Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Til umhugsunar varðandi stjórnarmyndunarviðræðurnar!

Var að lesa bloggið hans Egils Helgasonar áðan. Þar kom þessi setning fyrir hjá honum:

 Nú er tveir frekar ungir stjórnmálaforingjar úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn að mynda ríkisstjórn. Svo vill til að þeir eru báðir vellauðugir. Líklega þyrfti hvorugur þeirra að vinna handtak það sem eftir er ævinnar – ólíkt flestum Íslendingum sem eru í þeirri stöðu að ef þeir missa úr tekjur í einn mánuð eru þeir í vondum málum.

Þetta vakti mig til umhugsunar um að fólk hlýtur að skoða gerðir eins og skattalækkanir í ljósi þess hvaða  áhrif þetta hefur á þá persónulega og svo aftur þá tekjulágu. 

Reyndar var pistillinn hans um lætin sem hafa verið út af því að ein kona stakk upp á að hægt væri að kaupa borðvín í matvöruverslunum.  Svona að óathuguðu mál sé ég ekkert að því. Maður sér ekki að þetta sé til vandræða erlendis. 


Nú er þeir búnir að ræða saman í Reykholti, Þingvöllum og Alþingishúsinu. Flott!

Við fáum reglulega fréttir af því hvað þeir fá sér að borða hvar þeir ræða saman og allt gangi vel. Og nú á að ræða saman yfir helgina.  Er svona að velta fyrir mér fyrst að allt gengur svona vel hvort að við þurfum nokkuð að sitja undir svona fréttum fyrr en þeir þá klára þetta.  Nokkuð ljóst að þeim liggur ekkert á enda ágæt ríkisstjórn við völd þar til þeim þóknast að klára þetta.

Ég persónulega er mest spenntur fyrir því fyrst að þetta er allt svona létt að vita hvað lán mín og minnar fjölskyldu lækka og hvað skattarnir mínir lækka. Ef að ríkið ræður vel við þetta þá liggur mér á að fá þessa peninga. Maður borgaði þetta án athugasemda en manni dettur það ekki í hug ef að ríkið þarf ekkert á þessu að halda. 


mbl.is Ræða skuldir heimilanna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir með drauminn um að fá hér aftur árin fyrir hrun. Þetta er náttúrulega út í hött!

Íslendingar geta bara ekki lært af reynslunni:

Svo virðist sem hálfgert gullgrafaraæði hafi gripið um sig á hlutabréfamarkaði. Dæmi eru um að fjárfestar skrái sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Einn fjárfestir bauð til að mynda milljarð en var ekki einu sinni borgunarmaður fyrir 50 milljónum króna.

Viðskipti með hlutabréf í TM hófust í kauphöllinni í gær. Mikil umframeftirspurn reyndist eftir bréfunum og ruku þau upp um 32,8 prósent í gær, miðað við útboðsgengi í aðdraganda skráningar. Það sama gerðist þegar VÍS var fleytt á markað á dögunum. Til marks um áhugann hafa fjárfestar lagt fram kauptilboð í þessi tvö félög fyrir yfir 500 milljarða króna, á meðan markaðsvirði hlutafjárins nam aðeins 19 milljörðum. Fjárfestar hafa þess vegna verið reiðubúnir til að kaupa hlutabréf í þessum tveimur tryggingafélögum fyrir fjárhæð sem nemur 30 prósent af landsframleiðslu Íslands.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins er að finna ítarlega skýringu á því óvenjulega ástandi sem ríkt hefur í kringum þessi útboð. Þar segir að fjárfestar séu farnir að skrá sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Í mörgum tilfellum hafi fjárfestar skráð sig fyrir kaupum á bréfum í útboði VÍS fyrir milljarð króna þótt ljóst væri að þeir hefðu hvorki nándar nærri nóg eigið fé né lánsloforð til að geta reitt fram slíka fjárhæð kæmi til þess að þeir fengju að kaupa milljarð í félaginu. eyjan.is

 


Þetta vakti athygli mína!

  • Í lok mars sl. átti Íbúðalánasjóður 2.377 fasteignir um land allt og hafði þeim fjölgað um 149 frá áramótum.
  • Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila.

Eins og sumir hafa túlkað þetta hafa um 4 fjölskyldur verið bornar úr úr húsnæði á hverjum virkum degi. Þetta hefur m.a. verkalýsfrömuðurinn á Akranesi messa yfir landslýð stöðugt. En sorry Íbúðalánsjóður á jú vissulega um 2400 eignir tæplega en rúmlega helmingur þeirra var áður í eigu bygginaraðila og fyrirtækja.  Þ.e. það voru engar fjölskyldur fluttar í þetta húsnæði. Þannig er þetta væntanlega hjá bönkunum líka. Þannig að þessi tala sem fólk hefur verið að slá um sig með 4 fjölskyldur á dag er náttúrulega ýkjur af verstu sort og dæmi um að menn kynna sér málinn ekki almennilega.

T.d. þetta:

Varðandi uppboð á Suðurlandi sem eru nú 151 á þessu ári.  Þar er verið að tala um Sumarhús, sumarhúsalóðir og svo náttúrulega íbúðahúsnæði. En þegar menn fjalla um þetta á netinu gæti maður haldið að þetta væru allt íbúðarhúsnæði. 

Næstum 2/3 af öllum sumarhúsum á Íslandi eru á Suðurlandi. Bankarnir voru mjög viljugir til að lána út á sumarhús og lóðir fyrir hrun. Þeir eru núna að fá mikið af þessum lánum í hausinn aftur.

 


mbl.is „Frysting lána var gagnslaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um hugmyndir Framsóknarmanna!

Endemis rugl Framsóknar

Í Financial Times 2. maí segir að erlendir kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings séu staðráðnir í að gefa ekkert eftir af 400 milljarða krónueignum sínum.

En íslenzk stjórnvöld eru ákveðin að heimta allt að 75% eftirgjöf.

Þar í felst meint “svigrúm” til leiðréttingar á skuldabyrði heimilanna.

Ísland getur ekki innnleyst 400 milljarða krónueignir kröfuhafa í gjaldeyri.

Því Ísland er ógjaldfært skv. skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika.

Við 75% eftirgjöf stæðu eftir 100 milljarðar sem Ísland getur ekki innleyst.

Framsókn hefur augljóslega ekki hugsað málið í gegn:

Lækkun á ógjaldfærni Íslands um 300 milljarða vegna krónueigna kröfuhafa jafngildir ekki sköpun “svigrúms” til eins eða neins.

Gunnar Tómasson á eyjan.is 


mbl.is Starfsstjórn má gera hvað sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lönd í heiminum með flatan tekjuskatt eins og Simmi og Bjarni eru að pæla í:

Almenn hægt að segja að það séu lönd sem við viljum síst miða okkur við. 
 
800px-Flat_personal_income_tax
 
 

Almennt líka hægt að segja þetta séu lönd sem eru fræg fyrir fátækt og ójöfnuð þar sem fáir ríkir hafa það gott en almenningur má éta það sem úti frýs. 


Hafið þið lesið þetta? Framsóknarleiðin tætt í sundur

Óðinn Viðskiptablaðið:

Málflutningur Framsóknarflokksins í aðdraganda alþingiskosninganna var að kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna þyrftu á nauðasamningum að halda við Ísland. Þetta er í besta falli villandi, þrotabúin þurfa ekki á neinum nauðasamningum að halda enda skulda þau ekki neitt og kröfur í þau eru ígildi hlutafjár. Hins vegar eru þau í sömu stöðu og aðrir íslenskir lögaðilar að mega ekki skipta innlendum eignum sínum í nothæfa mynt og hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir erlendum gjaldeyri sínum, sem Hróbjartur Jónatansson færði sannfærandi rök fyrir í greininni Gjaldeyrishöft – óbeint eignarnám? í þessu blaði 18. apríl að fæli í sér óbeint eignarnám.

Og síðar

 

En er það alveg sjálfsagt að semja við þrotabúin með slíkum hætti? Jafnvel þótt heykvíslararmur Framsóknarflokksins yrði skilinn eftir heima hjá sér, kylfurnar og haglabyssurnar og gengið yrði til samninga við þrotabúin sem báðir aðilar væru fullkomlega sáttir við, þá fælu slíkir samningar í sér að ákveðinn hópur fólks væri að greiða ríkinu fyrir forréttindi. Á meðan það eru gjaldeyrishöft í landinu og aðrir íslenskir aðilar hafa ekki frjálsan ráðstöfunarrétt yfir erlendum eignum sínum væri það ígildi mútugreiðslu ef erlendir kröfuhafar greiða íslenska ríkinu fyrir að fá ráðstöfunarrétt yfir gjaldeyri umfram aðra.

Það sem Framsóknarflokkurinn er með öðrum orðum að boða er einhvers konar merkantílismi þar sem lögbundin sérréttindi ganga kaupum og sölu, að vísu undir því yfirskini að það sé í þágu heimilanna. En viljum við að aðrir þrýstihópar geti keypt sér lögbundin sérréttindi gegn því að afrakstrinum verði varið til lækkunar á skuldum heimilanna?

 

 Og enn vitnum við í þessa greiningu:

Rót vandans er að það er engin innstæða fyrir þessum eignum þrotabúanna, íslenskar krónur eru skuld þjóðarbúsins en ekki eign. Við það að fá þessar krónur afhentar minnkar erlend skuld þjóðarbúsins en ef þær eru notaðar til að borga niður lán heimila hækkar erlend skuldastaða þess aftur að því marki sem fólk óskar gjaldeyris fyrir krónueignir sínar en setur þrýsting á innlent verðlag að því marki sem fólk ver þeim innanlands. Þessi staða er hliðstæð því að einstaklingur hafi selt víxla og tapað andvirðinu í spákaupmennsku og sé orðinn ógjaldfær. Ef honum tekst að semja við kröfuhafa sína um að fá víxlana afhenta til baka að hluta eða öllu leyti, þá hefur skuldastaða hans batnað en hann getur ekki selt víxlana aftur til að greiða fasteignalán frænda síns án þess að skuldastaða hans versni á ný.

Og þessu lýkur á þessu:

Hin raunverulega spurning er hvort fólk sé reiðubúið að leggja á sig það erfiði sem er nauðsynlegt til að ná markmiðinu. Losun gjaldeyrishafta verður ekki sársaukalaus þótt langtímaávinningur af losun þeirra verði margfaldur miðað við það að halda þeim. Stefna Framsóknarflokksins miðar að því að læsa Ísland inni í höftum til langframa í skiptum fyrir lækkun á skuldum.

 

 


Ekkert að vefjast fyrir mönnum að klára þetta. "Vafningarnir" koma sennilega síðar

Ítreka að það verður að fylgjast vel með næstu misseri að hluti af þessum stjórnarsáttmála sé ekki um að fyrrum hrunvaldar og fjárfestar sem komu fé undan til útlanda sem þeir mjólkuðu út úr fyrirtækjum fyrir hrun fái ekki að kaupa á hrakvirði eignir okkar sem hugsanlega losna frá "hrægömmum" við samninga. Það er ekki ásættanlegt að menn eins og stórkallar í Engeyjarætt, S - Hópnum og þeir vitað er að eiga líklega fé erlendis sem vill komast aftur hingað inn fái neitt af þeim eignum sem þeir settu í þrot með skuldsetningu. Það er hægt að gera þeim tilboð um að gefa upp þetta fé, borga af því skatt og nota svo í nýjar frjárfestingar en ekki í eignir eins og banka eða þau fyrirtæki sem þeir eiga.

Enga Vafninga eða Kögun takk!


mbl.is Ekkert sem valda á töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þetta sé forskriftin sem strákarnir í sveitinni vinna eftir.

Úr rannsóknarskýrslu Alþingis bls. 185:

Áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands síðustu áratuga, Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, dró þetta saman í ræðu sem hann flutti á ársfundi Útflutningsráðs árið 2004:

  • „Útrás íslenskra fyrirtækja er mikið ánægjuefni. Hún hefur víða vakið verðskuldaða athygli og fært heim sanninn um að okkur Íslendingum eru flestir vegir færir.
  • Dugur og kjarkur ásamt hæfilegri bjartsýni fleytir viðskiptamönnum okkar langt ef viðspyrnan er næg. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að landið okkar er í hópi þeirra fimm ríkja heims sem búa að hvað mestri samkeppnishæfni. Við stöndum til að mynda fremst í flokki Evrópuþjóða í þessum samanburði og ég veit að þetta hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir fáum árum.
  • Samkeppnishæfnin endurspeglar kröftugt efnahagslíf sem hefur vaxið mjög að burðum undanfarin ár.
  • Skattar hafa lækkað verulega á fyrirtæki og almenning. […] Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur án nokkurs vafa mjög styrkt íslenskt efnahagslíf.
  • Mestu skiptir þar einkavæðing ríkisbankanna en íslensku bankarnir hafa leikið lykilhlutverk í útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Aðgengi almennings að bankalánum hefur verið stóraukið og er vel að menn þurfi ekki lengur að ganga milli ríkisbanka með velkt pottlokið í höndum að kría út víxla eins og algengt var.“ 

Finnst allt þeirra félaga hingað til sé svona í áttina til 2000 til 2007. En þeir séu svo klárir að þeir ætli lika að ná hér stöðugleika, viðskiptaafgangi og jöfnuð í Ríkisfjármálum á næstu mánuðum. Auk þess að gera krónuna stöðuga og aflétta gjaldeyrishöftum. Jafnvel öllu þessu í sumar og svo lækka skatta og líka skerðingar hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Held reynar að þeir og fleiri verði nú látnir bíða dulítið eftir þessu. Kannski svona eins og 2 til 3 ár eða lengur. .


mbl.is Ræða einföldun á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband