Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Við mundum láta eins og Hollendingar ef við værum í þeirra stöðu

Hollendingar eru búnir að leggja út fyrir IceSave sem nemur um 14.600 krónum á hvern Hollending.  Ef við reyknum þetta yfir á Ísland þá mundi þetta samsvara um 4,8 milljörðum eða nærri helmingur af því sem kostar að reka utanríkisráðuneytið okkar. Þetta þýðir að Hollendingar eru búnir í ljósi samkomulags við okkur að greiða út þessa upphæð en hafa ekki neitt í höndunum sem þeir geta bókfært sem eign á móti þessari skuld. Því má færar líkur á að staða á fjárlögum þeirra sé verri sem nemur helmingi af kostnaði við meðalráðuneyti hjá þeim.

Ég skil vel að fólk sé ekki hresst með þessa samninga. En hefur mönnum sem mest berjast gegn þeim dottið í hug að fara nú strax til Breta og Hollendinga og kanna hvort hægt sé að hnika þessum samningum eitthvað til. Og hafa þeir sem segja þennan samning óaðgengilegan komið fram á einum stað og sagt hvernig að samningurinn þyrfti að vera til að hægt væri að ganga að honum? Sumir tala um að vextir séu háir á meðan aðrir segja það í lagi. Sumir tala um að endurupptökuskilyrðið þurfi að vera skýrara á meðan aðrir segja að það sé nógu skýrt. Sumir segja að skilyrða þurfi endurgreiðslu lánsins. Sumir segja að tryggja verði forgang okkar að eignum landsbankans upp í skuld á meðan aðrir segja að það sé tryggt.

Skv. þessu eru menn að fara fram á nýjan samning nærri frá grunni! Hversu raun hæft er að það gangi?

Er ekki hægt að koma sér saman um setja skilyrði fyrir ábyrgð sem gengur út á að greiðslubyrgði okkar fari ekk upp fyrir t.d.2% af landsframleiðslu og að örðrumkosti verði að semja um breytt greiðslukjör og greiðslu tíma?

Allir tala um að ekkert liggi á en hvað eru menn tilbúnir að lengja hér óvissu tíman og þar með stöðnun hér á landi? Væri ekki gott að koma þessu út úr heiminum í bili þannig að við hefðum  7 ár= 84 mánuði = 364 vikur = 2548 daga til að vinna að því að finna leiðir til að gera okkur þetta auðveldara?

Manni finnst að með hverri vikunni sem við drögum þetta þá séum við bara enn að dingla okkur í snörunni í stað þess að vinna að því að skera okkur niður og fara að gera eitthvað. 

P.s. bendi á ágæta færslu Gríms Atlasonar um þetta mál í dag þar sem hann segir m.a.

. Icesave bréf Landsbankamanna frá því í febrúar í fyrra segir allt sem segja þarf um þetta mál. Þar er því haldið fram (lofað) að Icesave-reikningseigendur fái greitt allt að 47000 Evrum fari skútan á hliðina. Þar er líka lofað að peningarnir verði borgaðir strax – ólíkt því sem gerist í öðrum löndum.

Ráðherrar í þar síðustu ríkisstjórn fóru í kjölfar bréfsins  um heiminn og lofuðu því sama. Um leið og skútan fór raunverulega á hliðina var þáverandi fjármálaráðherra ekki alveg jafn áfjáður í að standa við gefin loforð og undirritaða samninga. Þáverandi Seðlabankastjóri bætti svo um betur og sagði Íslendinga ekki borga. Þess vegna er harka í málinu. Þess vegna voru sett á okkur hriðjuverkalög.

 


mbl.is Vilja ganga lengra en Verhagen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg ríkisstjórn!

Það er náttúrulega furðulegt að Steingrímur hafi gefið leyfi fyrir því að skrifað væri undir þennan samning ef að ríkisstjórnin var ekki búin að ræða þessa lausn áður. Þetta er öðruvísi en aðildarumsókn að ESB. Þetta er mál sem gæti kostað alvarlegar milliríkjadeilur. Hefði ekki verið betra að fresta því að skrifa undir ef að ráðherra er frekar á því að við eigum ekki að samþykkja þetta? Reyndar segir Ögmundur ekki af eða á um þetta en samt er honum náttúrulega eins og fleirum misboðið við þessi orð Hollenska ráðherrans.

En Ögmundur ítrekar þó oft að við þurfum að gæta að þjóðarhag og einungis þjóðarhag. Og þá kemur t.d. til hans kasta t.d. hvað varðar heilbrigðiskerfi okkar sem er algjörlega háð því að fá vörur frá útlöndum. Og ef eins og hann ýjar að að við ættum kannski að fórna lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og því væntanlega að skila því sem við höfum þegar fengið, þá veit hann að við höfum ekki mikinn gjaldeyri til að kaup t.d. lyf. T.d. gæti okkur vantað í haust gjaldeyri t.d. fyrir bóluefni fyrir "Svínaflensunni"! Það hlýtur að kosta heil ósköp. Og ef ástand eins og var í haust og er víst enn yrðum við að staðgreiða allt sem við keyptum frá útlöndum.

Og þannig er oft þegar þjóð eða einstaklingar eru í fjármálakrísu eða nær gjaldþrota þá er það oft nauðsyn að ganga að samningi sem gefur þeim andrúm. Og það andrúm er síðan nýtt til að finna varanlegar lausnir eða vinna að því að auka tekjurnar til að að komast út úr vandanum. Þetta þekkja þeir sem hafa þurft að semja um skuldir í gegnum tíðina.

En aftur að ríkisstjórninni! Ögmundur hlýtur að gera sér grein fyrir því hvað svona loðinn boðskapur getur orsakað. Þetta gæti t.d.

  • verið hans aðferð við að grafa undan stjórninni. Í þeim tilgangi að láta einhverja aðra flokka taka ábyrgð á þessum samningi
  • Þetta gætu líka bara verið hugleiðingar hans.
  • Þetta gæti líka verið vegna þess að ríkisstjórnin er búin að fá samningaaðila til að samþykkja að ríkisábyrgðin verði skilyrt og þetta sé opnun á að stjórnarandstaðna haldi að hún hafi áorkað einhverju í málsmeðferðinni.
  • Eða hluti af einhverju plotti til að fá samningana tekna upp
En samt sem áður undrar það mig að menn skuli ekki átta sig á því að með því að tala svona þvert á það sem flokksbróðir hans og fjármálaráðherra segir þá fær stjórnin á sig enn meiri stimpil um að hún sé í raun ósamstæð og illa starfshæf.
mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vara man ekki eftir þeim örðuvísi!

Held að þetta sé nú ekki frétt! Framsóknarmenn hafa haft áhyggjur af öllu!. En ef menn skoða þetta betur þá er þetta aðalega þunglyndi yfir því að áætlun þeirra um að stjórnin falli hefur ekki enn gengið upp!
mbl.is Þingmenn framsóknar áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta boðleg rök hjá prófessor?

Jón Daníelsson segir í grein sinni:

Úttektir á efnahagslegum afleiðingum

Allir útreikningar sem ég hef séð á afleiðingum Icesave-samningsins eru gallaðir. Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð.

Í Excel-hagfræðinni er oft miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007. Síðan þá hafa umfangmiklar atvinnugreinar, s.s. bankastarfsemi, að mestu horfið. Jafnframt endurspegla þessir útreikningar mikið óraunsæi varðandi gengisþróun og verðmætasköpun, sem setja verulegt strik í reikninginn en er skautað harla hratt fram hjá. Þessir útreikningar taka heldur ekki mið af því hvernig skattbreytingar hafa áhrif á hegðun einstaklinga og fyrirtækja, en þær hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs, sem hefur frekari áhrif á skatta. Slíka ferla þarf að greina í útreikningum, en það hefur ekki verið gert.

Icesave-útreikningana verður að nálgast á annan hátt, það þarf að taka tillit til mun fleiri þátta en gert hefur verið, ekki síst hinna þjóðhagslegu, og beita þannig því sem kallast í hagfræðinni almenn jafnvægisgreining.

Þetta ætti að blasa við hverjum manni, en hefur í asanum og ofurkappinu orðið útundan

Er það boðlegt að birta grein sem gagnrýnir útreikninga þeirra sérfræðinga sem við höfum til að reikna út afleiðingar Icesave og segja t.d. „Allir útreikningar sem ég hef séð á afleiðingum Icesave-samningsins eru gallaðir. Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð" Hefð haldið að Jón geri sér grein fyrir því að hér grasserar hysteria af háu stig og ef hann vill gagnrýna útreikninga þá verður hann að setja fram sína eigin sem styðja mál hans. Annars er hann bara að fullyrða eitthvað sem er jafn marktækt og að ég væri að fullyrða eitthvað um þetta mál.

Og eins þetta:

Okkur er sagt að frestun eða höfnun á þeim samningi sem nú er á borðinu muni valda miklu tjóni fyrir Ísland. Þetta tjón hefur þó hvergi verið skilgreint. Ýjað er að því að Íslandi verði vísað úr EES, Evrópusambandsumsóknin verði fyrir truflun, eignir ríkisins gerðar upptækar eða að AÞG-samningurinn og tengd lán verði sett í uppnám.

Allt er þetta afar ósennilegt. Aðstæður eru með allt öðrum hætti nú en í haust, þegar menn óttuðust að Ísland kynni að vera sú þúfa er velti hlassi fjármálakerfis Evrópu.

Á hverju byggir hann þessa skoðun sína. Finnst nú heldur betur ódýr skýring hans sem hann bendir á:

Meðal Breta og Hollendinga ríkir ekki reiði eða refsigleði í garð Íslendinga, fremur samúð, sanngirni og hjálpfýsi. Íslenskir bankar, eftirlitsaðilar og stjórnvöld eru að sönnu ekki hátt skrifuð meðal þeirra, en fyrirlitningin á þarlendum bankamönnum og yfirvöldum er engu minni.

Til að byrja með þá væri það mjög skrýtið ef að þessar þjóðir sem voru að semja við okkur fyrir 2 mánuðum og tala sjálf um að hafa tekið tillit til aðstæðna hér hjá okkur væru allt í einu í miklu betra skapi og væru til í aðra samninga. Og eins þá held ég að þarna séu sömu stjórnvöld enn við völd. Þó að hinn almenni Breti sé ekki reiður út í okkur þá eru það engin rök.

Það sem maður krefst þegar menn eru að skrifa um mistök annarra er að þeir bendi þá villurnar og sýni fram á aðrar niðurstöður með útreikningum og gögnum


mbl.is Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja hvað segja spekingarnir núna?

Man fólk ekki eftir umræðunni í vetur. Þar komu álitsgjafarog  Sigmundur Davíð og fleiri og héldu því blákalt fram að nær allar kröfur/skuldabréf/skuldir gömlubankana gengju nú kaupum og sölu á 3 til 5% af nafnvirði/raunviðri. Og í raun ættu vogunarsjóðir og glæpamenn allar kröfur núna. Og því væri nú leikandi leikur á að færa öll lán niður því að nú ættu einhverjir vogunarsjóðir allt klabbið og búnir að græða svo mikið á þessum kaupum að þeim munaði ekkert um þetta. EN viti menn nú er að koma í ljós að stórir kröfuhafar eru óvart stærstu bankar heims og fjármálafyrirtæki.

Þetta finnst mér lýsandi dæmi um það hvað menn hér á landi hika ekki við að fullyrða um hluti sem þeir bara vita ekki nægjanlega mikið um. Þeir gangast í því að komast í fjölmiðla og enginn fréttamaður gerir neitt í að kanna fullyrðingar þeirra svo kemur í ljós nokkrum mánuðum síðar að þetta á bara ekki við rök að styðjast og á oft upptök sín í illa eða órökstuddum fullyrðingum á netinu.  Menn og sér í lagi fjölmiðlar verða að gera sér grein fyrir að nú þegar eru svona óvönduð vinnubrögð búin að kosta okkur milljarða í minni trú á Íslandi, aukinni svartsýni sem dregur úr áræðni hér sem og óþarfa illdeilum. Allt hlutir sem hægt hefði verið að komast hjá. Ef að gagnrýnendur hefðu viðrað áhyggjur sínar við rétta aðila í upphafi. Eða ef fjölmiðlar hefðu fylgt málum eftir.


mbl.is Óvissu um bankana eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu eru þeir að hugsa þetta rétt!

Mér finnst þetta dálítið furðuleg túlkun en gæti hugsanlega gengið! En það sem mér finnst vanta í þetta hjá þessum ágætu lögfræðingum er eftirfarandi.

  • Það er ekki verið að greiða innistæðueigendum neitt úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eru þegar búnir að því! Getum við eftir á komið með svona lögskýringu að þeir þurfi að fylgja Íslenskum gjaldþrotalögum og eigi því ekki forgangskröfur í búið
  • Þetta er því samningur um að innistæðusjóður greiði Bretum og Hollendingum hlut af því sem þeir eru þegar búnir að leggja út fyrir.
  • Bankarnir fóru aldrei formlega í þrot og því gætu Hollendingar og Bretar hengt sig í það. Sbr. að  Kaupþing og Íslandsbanki eru teknir yfir af kröfuhöfum.
  • Var ekki líka talað um það að Hollendingar og Bretar ætluðu að falla frá málshöfðun gegn Gömlubönkunum í kjölfar samningsins.

En hvað veit ég! Nú eru þessi IceSave samningar búnir að liggja fyrir í margar vikur og frá því október s.l. hefur legið fyrir að það þurfi að semja. Af hverju hafa allir þessir snillingar sem eru að koma fram núna ekki tjáð sig fyrr um hvað gæta þurfi að í samningu um þetta mál. Af hverju þurfa allir þessir snillingar að bíða fram á síðustu stundu.

Og hvaða leiðir eða líkur eru á því að taka megi upp þennan samning. Og er hægt að skilyrða ríkisábyrgð þannig að hún taki á þessu atrið frekar en að samþykkja samningin ekki og lenda í deilum áfram við Breta og Hollendinga! 


mbl.is „Menn sömdu af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver sagt mér hvað Birgitta á við?

Var að lesa inn á www.dv.is eftirfarandi:

Hún furðar sig á því sem hún kallar blekkingarleik fjármálaráðuneytisins varðandi heildarskuldastöðu þjóðarinnar sem komin sé upp í 250 prósent af landsframleiðslu og þar með yfir mörkum AGS til að þjóðir teljist tæknilega gjaldþrota.

„Þessu var hins vegar breytt þannig að sveitarfélögin voru tekin út úr pakkanum, genginu var breytt og skuldir álfyrirtækjanna felldar út. Þar er verið að hagræða hlutunum svo við getum tekið á okkur Icesave,“ segir hún.

Hvað í ósköpunum á  Birgitta Jónsdóttir  við með "skuldir álfyrirtæjana voru feldar út" ?Og eins með sveitarfélögin? Er hún ekki að blanda heildarskulum ríkisins og öllum skuldum þjóðarbúsins saman? Við vitum jú að mörg fyrirtæki skulda erlendis en það er ekki með í þessum pakka þar sem ríkið ser ekki ábyrgt fyrir þeim. Og eins hlýtur það að vera með álfyrirtækin? Enda væru skuldirna þá miklu hærri en 250% af landsframleiðslu. En það er engin ríkisábyrgð á skuldum álfyrirtækjana! Af hverju ætti þá ekki að telja þarna inn skuldir Icelandair og Actavis og fleiri fyrirtækja.

Þetta er svo furðuleg staðhæfing frá þingmanninum að ég bara skil þetta ekki.


Menn hér ættu að passa sig á hvað þeir segja opinberlega!

Maður sér á fréttum erlendis að fólk hér ætti að passa sig á hvernig þeir ræða málin hér í fjölmiðlum. Ég hlustaði á Sprengisand í morgun og þá var Þorgerður Katrín að tala um að Orkuveitan hefði ekki fengið lán frá Fjárfestingarbanka Evrópu vegna þess að þeir hafi ekki trú á stjórnvöldum. Og hvað skildi sú hugmynd þeirra hafa komið. Hér lýðist fólki að koma með allskonar yfirlýsingar sem eru í besta falli rangar en í versta falli lygi án þess að fréttamenn spyrji nokkuð út í málin.

Hér má t.d. nefna:

  • Að Bandarískir vogunarsjóðir eigi orðið allar skuldir bankana. Nú í dag kemur í ljós að m.a. stærstu bankar heims eru kröfuhafar.
  • Eins má nefna þegar menn fara hér hamförum að gera lítið úr embættismönnum, samninganefndarmönnum og jafnvel ráðherrum.
  • Menn gangrýna samninganefnd vegna Icesave og fá að fara hamförum í Fjölmiðlum. Þessir menn nefna hitt og þetta sem ætti að vera í þessum samningum. En gerir fólk sé grein fyrir að samningar eru þess eðlis að þeir sem semja fá ekki allt sitt inn í samninga'  Og eins þá vita þessir menn ekkert hvað er búið að reyna!
  • Menn fá að fara hér offari í fjölmiðlum um að skattahækkanir séu ekki nauðsynlegar og það eigi frekar að aflétta sköttum á fyrirtæki. En hefur einhver spurt þessa menn hvernig og hvenær auknar tekjur fyrirtækja mundu skila sér í auknum tekjum ríkisins.
  • Menn tala um að það eigi bara að skera niður ríkisútgjöld enn frekar. Menn tala eins og það sé bara ekkert mál. En hafa þessir menn verið beðnir um að koma með dæmi um niðurskurð sem ekki bitni beint á þeirri þjónustu sem ríkið veitir. T.d. skólum, sjúkrahúsum og allri annarri þjónustu.  Þeir tala um að fækka bara ríkisstarfsmönnum umtalsvert. En menn gera sér náttúrulega grein fyrir að þá verður þetta til að auka atvinnuleysi og eins að fljótt mundu einkafyrirtæki fá þessi störf aftur og rukka ríkið fyrir þau.

En útlendingar fylgjast með þessari umræðu og gera sér þá mynd af ástandinu að hér sé engu treystandi og menn með fjármagn koma ekki hingað ef þeir mynda sér skoðun á okkur skv. fjölmiðlum.


mbl.is Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur Bærinn minn

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 18. júlí eftir mig.

kopavogurbaerinnminn


Aðrir gerendur í hruninu en útrásarvíkingar!

Hef verið að velta fyrir mér í morgun að að fólk er nú réttilega að æsa sig út í svo kallaða útrásarvíkinga. Sem og nú fara margir lögfræðingar hamförum að mótmæla IceSave samningunum. En þar með er ég komin að kjarna málsins. Það er hlutur lögfræðinga, endurskoðenda og fyrirtækja þeirra.

Það er nokkuð ljóst að flestar gerðir svo kallaðra útrásarvíkinga voru ekki gerðar af þeim persónulega. Allir samningar og stofnun fyrirtækja er væntanlega unnið af m.a. lögfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum:

  • Eignarhaldsfélögin: Þau voru sett upp af lögfræðistofum og stórum endurskoðunarfyrirtækjum. Enda þegar stjórnir þeirra eru skoðaðar eru starfsmenn lögfræðistofa og endurskoðunarstofa oft skráðir þar. Mörg af þessu fyrirtækjum bara skúffufyrirtæki sem hafa engan annan tilgang en að fela eignarhald eða magna upp virði þeirra.
  • Man fólk eftir Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem að lögfræðistofa stóð í því að bjóða óheyrilegar upphæðir í Stofnfjárhluti fyrir ótilgreinda aðila.
  • Allar gerði þessara manna hér á landi fóru væntanlega í gegnum hendur lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðendur. Því til ég að ábyrgð þeirra sé gríðarleg á hönnun þessara svikamylna.

Manni er nær að halda að útrásinni og þenslunni hafi einmitt verið stýrt af þessu milliliðum sem leituðu með ómótstæðileg tilboð til manna sem höfðu aðgang að fé eða lánum.

En nú passa þessir menn sig á því að nöfn þeirra komi hvergi í umræðuna í tengslum við þetta og eru fegnir að fólk kennir Björgúlfum, Hannesum og öllum þeim um allt saman.


mbl.is Sjö ný mál inn til sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband