Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Nei, nei! Sigmundur segir að þetta kosti okkur ekki neitt!

Ríkissjóður og Seðlabankinn gætu þurft að leita á náðir erlendra lánadrottna til þess að fjármagna afborganir íslenskra fyrirtækja af erlendum lánum sínum og til að greiða fyrir kosningaloforð. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar. Þar er meðal annars haft eftir Sigríði Benediktsdóttur, yfirmanns fjármálastöðuleikasviðs Seðlabanka Íslands, að skuldir Íslands fram til ársins 2018 séu of háar.
En þetta eru bara einhverjir vondir útlendir blaðamenn sem vita ekkert um þetta. Sigmundur veit þetta allt svo miklu betur.  Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af þessum tæpu 700 milljörðum sem þarf að borga bara ef að skuldir sumra verða lækkaðar. Við skiptum bara hinum vandamálunum á raðgreiðslur til næstu áratuga. Og vonum að krónan hrynji ekki, og einhverjir vilji lána okkur í framtíðinni. 
mbl.is Kosningaloforðin fjármögnuð með lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna - Spá

Ég hef lagt í töluverða íhugun og lestur frétta og tel að niðurstaðan verði þó erfitt sé að trúa því að það verði Framsókn og Sjálfstæðismenn myndi næstu ríkisstjórn. Veit að fólk er hissa á þessu og trúir þessari spá minni illa

 

En ég sé líka fyrir mér að þeim verði erfitt að ná samstöðu hjá þjóðinni og það verði erfitt að uppfylla öll þau loforð sem þessir flokkar hafa boðað og kjósendur ætlast til.

  • Peningar frá kröfuhöfum: "Vefur Financial Times segir að erlendu kröfuhafarnir setji líklega fram þá kröfu að ekki eigi að vera veittur neinn afsláttur af þeirra kröfum. Þeir geri sér þó grein fyrir því að „íslenskir stjórnmálamenn hafi lofað slíkum afslætti í nýafstaðinni kosningabaráttu.“ Financial Times segir að þessar viðræður eigi vafalítið eftir að verða eitt erfiðasta verkefnið sem ný ríkisstjórn standi frammi fyrir." ruv.is
  • Það verði erfitt að lækka bara skuldir ákveðins hóps en gera ekkert fyrir aðra: "

    Þar eru samt bara sumir taldir verðugir en ekki aðrir. Sumum þeirra sem tekið höfðu peningalán fyrir hrunið skulu greiddar tjónsbætur en ekki öðrum sem urðu fyrir fjártjóni við þessa dapurlegu atburði í þjóðlífi Íslendinga. Meðal annars munu þeir ekki teljast verðskulda bætur sem „bara“ misstu atvinnuna og heldur ekki þeir sem misstu eignir af ýmsum toga. Í þessum fyrirætlunum felst að þeir fá mest sem tóku mestu áhættuna í persónulegum fjármálum sínum en þeir minnst sem sýndu ráðdeild og varfærni.

    Jón Steinar segir að í nýafstöðnum kosningum hafi stjórnmálaflokkar farið fram með loforð um bætur sem þessar. Það skilaði atkvæðum og þeir fengu flest atkvæði sem mest buðu.

    Þegar loforðamenn voru spurðir hvaðan þeir hygðust afla fjár til að standa straum af kostnaði við skaðabótagreiðslurnar gáfu þeir óljós svör um að hafa mætti fé af nafnlausum erlendum kröfuhöfum Íslendinga sem gjarnan voru þá uppnefndir svolítið í leiðinni, kallaðir hrægammar eða eitthvað ámóta hugljúft. Lítið var þá gefið fyrir þá staðreynd að „hrægammar“ njóta lögverndar hér á landi fyrir eignarréttindi sín rétt eins og heiðlóur.

  • Lækkun skatta. Í ljósi þess að ríkið er rekið með halla held ég að það skapi stjórnvöldum ekki trúverðugleika og líkur á að það verði aðeins lækkaðir skattar á auðmönnum og fyrirtækjum. 
  • Hækkun launa: Í ljósi frétta frá Landspítalanum í dag frá Geislafræðingum þar sem þeir segja að 6% hækkun sé eins og upp í nös á ketti held ég að stjórnvöld lendi í hremmingum með þetta mála og laun hækki ekki í neinu samhengi við væntingar. 
  • Náttúruverndarsinnar farnir að brýna mótmælavopnin.

Svona held ég að hægt væri telja upp atriði. Og að þeir flokkar sem nú töpuðu kosningum hlægi sig máttlaus alver fram að næstu kosningum á meðan að fylgið hrynur af verðandi stjórnarflokkum. 


Er þetta hugsanlegur möguleiki?

Þ.e. að mynduð sé stjórn B- Vg- A sem hefur 32 og síðan væri samningur við Samfylkingu um að verja þessa stjórn falli.

 

B + Vg + A með stuðningi S
Tekð af Facebook

 


mbl.is Munu hittast á fundi á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að Eygló Harðar ætti nú að spara þessi orð nema að það sé innistæða fyrir þeim

„Ég vona svo sannarlega að fólk hafi verið að meina það og taki undir með okkur framsóknarmönnum um mikilvægi þess að menn ræði saman, en detti ekki niður í hefðbundna valdapólitík.“
Ef að allir fundirnir hafa svo  verið jákvæðir en Framsókn myndi svo stjórn með Sjálfstæðisflokki þá er bæði hún og framsókna að taka þátt í hefðbundina valdapólitík með smá leikriti á undan. 
mbl.is Mikilvægt að menn ræði saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslenskir stjórnmálaflokkar nógu þroskaðir fyrir minnihlutastjórnir?

Sýndist það ekki vera á kjörtímabilinu sem var að líða.  Og þar fór framsókn framarlega í að stoppa öll þau mál sem hægt var.  Jafnvel gegn vilja meirihluta þing. En fráfarndi stjórn var jú minnihlutastjórn frá því um mitt kjörtímabil.  En það væri kannski liklegt að ná breyðari sátt ef einhverjir að leiðtogunum eru tilbúnir að láta reyna á þetta. Þ.e. að stjórnvöld semji sig í gegnum öll stærri mál við Alþingi en séu ekki með meirihlutavald.
mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband