Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

-„Stækkunarstjóri ESB: Íslendingar taka upp evru fljótlega eftir inngöngu - Tveggja ára aðlögun"

Þarna fá þeir sem segja að við gætum ekki tekið upp evru þó við gengjum í ESB fyrr en eftir 10 til 20 ár á kjaftinn því stækkunarstjóri ESB segir:

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins býst við að Íslendingar hefji undirbúning að upptöku evru fljótlega eftir að landið fær aðild að sambandinu.

Samkvæmt frétt frá Bloomberg fréttastofunni þyrftu Íslendingar, sem leita hjálpar til að ná efnahagslegu jafnvægi í kjölfar bankahrunsins,  að tengja krónuna við evru í að minnsta kosti tvö ár áður en þeir gætu fengið aðild að sameiginlegu myntkerfi. pressan.is

Held því að Íslendingar ættu að gjalda varhug við að trúa því sem Heimssýn heldur fram um þessi mál. Málið er að þar fer fólk sem byggir sína þekkingu á því að lesa einhverja öfgamenn í Evrópu sem eru á móti ESB sem og sínum skilning á stefnu, lögum og reglugerðum ESB sem yfirleitt reynist vera vitlaus skilningur.

Þarna erum við kannski að tala um 3 til 4 ár og jafnvel fyrr. Það sem munar fyrir okkur í samningaviðræðum við ESB um að komast inn í myntsamstarf ESB og fá evrur er að við erum örhagkerfi nú, erum í vandræðum með okkar mynt en ESB munar lítið um að standa með krónunni í kannski 2 ár til að koma okkur í stöðu til að taka evruna upp. Jafnvel að fordæmalaus staða okkur veitti okkur undanþágur ef að upptaka evru fyrr hjálpar okkur að ná þeim viðmiðum sem við þurfum að uppfylla.


mbl.is Viðræðurnar fela ekki í sér aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að mótmæla fyrirfram. Alveg makalaust fólk

Nú loks þegar komið er að því að niðurstöður Sérfræðinganefndarinnar sem hefur veirð að skoða möguleika fyrir skuldug heimili þá finnur fólk hjá sér þörf að reyna að klúðra væntanlegri samvinnu með því að skapa hávaða þannig að vonlaust verður fyrir fólk að tala sig niður á niðuststöðu.

Það hefur komið fram að skýrsla þessa sérfræðinga kemur á mánu-/ þriðjudag og tekur á eftirfarandi möguleikum.

Leiðirnar sem starfshópurinn skoðaði
  • Allir gangist undir sértæka skuldaaðlögun.
  • Flöt niðurfærsla skulda um 15,5 prósent.
  • Allir gangist undir sértæka skuldaaðlögun.
  • Flöt niðurfærsla skulda um 15,5 prósent.
  • Flöt niðurfærsla sem miðist við upphaflega fjárhæð láns í stað eftirstöðva.
  • Niðurfærsla skulda í 110 prósent af verðmæti fasteignar.
  • Niðurfærsla skulda í 100 prósent af verðmæti fasteignar.
  • Hækkun vaxtabóta - ýmsar útfærslur.
  • Lækkun vaxta á fasteignalánum niður í þrjú prósent.
  • Skuldarar afhenda kröfuhöfum fasteign sína. Skuldir umfram verðmæti eignarinnar verða afskrifaðar og þeim sem eiga eigið fé í fasteigninni greitt út. Fólki verði gefinn kostur á að leigja eignina og kaupa hana aftur að ákveðnum tíma liðnum.
  • LÍN-leiðin. Afborganir af lánum verði hlutfall af tekjum.
  • Eignarnám íbúðarveðlána með niðurfærslu skulda eftir mati gerðardóms.

Halda menn að hægt verði að ræða sig niður á sameiginlega lausn í kannski 100 db hávaða. Síðan ef maður skoðar facebook síðu mótmælenda þá byggja þeir á einhverjum sögusögnum um að þessi eða hinn sé að koma í veg fyrir þetta og hitt. Svona miðað við síðustu mótmæli þar sem þau börðust fyrir utanþingsstjórn þá hef ég nú ekki trú á að þau hafi fyrir þessu neinar traustar heimildir.

Væri ekki rétt að sjá hvað kemur út úr þessu áður en fólk fer að mótmæla með þessum helvítis tunnum.


mbl.is Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjáhagsaðstoð má ekki ná lágmarkslaunum!

Finnst þetta hálf vanhugsað hjá Þorleifi. Það eru allir sem vara sérstaklega við að ef að bætur nái lágmarkslaunum þá sé búið að kippa vilja fólks endanlega til að leita sér að atvinnu úr sambandi. Ekki að segja að bæturnar megi ekki vera hærri. En uppfyrir lágmarkslaun mega þær ekki fara.
mbl.is Fjárhagsaðstoð verði að ná lágtekjumörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta heimska heimavarnarlið

"Íbúðin er ekki í eigu Arnars heldur fyrirtækisins sem heitir Nordic Workers sem Arnar á hlut í. Það fyrirtæki varð gjaldþrota í mars 2009. Eftir að félagið varð gjaldþrota gerði Landsbankinn leigusamning við Arnar Má, en hann rann út í apríl á þessu ári. Hann hefur því búið í íbúðinni í um 20 mánuði eftir að félagið varð gjaldþrota, að því er segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag."

Þetta er nú allt annað en blessaður maðurinn sagðir í fjölmiðlum. Skv. honum var íbúðin boðin upp í sumar, hann átti hana og fékk ekki samning um leigu. Stenst ekkert af þessu.

 


mbl.is Neyddust til að flýja úr húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru þöngulhausar pakkið, í stjórnarandstöðunni.

Eftirfarandi setti ég í athugasemd á eyjunni. Finnst hún eiga jafnvel við hér.

Furðulegur málflutningur stjórnarandstöðu. T.d. hjá Gunnari Braga:


"Ríkisstjórnin getur ekki alltaf kallað til stjórnarandstöðuna þegar hún er í vanda, segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins."

Nú en það er það sem þjóðin er að kalla eftir að menn komi saman að þessu lausnum.

"Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að fundurinn hafi verið innihaldslaus. "Mér finnst í raun og veru óþægilegt að maður er bara kallaður að borðinu í málum þegar þau eru komin í þrot með lausn saman - þegar ekki er meirihluti fyrir því á stjórnarheimilinu""


Og svo Bjarni Ben:


""Ég líka spyr mig, hvers vegna ættum við sem erum með skýra stefnu í atvinnumálum að fara að gera málamiðlum frá okkar hugmyndum til að koma til móts við ríkisstjórnin í vanda,""



Bara að benda þessu þöngulhausum að þetta er ekki spurning um að hjálpa stjórnarmeirihlutanum heldur að flýta fyrir lausnum fyrir þjóðina þ.e. fólkið í landinu. Sé ekki að þetta pakk sé tækt í t.d. Þjóðstjórn sem margir hafa verið að tala um. Ef að ástandið er eins hræðilegt og þeir segja og þeim finnst ríkisstjórnin ekki ráða við þetta eiga þeir ekki að nota öll tækifæri til að koma að borðinu og komast að samkomulagi um leiðir til hjálpar fólkinu og atvinnuvegunum, jafnvel þó það séu ekki ýtrustu hugmyndir þeirra.


mbl.is Leiksýning Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt er náttúrulega bull!

Það hafa 360 fasteignir verið seldar í Reykjavík á uppboði en það eru ekki Íbúðir nema að hluta til. Enda ef að fréttamaður hefði kynnt sér málin þá hefði hann getað séð frétt frá því morgun þar sem kemur fram að: 412 íbúðir hafa verið seldar á uppboðum um allt land á árinu. En ef við lítum á heimildina sem fréttamaður byggir á, þá eru hún svona:

2.11.2010

Nauðungarsölur - fasteignir

Í lok október 2010 höfðu 360 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu; janúar 6, febrúar 28, mars 25, apríl 3, maí 2, júní 63, júlí 44, ágúst 34, september 74, október 81.

Skráð nauðungarsölumál vegna fasteigna voru á sama tíma 1.630.

Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík; janúar 6, febrúar 29, mars 37, apríl 20, maí 15, júní 11, júlí 9, ágúst 1, september 38, október 16, nóvember 23, desember 2.

Skráð nauðungarsölumál vegna fasteigna voru árið 2009 2.504; janúar 216, febrúar 156, mars 187, apríl 134, maí 207, júní 225, júlí 112, ágúst 140, september 278, október 384, nóvember 203, desember 262. (http://syslumadur.is/news.aspx)

 


mbl.is 360 íbúðir seldar nauðungarsölu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að benda hér á 2 bloggfærslur

Sú fyrri er eftir Ármann Jakobsson Þar sem hann skýrir út hvers vegna hann á ekki lengur samleið með mótmælendum á Austurvelli:

Hann segir m.a.

Hvers vegna hætti ég að vera meðvirkur þetta kvöld? Var það grjótkastið? Munnsöfnuðurinn? Hótanirnar? Ofbeldið? Þórðargleði fréttamanna Sjónvarpsins (hér ritaði ég óvart Sjálfstæðisflokksins fyrst – truth will out!) yfir mótmælum gegn vinstrisinnaðri ríkisstjórn? Nasistafánarnir? Eða hin fasíska orðræða um að þessir tilteknu mótmælendur væru „venjulega fólkið“ vegna þess að það geta leigjendur og bíllaust fólk aldrei verið? Hin fasíska krafa um „neyðarstjórn“ eða „utanþingsstjórn“? Kannski allt þetta en mín niðurstaða er að öfugt við flestalla stjórnmálamenn nenni ég ekki að þykjast standa með þessum tiltekna hópi mótmælenda. Ég er alfarið á móti þeim. Ég á ekki pólitíska samleið með þeim sem mættu í grjótkastaramótmælin. Mér er jafn sama um þeirra kjör og þeim er sama um kjör raunverulega fátæks fólks í öðrum heimshlutum.

Ætli hann eigi þarna ekki við fólk eins og Óla Björn og Jónínu m.a. Hann heldur áfram og segir á öðrum stað:

Allir sem ég sá á vellinum þetta kvöld og kannast við (líklega u.þ.b. 20-30 manns) búa í stærra húsnæði en ég og eiga bifreið sem ég á ekki. Samt vill þetta sama fólk að ríkisvaldið skattleggi alla hina (eða leggi niður þjónustu) til að færa niður skuldir þess. Þetta sama fólk hefur haldið uppi hatrömmum áróðri gegn þeim lausnum sem hafa verið í boði alveg frá hruni. Af orðræðu þess má ráða að það vill enga aðra lausn en niðurfellingu skulda. Allar aðrar lausnir bera samheitið „ekkert“ í þeirra munni. Samt blasir við að 18% niðurfelling skulda mun ekki aðeins verða hræðileg blóðtaka fyrir ríkissjóð heldur mun hún ekki duga ýmsum þeim sem sitja núna í risavöxnum „draumahúsum“ og neita að borga. Það þyrfti miklu meira fé í þá hít.

Annað blogg sem ég las er eftir Agnar Kristján [aka. AK - 72] Hann var nú áberandi í baráttunni fyrir ári síðan. Að minnstakosti á netinu. Hann segir m.a.

Svo kom að ákveðnum punkti þar sem eitthvað dó inni i mér og ég byrjaði að breytast í  „disillusioned revolutionary“ gagnvart mótmælum eftir þann 1. október þegar ég varð var við í fyrsta sinn að einhver náungi þar sem ég hafði aldrei séð, starði á mig með svo miklu hatri í augnaráði að ég hrökk í kút. Þetta atvik sem ég velti fyrir mér hvort væri út af skoðunum mínum, sjónvarpsfréttinn þar sem Jónína Ben hrópaði upp spurningu um hvernig í ósköpunum fólk ætti að lifa af í þessu landi sem fékk mann nánast til að öskra á sjónvarpið:“Nú, það er hægt með því að vera ekki að halda 350 manna brúðkaupsveislu“,

Og síðar

En hversvegna neitar fólk að horfast í augu við það? Ég veit það ekki, ég skil það ekki og ég velti því stundum fyrir mér hvort það sé einfaldlega að skrumið og yfirboðin hafi náð svo miklum völdum og áhrifum í umræðunni, kynt undir af fjölmiðlum sem stýrt er af hrunkvöðlum sem hafa leikið sér að áróðri áratugum saman fyrir valdablokkir landsins.

Og það vekur mér ugg því tækifærissinnarnir og lýðskrumararnir skríða nú undan hverjum steini, leitandi að leið til að nýta sér mótmælin til eigin frama eða fylgis, hampandi því að fólkið sem mætir á Austurvöll hafi í raun verið að taka undir sínar kröfur hverjar sem það voru og að það hafi verið „venjulega fólkið“ sem hafi tekið þar undir kröfur þeirra um ríkistjórnina burt, Nei við ESB eða Ísland fyrir Íslendinga!


mbl.is Mikill meirihluti hlynntur mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekkert mál að vinna fylgið aftur!

Byrja bara á að toppa lista Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

  • Lofa skattalækkunum rúmlega það sem þeir hafa hækkað
  • Lofa skuldaafléttingu og að allar skuldum verði eytt og þær sendar til útlanda til vondu kröfuhafana.
  • Lofa því að fá lán hjá kröfuhöfunum fyrir framkvæmdum og fjárfestingu
  • Lofa því að það sé ekkert mál að fjármagna afléttingu lána sem fólk á við Íbúðalánasjóð. Bara að láta lífeyrissjóðina borga allt klabbið
  • Lofa því að auka bara kvótann um 200 þúsund tonn
  • Lofa því að skapa um 50 þúsund störf. Bara svona með því að margfalda dálítið hvaða áhrif Helguvík og Bakki hafa.
  • Lofa því að allar bætur trygginga hækki og afnema fátækragildrur
  • Lofa því að öll lán hækki um 100%
  • Lofa því að krónan eigi eftir að hækka aftur um það sama og hún féll og verða vinsæll gjaldmiðill
  • Lofa því að það sé ekkert mál að takast á við eitt mesta hrun sem ein þjóð hefur orðið fyrir á síðustu árum án þess að fólk þurfi nokkuð að leggja á sig nema að berja í tunnur.

Bara að koma með hugmyndir að einhverju sem fólkið í landinu kaupir. Það er svo auðvelt að bulla í fólki. Það er hér fólk sem trúir því að í raun hafi verið hægt að afskrifa nærri öll lán, að það sé hægt að komast í gengum svona mikið skuldafen eins og Ísland er í án þess að fólk þurfi að hafa fyrir því og finna það á eigin skinni.

Svo þegar þessi loforð hafa verið lögð fram þá felur stjórnin bara klára fólkinu í framsókn, hreyfingunni og sjálfstæðisflokk að taka við sem minnihlutstjórn og þá sér fólk hvað þau geta uppfyllt af þessum hugmyndum sem þessir flokkar segja að sé auðvelt að koma í framkvæmd. lMinni á að Sjálfstæðismenn hafa hingað til tekist á við kreppur og niðursveiflur með þvi að létta sköttum á fyrirtæki og auka þau á fólk. Þeir hafa staðið ásamt framsókn að því að taka upp þjónustugjöld um allt kerfið sem við sitjum uppi með í dag. Fengu reyndar ekki að hækka þau eins og þeir vildu. Og bætur og lífeyrir hefur alltaf fyrst orðið fyrir skerðingu í erfiðleikum hjá sjálfstæðismönnum hingað til. Fyrirtæki og fjármagnseigendur hafa alltaf fengið skattalækkanir hjá Sjálfstæðisflokk hvenær sem þeir hafa komið því við.

Held að fólk ætti að átta sig á að það eru engar auðvelda lausnir til. Og svona gylliboð eins og Sjálfstæðisflokkur boðar í dag eru gjörsamlega úr kortinu.

Minni líka á að ef að sjálfstæðisflokki tækist að skapa 22 þúsund störf á 3 árum. Myndi það þýða hér ógurlega þenslu næstu árin á eftir sem myndi enda í verðbólguskoti eins og vitað var að kæmi eftir Kárahnúka. Og þá væri væntanlega næsta dýfa skammt undan.


mbl.is Vælir ekki undan slöku gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki að ná því hvernig að skattalækkanir eiga að skapa störf og tekjur samstundis

Sorry er ekki að ná þessu með að lækkun skatta og aukin störf  um 22 þúsund skaffi ríkinu strax á næsta ári 36 milljarða.

T.d. ef við segjum að 10 þúsund störf verði til ný á næsta ári.

Meðal laun á þessi nýju störf séu 5 milljónir og tekjuskattur 24,6% þ.e. það sem ríkið fær.

Þá eru þetta 10.000 störf x (5.000.000 -1.500.000 sem er skattfrelsi)= x 0,246 = 8.472.104.360 kr.
Þannig að ég fæ út skv. svona einfaldaðari mynd að skv. óbreyttum sköttum myndu 10 þúsund störf sem yrðu til um áramótin skila ríkinu um 8,5 milljörðum í aukna skatta ef að fólk byrjaði í þessum störfum strax um áramótin.  En á móti kemur að sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að skattalækkanir kosti um 36 milljarða.  Sé því ekki hvernig þetta gengur svona strax á næsta ári. Veit að menn tala um margföldunaráhrif af störfum. Þ.e. að fólk kaupir meira og skapar því meiri störf fyrir sömu peninga en ég er ekki að kaupa þetta svona alveg hjá þeim. Það verða ekki til 10 þúsund störf á nokkrum mánuðum og ríkið getur ekki bara beðið og vonað. Það verður að loka þessu fjárlagagati. En örugglega fullt sem hægt er að nýta úr þessum tillögum þeirra því mér finnst margt af því þegar á leið í gengum þingið og til framkvæmda.

 


mbl.is Vilja draga skattahækkanir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband