Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Tek undir með Merði Árnasyni: Birtið tilboðið

Það er ekki hægt að leyfa mönnum eins og Sigmundi að fabúlera með þetta mál eins og þetta sé hans einkamál. Hann er búin að vera nú síðustu daga og sér í lagi í dag búinn að vera að með allskonar yfirlýsingar sem fara þvert á það sem aðrir sem að þessu máli hafa komið. Og því tek ég undir með Merði þegar hann segir:

Forsendan fyrir að halda tilboðinu leyndu var að gefa forystumönnum í íslenskum stjórnmálum svigrúm til að ná samstöðu um næstu skref. Eftir viðbrögð formanns Framsóknarflokksins í kvöld, og raunar alla helgina, er nokkuð ljóst að hann ætlar sér að skerast úr leik, og er byrjaður að safna sér til þess einhverskonar röksemdum með tilvísunum í tilboðið og aðdraganda málsins – til dæmis utanferð þeirra Bjarna Benediktssonar. Þá er ekki lengur ástæða til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson viti meira um tilboðstextann og stöðu Icesave-málsins en íslenskur almenningur.

Sjá nánar hér


mbl.is Á skjön við fyrri viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja tími breytinga hafinn hér í Kópavogi!

Ef að fólk horfir raunhæft á hlutina þá hljóta allir að sjá að þetta er fyrir bestu. Tími stjórnmálamanna sem stjórna eins og einræðisherrar og líta á bæjarfélag sem sitt einkafyrirtæki er liðin. Þetta er mynd sem maður fékk af stjórnunarstíl Gunnars Birgissonar. Og tengsl hans við ákveðna starfssemi eins og verktaka sem og að vinir hans og stuðningsmenn hafi átt greiðan aðgang að störfum og verkum fyrir Kópavog orka náttúrulega tvímælis.

En helst af öllu er engu bæjarfélagi holt að þar sé sami maður sem stjórnar beint og óbeint í svona langan tíma. 20 ár voru meira en nóg!

Nú tekur tími fyrir stjórnmálaflokka í Kópavogi að finna leiðir til að vinda ofan af hrikalegum skuldum. 32 milljarðar er alveg hræðileg summa. Og sér í lagi vegna þess að við hefðum ekki þurft að vera í þessari stöðu ef að bærinn hefði bara farið sér aðeins hægar. Ég gat aldrei séð af hverju það þurfti að þenja bæinn svona hratt út.

Og maður þakkar fyrir að áform Gunnars um óperhús og fleira gáfulegt var ekki komið í gang. Því þá værum við í svipaðri stöðu og Álftanes núna.


mbl.is Ármann öruggur í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur tilbúinn að leggja þjóðina undir í eitt ár í viðbót.

Ég er bara ekki sáttur við að þessi maður komi að samningamálum okkar. Burt með þennan mann! Hann er þjóðinni hættulegur! Maður sem lætur hafa eftirfarandi eftir sér.

„Ætli þetta þýði ekki að við séum að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og svo verði mynduð ný ríkisstjórn í Hollandi í haust og í Bretlandi í vor og sjáum hvað setur eftir það. Ég held að það sé orðið tímabært að snúa sér að öðrum málum, uppbygginarmálum, ef að staðan er sú að hollenska ríkisstjórnin er ekki starfhæf og ekki hægt að vinna í þessu áfram" sagði Sigmundur Davíð"

Hann gerir sér enga grein fyrir samhengi hlutana. Hvaða uppbyggina telur hann að verði ef að AGS klárar ekki endurskoðun áætlunar okkar? Þessi furðulega afstaða hans og skortur á heildarsýn er orðin hættuleg.


mbl.is Vill skoða tilboðið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að þeir eru að bjóða að vaxtalaust tímabil eða lækkun vaxta, þá tökum við þessu!

Ef eins ég las einhversstaðar í gær að um væri að ræða vaxta lækkun , vaxtalaust tímabil, eða breytilega vexti þá tökum við þessu og hættum þessari vitleysu.

Ef að eignarsafn Landsbankans dugar upp í 90% af Icesave láninu þá erum við að tala um að 2015 verði skuldin 70 milljarðar eða minna. Og ef vextir fara þá að tikka erum við að tala um kannski 4 milljarða í vexti 2015 og það færi svo minnkandi.  Er það ekki nóg til að við klárum þetta. Þetta er bara brota brot af því sem búið var að reikna að við réðum við. Væri ekki vit að klára þá þetta og komast af stað í endurreisn landsins. 


mbl.is Svar komið vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gátum sagt okkur þetta!

Skv. fréttum eru þeir að bjóða breytilega vexti og sömu kjör og var samið um í október. Vissi það að meiriháttar breytingar væri mikil bjartsýni. Held að það sé að koma í ljós að Bjarni, Sigmundur og Birgitta hafa ekkert vit á samningum milli ríkja og hvernig þeir fara fram. Og yfirlýsingar þeirra um gott gengi síðust daga í samningum eru beinlínis hættuleg! Það er verið að vekja vonir hjá almenning sem líklegar eru hrynja í andlitið á fólki.
mbl.is Undirbúa nýtt Icesave tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu er ekkert að marka neinn hér á landi.

Hvernig í andskotanum geta eins margar og ólíkar fréttir komið af sömu fundunum:

Birgitta segist ver mjög bjartsýn

Sigmundur segir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að viðræðurnar við Breta og Hollendinga færu nú fram á algjörlega nýjum grunni. Nú taki við bið eftir nýju útspili frá þeim.

Bjarni segir:

„Ég er afar sáttur við störf samninganefndarinnar. Ég tel að við höfum komist að skynsamlegri niðurstöðu hér heima fyrir um þau skilaboð sem átti að færa Bretum og Hollendingum. Nefndin hefur staðið sig sérstaklega vel í því að útskýra okkar málstað," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Og svo kemur nú að staðan sé mjög tvísýn. Hverskonar yfirlýsingar eru hjá þessu fólki.? Er verið að vekja vonir um eitthvað sem enginn fótur er fyrir? Var þetta fólk ekki á sömu fundum? Er ekkert að marka neitt sem þau segja?


mbl.is Staðan í Icesave mjög tvísýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ einhver ætti nú að segja blaðamanni FT eftirfarandi:

Æi þið eruð allt of seinir að stinga upp á þessu. Við erum löngu búin að afskrifa þessa tillögu. Við viljum ekki sjá að Icesave 1 með fyrirvörum taki gildi. Þið getið bara spurt Indefence! Við erum jú svo ábyrg og áreiðanleg í samningum. Að meira að segja núna erum við á því að Icesave með fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í ágúst og er undirritað af forseta Íslands taki helst ekki gildi.

Og ekki er víst að nýir samningar séu á leiðinni skv. www.dv.is

Hollendingar og Bretar taka dræmt í hugmyndir Íslendinga um lausn Icesave-málsins, samkvæmt heimildum DV. Forystumenn stjórnmálaflokkanna komu saman til fundar í stjórnarráðinu í kvöld en Icesave-samninganefndin sem verið hefur í Lundúnum að undanförnu snýr heim í fyrramálið.

Samkvæmt heimildum DV ætti lausn málsins að skýrast um helgina en í síðasta lagi á mánudag. Herma heimildir DV að ekki ríki sérlega mikil bjartsýni innan ríkisstjórnarinnar að málið komist á skrið á næstunni og eru Hollendingar sagðir vera sérstaklega erfiðir viðureignar.


mbl.is FT: Bretar eiga að gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig horfa Bretar og Hollendingar á málið.

Sigrún Davíðsdóttir ofurgreinandinn og fréttamaður RUV var með mjög áhugaverðan pistil sem fólki er hollt að lesa. Þar segir hún m.a.

Þegar IceSave var auglýst sem ákafast hér í Bretlandi og víðar gat að lesa á vefsíðu Innistæðutryggingasjóðs að sjóðurinn starfaði á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins. Síðan sagði að Ísland væri þannig lagalega skuldbundið, rétt eins og ESB-löndin, til að veita evrópsku lágmarks innistæðutrygginguna, 20 þúsund evrur.

Allt árið 2008 komu fram opinberar og óopinberar fyrirspurnir um hversu tryggt íslenska bankakerfið væri. Boðskapur bankanna, stjórnmálamanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins var alltaf að innistæðueigendur í íslensku bönkunum þyrftu einskis að kvíða: ríkið stæði að baki bönkunum. Þann 8. október 2008 flutti sendiherra Íslands í Bretlandi breskum yfirvöldum þau skilaboð að Ísland stæði við skuldbindingar sínar.

Hollensk og bresk yfirvöld voru því sannfærð um að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væri samþykk því að íslensk stjórnvöld tryggðu innistæðurnar upp að þessum 20 þúsund evrum. Ríkisstjórnir Hollands og Bretlands gerðu því upp við innistæðueigendur í sínum löndum – og biðu svo eftir að Íslendingar gerðu upp IceSave-reikninginn. Það hefur dregist eins og kunnugt er

Og síðar segir hún:

Forsendurnar sem íslensku samningamennirnir hafa í farteskinu er málamiðlunin sem náðist nýlega milli íslensku stjórnarinnar og stjórnarandstöðu. Hún felur í sér að, andstætt því sem kom fram um og eftir hrunið, þá verði engin ríkisábyrgð heldur að reynt verði að hraða greiðslum úr þrotabúi Landsbankans og síðan séð til eftir nokkur ár hver staðan verði.


Spegillinn hefur grennslast fyrir um hvernig þessar nýju tillögur horfi við Bretum og Hollendingum. Einn viðmælandi Spegilsins segir þessar íslensku samningaforsendur nú gjörsamlega vonlausar. Þarna sé verið að bjóða viðsemjendum að hirða það sem fáist úr þrotabúinu og svo megi ræða málin frekar eftir einhvern tíma – án þess íslenska stjórnin skuldbindi sig á nokkurn hátt. Þó menn reikni með þokkalegum heimtum úr þrotabúinu álíti Bretar og Hollendingar í raun að stjórnvöld gangi með þessu á bak fyrri fullyrðinga.


Annar viðmælandi segir að Hollendingar og Bretar hljóti að hrista höfuðið yfir þessu tilboði. Þeir vilji þó ekki skella hurðinni að svo komnu máli heldur vilji þeir hlusta áfram og reyna að finna einhvern flöt á framhaldi. Þeir sjái tilgang í að halda áfram að ræða málin í þeirri von að ná mönnum niður á jörðina en það megi allir vita að ekki verði samið á þessum forsendum. Erfitt sé að sjá á hverju íslensk stjórnvöld byggi bjartsýni á þessar viðræður. Það sé ekki nóg fyrir Íslendinga að semja innbyrðis.

Og skv hennar heimildum þarna í London eru líkur á að það sem Bretar og Hollendingar sé tilbúnir að semja um:

En hvað er það þá sem Hollendingar og Bretar gætu hugsanlega fallist á að semja um upp á nýtt? Samkvæmt fyrirspurnum Spegilsins eru það einkum tvö atriði: annars vegar vextirnir, þar megi kannski hnika einhverju til; hins vegar forgangi íslenska innistæðutryggingasjóðsins. Þetta atriði lýtur að fremur tæknilegu en um leið mikilvægu atriði. Eins og er hafa tryggingasjóðir landanna þriggja forgangskröfu í þrotabú Landsbankans. Það kæmi betur út fyrir Íslendinga að íslenski sjóðurinn fengi forgang fram yfir hina tvo, hefði nokkurs konar forgangs-forgangskröfu og ekki víst að erlendu viðsemjendurnir tækju því neitt fjarri að breyta þessu

Hér í Englandi undrast menn einnig að íslensk stjórnvöld skuli ekki frá upphafi, alveg frá því í október 2008, hafa sótt fastar að ljúka málinu. Málalyktir eru miklu stærra hagsmunamál fyrir Íslendinga en fyrir Breta og Hollendinga.

Pistill hennar er mun lengri og fróðlegur og hann má finna hér

Svo ekki búast við of miklu út úr þessu. Sem og að ég ítreka hugmynd mína fyrir fólk sem er í hagfræðinámi eða sambærilegu og vantar hugmyndir að lokaverkefni að taka fyrir hvað við erum búin að tapa á þessu ári sem við höfum verið að flækjast með þetta mál í stað þess að ganga frá því. Ég held að þessir 8 mánuðir eigi á endanum eftir að vera okkur dýrir í formi seinkunar á öllu sem þarfnast fjármagns, háum vöxtum lengur en þeir þurftu að vera og óhagstæðu skuldatryggingarálagi sem verður hér viðloðandi okkur miklu lengur en það þurfti að vera.


mbl.is Enn að skiptast á hugmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil að Sibert sé undrandi!

Held að Sigmundur þurfi nú að athuga sinn gang. Fólk sem hefur aðra skoðun en hann og félagar getur og má tjá sig um málið.  Hún Anne Sibert er jú að endurspegla  upplýsingar sem margir hafa tekið undir. T.d. Þórólfur Mattíasson sem Ólafur Arnarson vildi láta reka úr Háskólanum  í umræðu á Bylgjunni. Held að t.d. báðir þessir menn Sigmundur og Ólafur Árnason væru báðir atvinnulausir í dag ef að þeir þyrftu að bera ábyrgð á orðum sínum.

Það er óvart bara yfirleitt margar hliðar á hverju máli. Og erlendar ríkisstjórnir vita nákvæmlega um stöðu mála hér. Það þarf ekki að þegja eða ljúga að þeim.


mbl.is Sibert undrast hörð viðbrögð Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband