Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Flokkur fólksins keppist nú við að bjóða flokksmenn Þjóðfylkingar í sínar raðir

Fyrirgefið en ef Flokkur fólksins er að bjóða fólki úr Íslensku Þjóðfylkingunni í lið sitt, segir það okkur ekki að þau ætla að taka við sem útlendingahatursflokkur landsins?


mbl.is Draga framboð sín til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meiri aumi félagskapurinn þessi þjóðfylking.

Hvað liggur fyrir hjá fólki sem eyðir tíma annarra í stofna stjórnmálaflokk og tilgreina frambjóðendur sem svo nokkrum dögum síðar komast að því að þeim líka ekki við stjórn flokksins sem og að þau eru ekki einu sinni sammála um stefnu flokksins. Farið hefur fé betra.

Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður, Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, hafa ákveðið að draga til baka framboð sitt. Ástæðan er sögð vera vegna formanns flokksins, Helga Helgasonar, sem þeir segja fullkomlega áhugalausan um framgang, hugsjón og stefnu flokksins.
 

Gunnlaugur og Gústaf segja að þeir treysti sér ekki til að starfa með Helga. Þetta tilkynntu þeir á blaðamannafundi í Hörpunni nú á fimmta tímanum. „Stjórnmálaflokkur verður að njóta traustrar forustu, eigi árangur að nást. Íslenska þjóðfylkingin nýtur þess ekki. Ítrekað hefur formanni flokksins verið bent á það, að hann ræður ekki við verkefnið. Hann man ekki að kvöldi, hvað hann sagði að morgni, hann veit ekki hvort hann er að koma eða fara og er óöruggur í allri framgöngu, undirförull og óheill,“ segir í yfirlýsingu. 

ruv.is


Smá fróðleikur um hælisleitendur kafli 2

Fólk er að sífellt að æsa sig yfir að hælisleitendur fái húsnæði og um 10 þúsud á viku til framfærslu á meðan mál þeirra er klárað. Svo ruglar fólk kosnaði sem ríkið heur á hverjum einstakling sem er jú rúmlega 200 þúsund á mánuði en þar inní er leiga á húsnæði og þjónusta sem þeim er skaffað.

  • Hælisleitendur fá ekki Íslenska kennitölu og mega því ekki vinna hér. Þeir mega ekki gera neina samninga og því gætu þeir ekki skaffað sér húsnæði. Þeir mega ekki gista hjá vinum því þá detta þeir út úr hælisumsóknarferlinu.
  • Það er ótrúlegt hvernig þeir sem ala á hatri gegn þeim afbaka staðreyndir.
  • Svíar eru löngu búnir að viðurkenna að hælisleitendur hjá þeim er orðinn meiri en þeir ráða við með góðu móti og eru farnir að gera eins og við að reyna að hraða afgreiðslu málana.
  • Þegar talað um Arnarholt, Bifröst, hótel og fleiri staði þá láta sumir eins og þar búi fólk við alsnægtir, En þetta er aðeins húsnæði sem einkaaðilar leigja útlendingastofnun. Þarna hafa viðkomandi herbergi einn eða fleiri í hverju og t.d. á  flestum þessu stöðum líður fólki örugglega ekki vel lokuð að mestu af langt út úr. Svona svipað og fangelsi.
  • En þetta fólk er samt tilbúið að láta bjóða sér þetta því þaðan sem þau koma bíður þeirra fleatra ekkert nema hörmungar.
  • Þó þau séu send héðan þá halda þau áfram að leita sér að varanlegri búsetu einhverstaðar fyrir sig og fjölskyldu sína sem hýrist hugsanlega í flóttamannabúðum eða á stríðssvæði.
  • Auðvita væri það tilraunarinnar virði að t.d. þjóðir heims styrktu Jórdaníu til að halda utan um fleiri flóttamannabúiðr en ríki heims þau gera það bara ekki. Það er þannig t.d. í Jórdaníu að þar eru flóttamenn um það bil 35% af fólkfjöldanum í dag. Og meira en helmingur ekki skráður þar.
  • Það er flott hjá anstæðingum flóttamann að tala um að aðstoða fólkið nær sínum heimalöndum en gera svo ekkert í því
  • Fólk af erlendu bergi brotið má ekki t.d. hjálpa ættingjum með því að skaffa þeim vinnu og húsnæði hér á landi því þau fá ekki kennitölu ef farið er sú leið. Heyrði einmitt af Sýrlendingi sem hér hefur búíð í áratugi rekur fyrirtæki og vildi svo gjarnan bjóða bróðour sínum hingað og hann mundi sjá um hann varðandi húsnæði og vinnu. En það má ekki.  Bróðir hans fær ekki landvistarleyfi.
  • Þess vegna er ómaklegt þegar flólk er að skjóta á Elsku Egló og sjálfboðaliðana sem þar buðu sig fram. Þeir geta aðstoðað Kvótaflóttamenn og gera það. En hælisleitendur má ekki einu sinni heimsækja nema einstaka aðilar frá Rauðakrossinum.

Smá fróðleikur um hælisleitendur og flóttamenn

Var á fyrirlestri í dag í vinnunni. Þar  mættu fulltrúar frá Rauðakrossinum sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum.  Það var ýmislegt sem þar kom fram sem fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir.

  • Síðan  á sjötta áratug síðustu aldar þegar við skrifuðum undir samninga um mál flóttamanna fyrst þá hafa ekki nema um 400 hælisleitendur fengið stöðu flóttamanna og dvalarleyfi hér.
  • Hælisleitendur er yfirleitt karlmenn vegna þess að þeir eru sendir af fjölskyldum að reyna að finna einhvern dvalarstað fyrir fjölskylduna því að konur og börnum er ekki treyst í þetta ferðalag t.d. bátsferðir yfir höfin.
  • Flestir hælisleitendur koma til að að fara heim um leið og stríðsástandi og hörmungum líkur í heimalandinu. Því eins og okkar var bent á að þá velur fólk sem er alið upp við aðra menningu, annað lofslag og fleira ekki að búa í landi þar sem menning og lífshættir eru allt aðrir. Þau eru leita í burtu út af neyð.
  • Múslimakonur með höfuðslæður eða hvað þetta heiti bera þær vegna menningar. Og þó þær flytji til annarra landa þá vilja þær síður taka þær niður. Þær líkja því við ef að einhver mundi heimta að konur gengju um í stuttu pilsi.  Slæðurnar eru hluti af menningu þeirra minna út af trú.
  • Kvótaflóttamenn hér eru frá upphafi eitthvað um 400 líka en mikill hluti þeirra flytur aftur burtu ef að aðstæður breytast í heimalandi þeirra eða annað.
  • Lang flestir hælisleitendur eru sendir til baka þaðan sem þeir komu. Og afgreiðslu mála þeirra eru flestar kláraðar á innan við 90 dögum.


Sá að Íslenska Þjóðfylkingin ætlar að aflétta viðskiptabanni á Rússa. Sem er merkilegt.

Aðallega er það merkilegt því við höfum ekkert sett neitt viðskiptabann á Rússa. Heldur voru það þeir sem settu viðskiptabann á okkur til að refsa okkur fyrir að styðja vopnasölu bann á þá vegna átaka í Úkraníu.


Hvað eiga menn við þegar þeir segja á útlendingar aðlagist ekki okkar menningu?

Maður heyrir þetta í umræðunni víða. En hvað eiga menn við?

  • Sumir tala um að fólkið tali ekki Íslensku. En ég man þá tíð þegar ég var lítill fyrir mörgum áratugum að þá voru hér útlendingar sem höfðu komið í kjölfar stríðsins og þeir töluðu mjög óskýra íslensku þannig að maður skildi þau varla. En voru samt hinir bestu borgarar og færðu okkur ýmsa þekkingu og færni sem við höfum nýtt okkur síðan.
  • Sumir tala um að í smáatriðum hegði þau sér öðruvísi en dæmigerður Íslendingum. M.a. að sumar erlendar konur séu með slæður. Man þá tíð fyrir ekkert mjög löngu síðan að allar eldri konur og jafnvel yngri voru með slæður hér.
  • Sumir tala um að þau borði ekki Svínakjöt. Það eru margir Íslendingar sem borða það ekki heldur. Og sumir borða bara ekkert kjöt.
  • Það er talað um að þau hegði sér öðruvísi biðji oft á dag og þurfi að snúa á ákveðna átt. Fyrirgefið en hvað hefur það með menningu okkar að gera. Hér býr fólk sem biður aldrei til Guðs. Hér eru trúleysingjar, ofurtrúaðir og allt þar á milli. Þetta er eins með múslima og okkur sem hér erum fædd.
  • Einu sinni ekki fyrir mörgum árum var stefnan hér á landi að loka þroskahamlaða og fatlaða inn á stofnunum, afgirtum til að að við sem erum "eðlileg" þyrftum ekki að horfa á svona frávik eða deila kjörum með þeim. Einu sinni voru blökkumönnum á Keflavíkurflugvelli bannað að fara út fyrir girðingu á meðan hvítir fengu það. Þetta bara bara vegna hræðslu sem átti sér engar rökrænar skýringar.
  • Það er verið að tala um glæpi og hryðjuverk sem fylgi múslimum. Held að heimiliserjur og drykkja okkar Evrópubúa valdi 90 eða kannski 99% fleiri dauðföllum á almennum borgurum. Og hér á landi hefur sambúð trúarfélaga gengið bara vel og ég t.d. vissi ekki fyrr en þetta fór að komast í fréttir að múslímar væru búnir að hafa bænaaðstöðu í áratugi hér án þess að það hafi truflað einn né neinn utan söfnuðarins.
  • Það hefur alltaf verið hópur sem vill ekki útlendinga hingað. Og sérstaklega ef þeir líta ekki nákvæmleg út eins og við. Þetta átti við um fólk frá Víetnam, Thailandi, Filippseyjum, Austur Evrópu, Fólk frá Afríku og svo framvegis. En hræðsluáróður þessara hræddu Íslendinga hefur sjaldnast verið reistur á staðreyndum eða reynslu. Flestir þessi einstaklingar sem hingað hafa komið hafa reynst okkur drjúgir t.d. að byggja he´r upp, í ferðaþjónustu og bara út um allt.

Ísland hefur á síðustu árum orðið með auknum samskiptum við heiminn fjölmenningarsamfélag þar sem býr fólk af ýmsum uppruna og með ýmsa siði. En um leið er landið með fremstu þjóðum í mannréttindum og lýðræði sem byggir á 1000 ára hefð. Við förum t.d framarlega í mannréttindum samkynhneigðra, kvenna og bara almennt. Þá eru við í þróun við að vinna að réttindum fatlaðra og gera þá virka og sýnilega í samfélaginu. Við eigum að vera framarlega í verkalýðsmálum og svona væri hægt að halda áfram.

Við eru blessunarlega laus undan boðvaldi kirkjurnar sem stjórnaði og tók þátt í kúgun með stjórnvöldum hér um aldir. Og kirkjan hefur þar með breyst fyrir þá kristnu og hefur minna veraldlegt vald.

Við höfum hér lög um réttindi og skyldur borgarana sem allit eiga að fara eftir og því skil ég ekki þessa hræðslu fólks mið fjölmenninguna. Við Íslendingar erum stolt af landinu okkar og við hættum því ekkert þó hingað flytji fólk sem vill setjast hér að. Það kemur flest með eitthvað með sér inni í menninguna sem við græðum á. T.d. fjölbreytnin í matargerð. Þá hafa þau einnig séð til þess að störf sem við viljum ekki vinna séu unnin eins og þrif og annað.

 


Skv. fréttum af innanbúðamálum Framsóknar þá eru fullt af mönnum að ljúga.

Fólk vísar út og suður þegar það lýsir sama fundi sem fólk var á. Kona sem var í símasambandi veit þetta betur en Ásmundur sem var á fundinum og einhverjir í kring um hann ljúga líka skv. þessari konu, Sigmundi og fleirum. Skv. þeim voru allir í faðmlögum bara og allir vinir.

Æ hlífið okku við þessu bulli.


mbl.is Tillagan var ekki afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband