

Ég er bara sleginn yfir því sem manneskjan lætur út úr sér. Hún er held ég langt frá því að vera áttuð um að hún er einn af fulltrúum 63 alþingismanna sem eiga að hafa hag þjóðarinnar að leiðarljósi. Hún fer með staðlausa stafi og reynir að ala á ótta hjá fólki. T.d. eins og skuldbindingar okkar vegna IceSave séu 1000 milljarðar. Og við hefðum bara ekkert átt að gera neina samninga vegna icesave. Þetta segir hún þó að Tryggvin Þór Herbersson hafi verið að segja í sama þætti að 27 þjóðir hafi kúgað okkur í að ganga til þessara samninga.

Þetta er svona svipað og rétt fyrir kosningar þegar hún fór að kvarta yfir illri meðferð ASÍ á henni sem ákváðu að vegna þess að hún biði sig farm sem oddviti Framsóknar í Reykjavík þá gengi ekki að hún væri í starfi hjá ASÍ. Og síðan dróg hún til baka.

Og síðan hefur flest sem frá henni hefur komið verið vanhugsað og hreinlega rangt.

Manneskjan þarf að læra að hugsa fyrst og tala svo.


mbl.is Mótmæli vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég ekki löglærður maður en er innistæðursjóður ekki ábyrgur skv. þessu?

Var að glugga í lög um innistæðusjóðinn: Þar segir í 3. gr

Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.

Sem sagt að þarna er ljóst að útibú heyra undir þennan sjóð.

Í 4 gr segir

  Stjórn sjóðsins skal skipuð sex mönnum til tveggja ára í senn. Viðskiptabankar tilnefna tvo menn í stjórn sjóðsins, sparisjóðir einn mann, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf sameiginlega einn mann og viðskiptaráðherra tvo menn. Viðskiptaráðherra tilnefnir jafnframt fulltrúa innstæðueigenda og fjárfesta sem áheyrnaraðila með málfrelsi og tillögurétt í stjórn sjóðsins og skal hann uppfylla sömu kröfur og stjórnarmenn. Viðskiptaráðherra skipar formann stjórnar. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.
     Stjórn sjóðsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra við sjóðinn eða semja við lögaðila um rekstur og vörslu hans. Lögaðilinn getur verið Seðlabanki Íslands og vörslufyrirtæki samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.

Ef að þessi sjóður er ekki á vegum ríkisins hvernig stendur þá á þvi að viðskiptaráðherra tilnefnir 2 menn og formann nefndarinnar?

Síðan segir í 10 gr

10. gr.Fjárhæð til greiðslu.

     Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
     Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
     Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi.

Er þetta ekki einmitt sem verið er að gera núna? Mér skilst að eftir 7 ár taki innistæðusjóður lán til að greiða upp okkar hluta í IceSave. Reyndar verður ríkisábyrgð á þessu láni en formlega séð verður það innistæðusjóður sem tekur það.

Svo ég spyr hvaða atriði eru það sem menn eru að hengja sig í þegar þeir segja að við þurfum ekki að greiða IceSave?


Manni skilst að menn séu að hengja sig í eftirfarandi þegar þeir hafna ábyrgð okkar en eins og getið er um í þessari frétt er það vafasamt.

Þá hefur því verið haldið fram að í aðfararorðum tilskipunarinnar segi að aðildarríki beri ekki ábyrgð gagnvart innstæðueigendum hafi það komið á fót innlánstryggingarkerfi í samræmi við tilskipunina. Sérfræðingar sem leitað hefur verið til telja þarna um mislestur á 25. efnisgrein hennar að ræða, en þar segir: „Whereas this Directive may not result in the Member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;". Þetta þýði að óvíst sé að ábyrgð falli á aðildarríki hafi verið komið upp tryggingarkerfi samkvæmt tilskipuninni.

Visir

Hvet fólk til að lesa alla þessa grein á visir.is hún tekur fínt á þessu

Síðar í þessari frétt/grein segir:

Raunar virðist, svona að aflokinni orrahríð í falli bankanna, að stjórnvöld hafi líka komist að raun um að krafan um að innstæðutryggingar takmörkuðust við eign Tryggingarsjóðs innstæðna stæðist ekki skoðun. Í yfirlýsingu forsætisráðherra frá 8. október síðastliðnum segir orðrétt:

„Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár," og var þar ítrekuð fyrri afstaða stjórnvalda, líkt og hún birtist í bréfi viðskiptaráðuneytis til breska fjármálaráðuneytisins 20. ágúst. Þar er fullyrt að íslensk stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að Tryggingarsjóður fái staðið við skuldbindingar sínar hvað varðar lágmarksvernd innstæðueigenda.

 

 

Eins má nefna að í ríkisreikningin 2007 er innstæðusjóður skráður í d hluta hans

innistæðusjóður

Og skv. skilgreiningu í ríkisbókhaldi er D hluti

D-hluti. Til hans teljast fjármálastofnanir ríkisins, þar með taldir bankar og vátryggingafyrirtæki í eigu ríkisins, enda séu þær hvorki sameignar- né hlutafélög.

(tekið af wikipedia )


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ætla þeir að gera Gunnstein að bæjarstjóra

Var það ekki Gunnsteinn sem réð undirmann sinn í embætti hjá Kópavogi.

Gömul frétt af mbl.is

Eftirfarandi frétt birtist á vef www.mbl.is í dag.

Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað fyrrverandi formann Íþrótta – og tómstundaráðs í Kópavogi, Gunnstein Sigurðsson, vanhæfan til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tómstundarmála í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kærðu ákvörðun ÍTK til samgönguráðuneytisins og töldu óeðlilegt að Gunnsteinn tæki þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við einn umsækjandann. 

Viðkomandi umsækjandi hafði verið undirmaður Gunnsteins til margra ára, hann var meðmælandi hennar á umsókn um starfið og mælti hann með henni í starfið þegar ákvörðun var tekin um ráðningu.  Þá var ráðningin umdeild þar sem gengið var fram hjá umsækjendum með meiri menntun og reynslu í málaflokknum,  samkvæmt upplýsingum frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi, Guðríði Arnardóttur.

Í umsögn ráðuneytisins segir: „Gunnsteinn var vanhæfur til að taka þátt í ráðningaferlinu með þeim hætti sem það fór fram, þar sem hann var jafnframt meðmælandi eins umsækjanda og yfirmaður hennar.  Honum var því óheimilt að taka þátt í afgreiðslu málsins með tillögu um ráðningu til bæjarstjórnar.

Ráðuneytið fellst því á körfu kærenda um vanhæfi formannsins vegna ráðningar í stöðu æskulýðs- og tómstundarmála en telur ekki sýnt fram á að ráðninguna eigi að ógilda.

Og ekki verður Ármann Kr betri. Þá yrði líka að skoða verk sem Ennemm auglýsignarstofa hefur unnið fyrir Kópavog.

ENNEMM er auglýsingastofa sem áður hét Nonni og Manni (Manni þessarar stofu var, og er, Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður).
tengsl stofunnar við sjálfstæðisflokkinn eru þar af leiðandi augljós, en þrátt fyrir það hefur stofan glettilega lítið unnið fyrir flokkinn.
ENNEMM hefur einnig sterk tengsl við Exista í gegnum áralanga auglýsingagerð fyrir Símann og Kaupþing.
Samkvæmt SÍA síðunni eru Samskip, Kaupþing og Síminn meðal viðskiptavina.

tekið af http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t114557.html

 

Þá eru nú orðnir fáir eftir jú Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona fyrrverandi og Sigurrós Þorgrímsdóttir.


mbl.is Framsókn vill að Gunnar hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Þorvaldur hafi frétt af skýrslu Seðlabankans.

Svona af því að vitnað er í Þorvald Þorvaldsson smið þarna niður á Austurvelli er spurning hvort að hann hafi heyrt frá kynningu Seðlabankans á niðurstöðum úr rannsókn þeirra á stöðu heimilanna. Þar er um að ræða nákvæmustu upplýsingar sem völ er á unna úr skattskýrslum sem við skiluðum nú á þessu ár auk upplýsingar frá öllum fjármálafyrirtækjum:

Þar eru helstu niðurstöður:

  • Skuldsetning íslenskra heimila er mikil í alþjóðlegum samanburði þegar hún er mæld í hlutfalli við ráðstöfunartekjur
  • Greiðslubyrði lána virðist engu að síður vera viðráðanleg fyrir flesta en um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána
    Þessi 77% heimila með viðráðanlega greiðslubyrði bera um 63% heildarskulda
  • Eitt af hverjum sex heimilum er með mjög þunga greiðslubyrði og þarf að verja meira en helmingi ráðstöfunartekna í greiðslur lána
  • Skuldir þessa hóps heimila sem eru með mjög þunga greiðslubyrði nema um 29% heildarskulda
  • Þegar litið er á stöðu barnafjölskyldna kemur í ljós að 78% hjóna með börn eru með viðráðanlega greiðslubyrði en staða einstæðra er erfiðari
  • Tæplega helmingur heimila með íbúðalán í erlendri mynt er með yfir 500 þ.kr.  í ráðstöfunartekjur á mánuði
  • Meira en helmingur heimila með íbúðalán í erlendri mynt er með viðráðanlega greiðslubyrði en tæplega fjórðungur er með mjög þunga greiðslubyrði
  • Þau heimili sem búa við þunga greiðslubyrði og viðkvæma eiginfjárstöðu um leið og þau verða fyrir tekjumissi eru í mestri hættu á að lenda í greiðsluerfiðleikum
  • Heimili í mjög neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði hafa tilhneigingu til að tilheyra tekjuhærri hópunum og um helmingur þeirra er með viðráðanlega greiðslubyrði
  • Heimili sem eru með þunga greiðslubyrði lána hafa tilhneigingu til að tilheyra tekjulægri hópunum en um 68% þeirra eru enn í jákvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði
    Um 2,5% heimila sem eiga íbúðahúsnæði eru bæði í mjög neikvæðri eiginfjárstöðu og með þunga greiðslubyrði lána 

Og svo að lokum hér athugasemd sem ég setti á blogg hjá einum sem var að velta fyrir sér hvar þau fengju þessa tölur þar sem hann sjálfur væri að borga miklu meira og þeir sem hann þekkti til hjá

"þá ert þú einn af þessum 25% sem hafa það verst. Fólk hefur almennt gleymt því að hér er stór hópur fólks sem er ekki með háar skuldir. Fólk sem eignaðist húsnæði t.d. fyrir 1980 fyrir verðtryggingu þar sem verðbólgan át um lánin þeirra

  1. Fólk sem er nú búið að greiða niður húsnæði sitt.
  2. Fólk sem hefur ekki farið í íbúðarkaup
  3. Fólk sem hefur góðar tekjur miðað við lánastöðu
  4. Fólk sem hefur ekki farið í að endurfjármagna lán og hækka til að eyða í neyslu.
  5. Aldraðir sem eiga húsin sín skuldlaus.

 

Þetta er bara miklu stærri hópur en fólk hefur haldið.

Svo er það hinn hópurinn sem keypti nú síðustu ár þegar að bankar voru að ota að þeim 100% lánum og gengistryggðum lánum. Og verð á íbúðum ruku upp Og eins þau sem var talið trú um að það væri að tapa peningum að taka ekki lán á íbúðir og ávaxta þau. Sem og þeir sem fóru á bilasölur og sáu bíl og skrifuðu undir lánasamninga án þess að lesa þá."


mbl.is Ætla að sofa í tjöldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband