Leita í fréttum mbl.is

Nú fagna öfga hægrimenn hér á landi ógurlega!

Held að menn sem eru að sleppa sér í gleði yfir velgegni Þjóðarflokksins í Danmörku og boðaðri hörku í málefnum innflytjenda ættu að hugsa um eftirfarandi.

  • Mikið af bloggurum og Framsóknarmönnum gefa sig út fyrir að vera kristnir. En þeir ala á hatri gagnvart fólki sem er annarra trúar eða líta öðruvísi út. Held að fólk ætti nú að fylgjast með hvaða áhrif slíkt getur haft. Við sjáum það reglulega í Bandaríkjunum og nú síðast fyrir nokkrum dögum þegar ungur maður sem vill berjast fyrir aðskilnaðir hvítra frá öðrum litarháttum gerði sér ferð í kirkju og drap það 9 manns og særði fleiri. Þetta er á svæði í Bandaríkjunum þer sem fána Suðruríkjanna er enn flaggað og sú hugsun að blökkumenn séu aðskotahlutir og réttdræpir er enn grasserandi.
  • Held að fólk sem berst á móti innflytjendum ætti líka að athuga það að öll velmegunarríki eru að lenda í því að þar sem barneignir hafa dregist svo mjög saman þá sjá ríki eins og Svíþjóð og fleiri sér auk mannúðra að þar fást um leið vinnufúsar hendur sem þarf ef að hagvöxtur á að haldast áfram. Þetta er nú skýrast í Þýskalandi þar sem að Tyrkir hafa verið fluttir ínn í milljónum því annars væri ekki nóg vinnuafl og þjóðverjum mundi fækka.
  • Það er engin að segja að innflytjendur eigi rétt á að breyta þeim samfélögum sem þeir búa í, enda gerist það ekki. En auðvita eigi þeir að fá að halda sinni menningu á meðan að hún skarast ekki á við lög, reglur og siðvenjur í löndum sem þeir kjósa að búi í. Sögur um að þeir séu að taka völdin t.d. í Danmörku,Frakklandi eða Bretlandi eru hlægilegar enda hafa þær flestar verið hraktar.

En sem sagt! Held að fólk ætti að skoða hvernig málin standa hér á landi. Um 15% vinnumarkaðsins er skipaður erlendur fólk eða fólki sem fætt er annarstaðar en á Íslandi. Held t.d. að það sé að verða leitun að fólki sem sér um þrif sem ekki eru erlendir ríkisborgarar eða innfluttir. Eins stór hluti fiskvinnslufólks fætt utan Íslands, öll sláturhús eru mönnuð fólki frá útlöndum, mikið af fólki í byggingariðnaði eru af erlendu bergi brotið. Ef þau væru ekki hér þá værum við í stökustu vandræðum því þá mundi vanta hér tugþusundir manna til að þjóðfélagið gengi upp og engar vinnufúsar hendur til að taka þátt í auka hagvöxtinn. T.d. hvar fengjum við fólk á öll nýju hótelin?


mbl.is „Þjóðarflokkurinn sigurvegari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ýmislegt óunnið varðandi jafnrétti!

Svona í ljósi þess að nú er haldið upp á að hundrað ár eru síðan konur fengu kosningarétt var mér hugsað til annars sem tengist baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Og sú umræða hefur ekki farið nógu hátt.


Fyrir nokkrum mánuðum heyrði ég viðtal við Helga Pétursson úr RÍÓ TRÍÓ. Hann var að tala um að hann hefði ungur starfað sem kennari. Þá hafi laun hans verið næstum jöfn og laun Alþingismanna. Finnst það athyglisvert að í jöfnu hlutfalli og konur bættust í kennarastétt þá lækkuðu launin miðað við önnur laun í þjóðfélaginu! Þetta er bara ekki ásættanlegt.

Þetta kom upp í huga mér þegar ég nú er að auglýsa eftir deildarstjóra á vinnustað minn þá eru meirihluti umsókna um starfið sem komnar eru frá fólki sem er menntað sem kennarar. Og 2 starfsmenn hjá mér eru menntaðir grunnskólakennarar. Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Að ríkið sé að mennta í röðum fólk sem treystir sér ekki til að sinna kennslu barna okkar vegna álags og lélegra launa. Svona til skýringar þá vinn ég við að veita þroskahömluðu fólki aðstoð við að halda heimili.


Eins held ég að sé margar stéttir sérstaklega opinberra starfsmanna að eftir því sem konum fjölgar þar þá síga launin niður launapíramitan ! Og samt eru þessi störf sennilega þau nauðsynlegustu sem fyrir finnast.
Og nú tala ég af reynslu, hafa menntað mig og starað í kvennastétt sem hefur þurft síðustu áratugi að berjast fyrir leiðréttingum á launum sínum í hverjum samningum. Vissulega náð einhverjum árangri en því miður enn mun lægri en sambærileg störf bæði hér innanlands og langtum lægri en bjóðast annarstaðar.


mbl.is Ein gegn Jafnréttissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2015

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband