Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Og ekki held ég að orð forsetans í gær hjálpi okkur

Þetta er nefnilega það sem málið snýst um:

„Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir fyrir en í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórnmálastefnu sem það kýs. Ég vil ekki að norskir skattgreiðendur verði látnir borga þennan brúsa en við munum veita Íslendingum lán," hefur blaðið eftir Jonas Gahr Støre.

Þetta er eimitt hluti málsins. Og eins hluti þess að þjóðir sem ætla að lána okkur vilja að við göngum í að klára málin og fara eftir þeim áætlunum sem við setjum okkur. Og það er ekki að gerast með Icesave. Við myndum heldur ekki lána peninga í dæmi þar sem einhverjar líkur væru á þvi við teldum að peningarnir myndu tapast eða vera notaðir í allt annað en þeir voru lánaðir í.

Svo eru ummæli forsetans kafli út af fyrir sig frá því í gær!

„Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýsting, sem Bretland og Holland hafa beitt Ísland. Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd. Þetta er greinilega vandræðalegt mál fyrir þau," hefur Aftenposten eftir Ólafi Ragnari og segir að forsetinn hafi ekki áður gagnrýnt nágrannalönd Íslands með jafn afgerandi hætti.

Úr frétt hér á www.mbl.is frá því í gær

Held að þetta verði ekki til að gleðja Norsk stjórnvöld eða gera þau viljugri til að hjálpa okkur.


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga til ríkisstjórnarinnar!

Væri ekki sterkt núna að fara á Bessastaði og skila umboði ykkar. Og í framhaldi mundi hann fela Bjarna Benedikssyni umboð til stjórnarmyndunar! Því eins og fólk lætur nú í umræðunni er ljóst að það er það sem fólk vill. Bjarni gæti síðan leitað til framsóknar og Hreyfingarinnar og kannski til Ögmundur og Co. Þá væri fólk búið að fá það sem það vill skv. bloggum í kvöld.

Og Sigmundur Davíð sem er svo klár að hann veit allt best getur þá leyst þetta Icesave kjaftæði með Indefence þannig að við kannski stórgræðum á því. Og öll skuldamál heimilanna myndu þá hverfa í hvelli og málunum væri reddað. Við gætum notað leið þeirra og tekið alla skatta af lífeyrisinneignum út strax og reddað okkur en látið síðan börnin okkar bæta við sig þeim sköttum.

Að minnsta kosti yrðu þá allir bloggarar glaðir og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gætu stjórnað hér næstu 20 árin.


Bíddu er Ólafur að gleyma sér í sigurvímunni?

Á nú að koma okkur í deilur við Norðurlöndin núna?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að Norðurlöndin hafi öll með beinum eða óbeinum hætti stutt þann þrýsting, sem Bretar og Hollendingar hafa beitt Íslendinga í Icesave-málinu. „Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd," segir Ólafur Ragnar við blaðið. 

Aftenposten segir, að Ólafur Ragnar hafi lýst miklum vonbrigðum með afstöðu Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands undanfarið ár. Norðurlöndin hafi ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki afgreitt stóran hluta þeirra lána, sem þau hétu Íslendingum og áttu að stuðla að efnahagslegri endurreisn Íslands.

„Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýsting, sem Bretland og Holland hafa beitt Ísland. Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd. Þetta er greinilega vandræðalegt mál fyrir þau," hefur Aftenposten eftir Ólafi Ragnari og segir að forsetinn hafi ekki áður gagnrýnt nágrannalönd Íslands með jafn afgerandi hætti. 

Eða er tímabilið byrjað aftur þar sem að ríkisstjornin þarf að að ganga á eftir honum og leiðrétta hann. Og hann kemur svo og segir ekki rétt eftir sér haft.

Af hverju í ósköpunum var ekki hægt að sleppa þessu núna? Það er ekki eins og vinveittum löndum rigni yfir okkur.

Enda bregðast Norðmenn hissa við:

Aftenposten bar ummæli Ólafs Ragnars undir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sem segist undrandi á þeim og segir að Norðmenn standi við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi.

„Við höfum alltaf verið í góðu sambandi við íslensku ríkisstjórnina og við sjáum fram á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti afgreitt málið þannig að við getum greitt út næsta hluta af lánunum. Í því ljósi er ég undrandi á yfirlýsingum forseta Íslands," segir hann.

Gat Ólafur ekki bara notið þess í dag að hann vann pólitískan sigur!


mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave fórnarkostnaðurinn!

Rakst á þetta á netinu. Hér geta menn séð áætlaðn kostnað okkar vegna tafa á því að ganga frá Icesave.

ICESAVE fórnarkostnaðurinn

Nú klukkan 00:09 7 mars sýnir hún 160 milljarða. Held að fólk ætti að hafa þetta í huga þegar það hlutstar á Sigumund Davíð sem segir að nú eigi bara að láta Icesave deiluna í salt.


mbl.is Úrslitin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú makalaus speki há Stefaníu!

Og hvaða skilaboð skildi þetta vera.

  • Að þessi samningur Icesave 2 er ekki góður þar sem að Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að bjóða betri kjör?
  • Hvaða önnur skilaboð geta þetta verið?
  • Að stjórnin eigi að segja af sér? Nú hefur stjórnarandstaðan tala um að það þurfi hún ekki.

Það sem stjórnarmeirihlutinn þarf að gera er að sameinast um að klára málið. Fá alla í liðið. Ögmund og co. Og drífa þessa samninga af. Því að forsetinn myndi aldrei setja betri samninga en Icesave 1 í Þjóðaratkvæði. Enda held ég að þjóðin vilji það ekki. Og þar með mundi stjórnaandstaðan missa þau tök sem hún hefur haft á þessu máli.


mbl.is Skilaboð til ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona í tilefni þessara verðlauna er rétt að vitna i Jóhann Hauksson

Það má Jóhann eiga að pislar hans á blogginu eru eitt af því sem ég missi aldrei af. Það er ekki alltaf sem ég er sammála honum en oftast. Hann skrifar líka af miklum kraftir og innsýn um menn og málefni í DV.

Á bloggi sínu frá því dag segir Jóhann í góðri grein sem nefnist:

 

Hann segir þar m.a. 

Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu og yfir honum vofir skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn höfuðsökudólgur eftir að hafa stýrt fjármálakerfi landsmanna nánast einráður síðustu 17 árin fyrir bankahrun.
Bjarni hefur auðvitað notað Icesavevilluljósið eins vel og hann getur, hæfilega kjarklaus til þess að fara ekki gegn Hádegismóra sem glímir í helli sínum við yfirbótar- og tilvistarvanda. Hæfilega kjarklaus til að taka ekki upp hanskann fyrir þjóðina. Hvað er að segja um Sigmund Davíð formann Framsóknarflokksins? Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þurfti ekkert að lýsa honum sem ónytjungi og falsspámanni í Kastljósinu í gærkvöldi. Hann þurfti þess ekki og gerði það ekki þar af leiðandi.

Og síðar segir hann:

Hvernig stendur á því að fánýt þjóðaratkvæðagreiðsla var ekki blásin af í tæka tíð? Erlendur blaðamaður hjá frægu og virtu alþjóðlegu blaði sagði við mig hafandi líkt stjórnarfarinu hér við Gög og Gokke: “Basically, it's complete fucked up. And would be extremely amusing if it weren't so pathetically sad...”

Frumástæðan fyrir því að við erum búin að hlaða stjórnmálakreppu ofan á bankahrun og efnahagskreppuna má rekja til innanmeina vinstriflokkanna sjálfra. Stjórnarandstaðan hefur vitanlega glott álengdar og spilað á veikleikana. Fært Icesavemálið úr réttum hlutföllum og brugðið því eins og neti yfir þjóð í öngum sínum.
Já, ég er að tala um Ögmund Jónasson og fylgismenn hans í villta vinstrinu innan VG.

 


mbl.is Jóhann fékk blaðamannaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æji Nýja Ísland þetta er hætt að vera sniðugt!

Það væri nú ágætt að fólk sem tilheyrir þessu fína Nýja Ísland færi nú aðeins að fara yfir aðferðir sínar.

  • T.d. Þau  ættu að vita að Björgólfur er sá eini af útrásarvíkingum sem er gjaldþrotameðferð sjálfur. Persónulega
  • Get ekki séð að þetta hjálpi heimilum eða einstaklingum í landinu nokkurn skapaðan hlut
  • Þetta fólk ætti líka að átta sig á að þessir menn hafa ekki verið sakfeldir ennþá um neitt
  • Aðgerðir þessara félaga í Nýju Íslandi eru ekki aðgerðir sem ég vill sjá móta hér nýtt Ísland. Þ.e. að það sé flott að einhverjir hópar misvitra manna og kvenna taki fólk af lífi án dóms og laga
  • Svo væri gaman að vita hverju þessar aðgerðir eigi að skila
  • Loks minni ég menn að þetta fólk á fjölskyldur, börn, barnabörn og svo framvegis. Halda menn að þessi börn  finni ekki illilega fyrir þessum aðgerðum.

Það er allt annað þegar menn eru að mótmæla við fyrirtæki og stofnanir sem þeim finnst að hafi brugðist fólkinu en að ráðast svona að heimilum fólks finnst mér eitthvað sem hér á ekki að viðgangast. Sér í lagi af hópum sem eru að reyna að berjast fyrir hagsmunum heimila.

Þetta er farið að líkjast einhverju ömurlegu hugarástandi sem ég vill ekki að verið hér til frambúðar.


mbl.is Fóru að heimili Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

O ég held ég sitji heima í dag!!

Enda ekkert spennandi að gera. Því ekki tek ég þátt í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu um ekkert

17657-Clipart-Illustration-

mbl.is Kjörsókn fer hægt af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst átt þú að taka þetta til þín Sigmundur!

Steingrímur sagði á blaðamannafundinum: Að hann ætlaði að skilja eftir í loftinu hvernig ætti að ná samningum þegar menn í samningaliðinu vilja ekki ná samningum? Þ.e. hann talaði ekk um samninganefnd!
mbl.is „Tek þetta ekki til mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona nokkrir punktar um þessa frétt:

Hvað á Sigmundur við með:

Sigmundur Davíð sagði við Morgunblaðið að ef lögin yrðu felld gætu Íslendingar vonandi byrjað með hreint borð, ef Hollendingar og Bretar hefðu áhuga á frekari viðræðum. „Nú ef ekki, þá er málið ekkert í lausu lofti.

Hverskonar bull er þetta í manninum. Hvað á hann við með "byrjað hreint borð" Heldur maðurinn virkilega að viðsemjendur okkar segi bara allt í lagi við því.

Hvað á Bjarni við með þessu:

Hann sagði brýnt að íslenska þjóðin sýndi í verki að hún léti ekki kúga sig, kjósendur ættu að mæta á kjörstað og fella Icesave-lögin.

Er þetta ekki sami maður og sagði á Alþingi:

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.”

Og hvað á Birgitta við með:

Þeir samningar sem nú yrði kosið um væru þar að auki verri en eldri samningar. Birgitta segir að verði Icesave-lögunum hafnað hljóti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að segja af sér.

Hún hlýtur að vita konan að við erum eru ekki að kjósa um samninginn hann var gerður í Júní. Við erum að kjósa um lög um ríkisábyrgð. Eins þá erum  að tala um sömu samningana. Icesave 2 eru sömu samningar nema að fyrirvararnir frá Ágúst  eru settir inn í lögin að mestu.

Og af hverju ætti Steingrímur frekar en aðrir ráðherrar að segja af sér. Ríkisstjórnin hefur staðið saman með honum að þessu máli.  Held að það væri kannski best að ríkisstjórnin myndi gera það og skipa Birgittu sem fjármálaráðherra! Þjóðin á það skilið!


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband