Leita í fréttum mbl.is

Um leið og ríkisstjórnin vélar um lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðingar er vert að velta fyrir eftirfarandi!

Er ekki kominn timi til að þjóðin fari að velta fyrir sér mati á störfum hér:

Hér má sjá launaseðil hjúkrunarfræðings. Halda menn að sjúrahús væri almennilega rekin án þeirra eða vildi fólk leggjast inn á sjúkra hús þar sem þeir væru ekki til staðar. Halda menn að fólk álmennt leggi á sig 4 til 5 ára hjúkrunarnám fyrir mánaðarlaun upp á 342 þúsund eins og þarna kemur fram. Sér í lagi þar sem verið var að semja um að lágmarkslaun í landinu yrðu 300 þúsund eftir hvað 3 ár.

 

Geislafræðingar og lifefnafræðingar eru með enn lægri mánaðrlaun. Vildu menn vera á sjúkrahúsum þar þeir væru ekki til staðar eða sætta sig við að engar rannsóknir færu fram á sýnum úr blóði þeirra ef þeir yrðu veikir.  Halda menn að fólk komi til með að þyrpast í nám sem borgar undir 300 þúsund í grunnlaun?

Eins er rétt að spurja með allar aðrar stéttir sem nú er verið að taka verkfallsréttinn af. Eins er hægt að segja að ríkið hefur verið í samningaviðræðum við margar stéttir BHM lengur en aðilar almenna markaðsins og fram á síðustu vikur var ríið að bjóða hæst 3,5% hækkun. Og ekkert reynt til að ná samkomulagi. Á meðan hefur ríkið kerfisbundið eytt peningum í annað, lækkað skatta og afsalað sér tekjum og segist nú ekki hafa neitt svigrúm til að ganga til samninga.  Er þetta gáfulegt!

Ég spái því að hjúkrunarfræðingar fari að segja upp í hópum enda bjóðast þeim mánaðarlaun sín með því að vinna í 10 daga í Noregi + ferðir + fæði og uppihald. Um 20 til 30 geislafræðingar eru búnir að segja upp og held að aðrir hópar geri það líka.

Held stundum þegar fólk talar um afætunar sem séu opinberir starfmenn þá viti þeir ekki um hverja þeir eru að tala.  Rakst á þetta á facebook:

Opinberir starfsmenn taka á móti okkur í heiminn, skrá nafnið okkar, fylgjast með heilsufarinu og gæta okkar í hvívetna. Þeir passa okkur, kenna okkur, annast okkur í veikindum eða þegar erfiðleikar steðja að, fylgjast með veðrinu, hafa gætur á náttúrunni og varðveita sameiginlegan arf okkar á hverju því formi sem tjáir að nefna. Þeir hafa svæft okkur, vakið okkur, gegnumlýst, rannsakað, þjálfað, nært, staðið vörð um lög og rétt. Kennt okkur að lesa ljóð, spila á hljóðfæri, fara eftir umferðarreglum, sýnt okkur leikrit, spilað tónlist. Passað upp á gögn, haldið skikk á tölum, talið fiskana í sjónum og grösin á heiðum, reiknað laun,innheimt skatta, borgað laun. Þeir stuðla að því að við séum öll virkir þjóðfélagsþegnar,eflum andlegt og líkamlegt atgervi og fótum okkur í lífsins ólgusjó. Þeir styðja okkur frá vöggu til grafar. Hvað er hægt að biðja um meira? Mér dettur eitt í hug. Það er hægt að biðja um að framlag þeirra sé metið að verðleikum. Menntun þeirra sé viðurkennd og metin til launa.Tryggja þarf mönnun opinberrar þjónustu til framtíðar! ‪


mbl.is Hjúkrunarfræðingar íhuga að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2015

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband